Náðu í appið
Öllum leyfð

Brúðguminn 2008

(White Night Wedding)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. janúar 2008

95 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics

Myndin fjallar um háskólakennarann Jón sem reynir að átta sig á tilverunni og sjálfum sér eina bjarta sumarnótt í Flatey á Breiðafirði. Brúðguminn er mynd á léttu nótunum um lífsgleðina og leitina að hamingjunni með ljúfsárum undirtón þó, enda ekkert ljós án skugga. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni, sem byggir á leikverki Antons Tsjekov um... Lesa meira

Myndin fjallar um háskólakennarann Jón sem reynir að átta sig á tilverunni og sjálfum sér eina bjarta sumarnótt í Flatey á Breiðafirði. Brúðguminn er mynd á léttu nótunum um lífsgleðina og leitina að hamingjunni með ljúfsárum undirtón þó, enda ekkert ljós án skugga. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni, sem byggir á leikverki Antons Tsjekov um Ivanov. Baltasar skrifaði handritið ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Kvikmyndin var tekin upp í ágústmánuði á síðasta ári í blíðskaparveðri eins og gerist best á Breiðafirði.... minna

Aðalleikarar

Falleg kvikmyndataka, skemmtilegir karakterar, en
Varúð, innihaldið gæti spillt fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina.

Ég fór út á videoleigu og renndi yfir hillurnar. Langaði að sjá einhverja íslenska mynd og fór því að hugsa hvaða mynd ég ætti eftir að sjá. Mundi þá allt í einu að ég ætti eftir að sjá ræmuna "Brúðguminn". Ég fór á leikritið sem þau settu upp og svo hef ég lesið upprunalegu útgáfuna.

Ég verð að segja það fyrirfram að mér fannst leikritið mun betra en myndin, ég fékk gæsahúð og fannst allt virka hundrað prósent, en til móts við það, hef ég örsjaldan farið í leikhús en horft á hundruð kvikmynda, þannig að það er ekki sambærilegt.

Þessi saga eftir Cheskov er skemmtileg, svört og kómísk, illgjörn um leið sannsögul og margsögð.

Mér fannst myndin byrja alveg ágætlega, Hilmir Snær var ágætur sem þunglyndur háskólakennari sem átti veika konu heima. Og ég fann til með honum um leið og mér fannst hann vera fáviti að hitta hina konuna. Upprunalega, þá gerist sagan þar sem allir eru mjög nánir og búa rétt hjá hver öðrum, en kvikmyndin var sett upp þannig að þetta fólk var úr Reykjavík. Þannig að það myndaðist kannski ekki eins mikið tension á milli allra, spennan sem maður finnur fyrir og gerir mann hræddan.

Sagan rann samt vel í gegn, kannski fullfljót, og hefði mátt kannski dúkka aðeins upp á suma karaktera sem voru smá grátbroslegir, en annars var þetta fín mynd og gaman að glápa á, það voru nefnilega fantagóðar senur í henni, fyndnar og skemmtilegar, og svo það sem mér fannst persónulega best, kvikmyndatakan, hún var mjög mjög góð.

Ég veit svosum ekki hvað er hægt að segja meira um myndina, annað en að hún fær fjórar gúrkur af fimm hjá mér.
Góð hugmynd að lífga gamla rússneska sögu og setja í annan búning.
Maður hefði kannski mátt finna aðeins meira fyrir endinum, ekki það að maður skildi ekki að náunginn léti ástríðu hlaupa með sig í gönur og væri alveg jafn týndur eftir á, heldur kannski eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er. Hefðbundinn endir hefði mjög líklega ekki passað inn í búning myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lala.
Ágæt mynd að mínu mati en ég var reyndar soltið pirruð þegar allt fer úrskeiðis og var frekar þunglynd eftir myndina.

Reyndar frekar típískt fyrir íslenska mynd að vera, einn geðveikur og svona. Mér finnst íslenskar myndir yfir höfuð bara ekki skemmtilegar fyrir utan einstök tilfelli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Algjör farsi
Myndin er á toppnum á Íslandi 3.vikuna í röð og ég skil ágætlega af hverju. Það er vel hægt að hlægja að henni og persónurnar eru kostulega skrifaðar og skemmtilegar. Hins vegar fannst mér eiginleg allan tímann eins og þetta væri ekki alvöru mynd, eins og þetta væri bara eitt stórt djók og að Baltasar ætti eftir að stökkva fram á sviðið á hvaða tímapunkti sem er og segja okkur öllum að við hefðum verið Tekin. Eða eitthvað. En nei, hún hélt sínu gengi þessar 100 mín. sem hún er að lengd(eða svo) og tókst svona sæmilega upp. Hún nær þessu íslenska "lúkki" alveg ótrúlega vel. Þegar ég lít á myndina eins og allar aðrar myndir þá skilur hún ekkert eftir sig, hún hafði ofanaf mér (varla þó) en þó svo að ég hafi ekki brosað yfir henni þá finnst mér hún vel koma sínu til skila. Málið er bara það að ég er ekki hluti af markhópnum, hún höfðar greinilega alls ekki til mín. Mér leið eins og ég væri að horfa á leikrit. Til að hafa gaman af myndinni þá verður að horfa á hana sem einn stóran farsa og helst eitt stórt leikaraflipp því þannig leið mér á henni. Eins og leikararnir hefðu allir dottið á eitt stórt fyllerí í nokkrar nætur útí Viðey og þetta hafi verið niðurstaðan. 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn