Varúð, innihaldið gæti spillt fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina.
Ég fór út á videoleigu og renndi yfir hillurnar. Langaði að sjá einhverja íslenska mynd og fór því að hugsa hvaða mynd ég ætti eftir að sjá. Mundi þá allt í einu að ég ætti eftir að sjá ræmuna "Brúðguminn". Ég fór á leikritið sem þau settu upp og svo hef ég lesið upprunalegu útgáfuna.
Ég verð að segja það fyrirfram að mér fannst leikritið mun betra en myndin, ég fékk gæsahúð og fannst allt virka hundrað prósent, en til móts við það, hef ég örsjaldan farið í leikhús en horft á hundruð kvikmynda, þannig að það er ekki sambærilegt.
Þessi saga eftir Cheskov er skemmtileg, svört og kómísk, illgjörn um leið sannsögul og margsögð.
Mér fannst myndin byrja alveg ágætlega, Hilmir Snær var ágætur sem þunglyndur háskólakennari sem átti veika konu heima. Og ég fann til með honum um leið og mér fannst hann vera fáviti að hitta hina konuna. Upprunalega, þá gerist sagan þar sem allir eru mjög nánir og búa rétt hjá hver öðrum, en kvikmyndin var sett upp þannig að þetta fólk var úr Reykjavík. Þannig að það myndaðist kannski ekki eins mikið tension á milli allra, spennan sem maður finnur fyrir og gerir mann hræddan.
Sagan rann samt vel í gegn, kannski fullfljót, og hefði mátt kannski dúkka aðeins upp á suma karaktera sem voru smá grátbroslegir, en annars var þetta fín mynd og gaman að glápa á, það voru nefnilega fantagóðar senur í henni, fyndnar og skemmtilegar, og svo það sem mér fannst persónulega best, kvikmyndatakan, hún var mjög mjög góð.
Ég veit svosum ekki hvað er hægt að segja meira um myndina, annað en að hún fær fjórar gúrkur af fimm hjá mér.
Góð hugmynd að lífga gamla rússneska sögu og setja í annan búning.
Maður hefði kannski mátt finna aðeins meira fyrir endinum, ekki það að maður skildi ekki að náunginn léti ástríðu hlaupa með sig í gönur og væri alveg jafn týndur eftir á, heldur kannski eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er. Hefðbundinn endir hefði mjög líklega ekki passað inn í búning myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei