Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Traitor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þung og alvarleg
Strax frá fyrstu mínútu virkar Traitor þunglamaleg og tormelt, en á einhvern undraverðan hátt nær hún að klófesta áhorfendur. Ekki er mikið um hreina spennu eða hasar, heldur fáum við að fylgjast með Samir (Don Cheadle) grafa sér dýpri holu með hverri mínútunni, en Cheadle hefur nú þegar sannað sig sem einn af betri leikurum síðari ára, en hér skarar hann virkilega framúr og í raun er það hans frammistaða sem heldur myndinni uppi.

Þrátt fyrir að vera þung, svifasein og flókin þá er hér um að ræða ágætis mynd, mynd sem er fullpólitísk á tímum og alls ekki gallalaus, en kemur sínu á leiðarenda. Þetta er rétt yfir miðjumoð, 2 og 1/2 stjarna, 6,5/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Body of Lies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær spennumynd
Það verður seint tekið af Ridley Scott að maðurinn kann að gera gæðamyndir, og tel ég Body of Lies vera eina af þeim. Myndin skartar úrvalsliði leikara sem standa sig vel, og þá sérstaklega DiCaprio í aðalhlutverkinu. Þrátt fyrir að atburðarásin sé ekki hröð þá heldur myndin manni föngnum frá upphafi til enda, hvort sem það er með magnaðri myndatöku eða æsispennandi hasaratriðum.

Einn helsti styrkleiki myndarinnar er það hversu ísköld hún er, þ.e. handritið hlífir engum og þegar aðalpersónurnar lenda í hættilegum aðstæðum þá virkilega trúir maður að það versta gæti gerst. Sögusvið myndarinnar gerir það að verkum að það er kannski ekki mikið sem situr eftir sig þegar á líða stundir, en það breytir því ekki að hér er um virkilega sterka og hörkuspennandi mynd sem skilar sínu, og vel það.

Ridley Scott skilar hér af sér einni af þéttari og betri spennumyndum ársins, mynd sem án efa á eftir að fá nokkrar óskarstilnefningar í vasann á næsta ári. 8/10, mjög sterkar 3 stjörnur, mynd sem nýtur sín best í bíósal.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mirrors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fínasta bregðumynd
Alexandre Aja stimplaði sig inn með The Hills Have Eyes og er einn af þeim sem maður er farinn að líta á sem bjart efni í hryllingsmyndageiranum. Eins asnalegur söguþráður og Mirrors er (og rip-off frá Poltergeist 3) þá eru það klárlega sterkustu hliðar Alexandre Aja sem skína hér í gegn. Myndin er ein stóra bregða sem heldur manni límdum við skjáinn, en á milli bregðuatriðanna laumast inn þessi skemmtilega ráðgáta sem fær mann einnig til að pæla.

Myndin hefur eitt rosalegasta gore atriði sem sést hefur á hvíta tjaldinu, og það eitt gerir þess virði að sjá þessa mynd, eða þá að horfa á það á Kvikmyndir.is (það heitir Kjálkinn Af - sjá hjá videospilaranum undir Aukaefni). Myndin ber klárlega sama stíl og The Hills Have Eyes, en er hálf klisjukennd á tímum og er hægt að kenna hræðilegum leik Kiefer Sutherland þar um, en hann fer sofandi í gegnum þessa mynd.

Mirrors er í raun erfið áhorfs vegna hryllings síns, og því má segja að hún hafi náð takmarki sínu, enda er hér um hryllingsmynd að ræða. Kemur skemmtilega á óvart, og það má segja að hún geri sitt til að fá mann til að sofa með ljósin kveikt eftir áhorf. 6/10 - 2 og 1/2 stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Step Brothers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein af fyndnari myndum ársins
Will Ferrell er mistækur leikari, en getur þó alltaf látið mann hlægja. Í síðustu myndum hans hefur haldið þeim uppi einn, en í þessari fær allt leikaraliðið að taka þátt, og eru það þá sérstaklega John C. Reilly og Adam Scott sem skara fram úr. Step Brothers er ein af þessum ræmum sem söguþráðurinn skiptir eiginlega engu máli, heldur gengur myndin út á það að láta þig hlægja eins mikið og mögulega hægt er. Ég er þó ekki að meina það í þeim skilningi að hún fari yfir strikið með kjánalegheitum eins og venjan er. Myndin sjálf er yfir meðallagi fáránleg miðað við Will Ferrell mynd, og það er hægt að segja að hlægilegustu atriðin eru þau sem eru svo gjörsamlega útí hött að maður trúir því varla að þau sé að gerast fyrir framan mann.

Hér er á ferðinni ein af fyndnari myndum ársins 2008, sem kom mér sjálfum á óvart, enda hafa síðustu myndir Ferrell verið í besta falli ásættanlegar. Hér hittir kappinn naglann á höfuðið og lætur okkur fá mynd sem aðdáendur hans hafa vonast eftir síðan Anchorman. Þrátt fyrir sína augljósu galla, þá geymir hún eitt rosalegasta magn af one-linerum og minnisstæðum atriðum sem ekki er hægt að horfa framhjá. Engin skylda að sjá í bíó en klárlega á DVD. 7.5/10 - sterkar 3 stjörnur af 4
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dark Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sannkallað meistaraverk
Batman Begins bjó til nýjan staðal fyrir ofurhetjumyndir og var talin af mörgum sem langbesta Batman myndin hingað til. Það er ekki rétt að kalla The Dark Knight rökrétt framhald af henni, því hún virkar vel sem einstök mynd og er svo langtum betri en Batman Begins, hvað þá upprunalegu Batman myndirnar sem höfðu um borð fleygar setningar eins og ,,Ice to see you". Christopher Nolan hefur byggt heim sem að er myrkur, þunglyndur og áhugaverðari áhorfs en sést hefur á hvíta tjaldinu.

Handrit myndarinnar er fyrsta skref The Dark Knight að fullkomnun, ekki einni sekúndu er eytt í tilgangsleysi og allar samræður og atvik í myndinni bera í sér áætlun leikstjórans. Christian Bale hefur byggt upp magnaðan feril á síðustu árum og hefur, mér að óvörum, náð að troða sér í topplista minn yfir uppáhalds leikara, og kemur sér enn ofar upp þennan lista með hreint út sagt magnaðri frammistöðu sem Batman. Bale virkar hlédrægur í þessari mynd, eins og Batman er í raun og veru að mínu mati. Það sérstaka við Batman myndirnar er að þær snúast frekar um illmennin og Gotham borg en Leðurblökumanninn sjálfan. Fremst í flokki yfir helstu leiklistarafrek síðustu áratuga er frammistaða Heath Ledger; túlkun hans á Jókernum og innlimunin í hlutverki er eitthvað það truflaðasta sem við munum sjá og nær hún að velta Hannibal Lecter úr stalli á hvaða degi sem er, sjaldan hef ég verið jafndáleiddur yfir frammistöðu manns í kvikmynd. Brennidepillinn hefur verið á Ledger síðan hann lést og hefur það valdið því að Aaron Eckhaart fær ekki nógu mikið hrós fyrir sitt hlutverk, en hann stóð sig með eindæmum vel.

Myndin er svo ótrúlega þung og hasarpökkuð að maður er tilfinningalega búin á því eftir áhorfið, og í raun tekur það þónokkurn tíma að átta sig á því hvað maður var að eyða síðustu 2 klst. og 32 mínútum í. Aldrei hvarflar það að manni að um hreintæktaða ofurhetjumynd er um að ræða, svo mikill er alvarleikinn og myrkrið í sögusviði myndarinnar. Christopher Nolan hefur hér búið til einstaka mynd sem sogar áhorfandann inní hraðskreiðan söguþráðinn þar sem hver myndataka, hver klipping og hver hljóðbylgja skilar sér á fullkominn hátt.

The Dark Knight er besta mynd sumarsins, besta mynd ársins hingað til og besta ofurhetjumynd allra tíma. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hún komist á stall bestu mynda frá upphafi kvikmyndasögunnar. Myndin er einstækt sjónrænt listaverk sem nýtur sín til hins ýtrasta í sem stærstum bíósal, og er ein af þeim sem verður ekki fullmetin fyrr en eftir mörg hundruð áhorf, hún verður aðeins betri. Ég geng ekki svo langt með að kalla hana hina fullkomnu mynd því það er hún ekki, en einstakt kvikmyndaverk er hún þó sem mun lifa fjölmargar kynslóðir.

10/10 - 4 stjörnur af 4
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Stan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
EKki eins slæm og maður býst við
Ég er einn af þeim sem gjörsamlega hata Rob Schneider sem gamanleikara, en ég verð að játa að ég hafði lúmskt gaman af Deuce Bigalow þegar hún kom út. Big Stan er virkilega low budget mynd, hún er gerð fyrir 10 milljónir dollara og það eru í raun forréttindi að sjá hana í bíó á Íslandi, hvort sem það er gott eður ei.

Leikurinn í myndinni er eins og gefur að skilja over the top, House gellan Jennifer Morrison er fáránlega hress en reynir of mikið á köflum. Stærstu brandararnir sjást í trailernum og á tímum er eins og hún fylli uppí tímann með þeirri leið að koma með eitt montage á eftir öðru. Þegar á líður á myndina breytist hún hinsvegar í algera vitleysu og verður hreint út sagt kjánaleg, en því miður ekki á hlægilegan hátt.

Það sem kom mér þó helst á óvart er svolítið sérstakur stíll þegar kemur að útliti og myndatöku sem Schneider hefur tileinkað sér, hann kom rosalega vel út og lætur myndina líta meira professional út heldur en fjármagnið gefur til kynna. Handritið er formúlukennt og myndin gerir alls ekkert nýtt, en hins vegar má segja að ég sé sáttur miðað við þá skítahrúgu sem ég bjóst við þar sem Schneider situr í leikstjórastólnum.

Niðurstaðan er því ásættanleg gamanmynd sem gerir lítið nýtt, Adam Sandler aðdáendur eiga eftir að labba út sáttari en aðrir. Ég sem Rob Schneider ,,hatari" (fullsterkt orð) get hins vegar ekki mælt með henni nema aðeins á leigumynd og ekkert meira en það. - Rétt skríður í 2 stjörnur. - 5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hancock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Öðruvísi ofurhetjumynd
Ég er ansi hrifinn af Will Smith sem leikara, hann fær allavega alltaf ákveðið goodwill hjá mér þegar ég sé nafnið hans á plakati. Ég mætti þessari mynd með talsverðar væntingar enda finnst mér Jason Bateman vera ansi skemmtilegur líka. Strax frá fyrstu mínútu er hraðinn keyrður áfram og myndin heldur í kómísku hliðarnar vel að hléi. Leikararnir standa sig allir vel í hlutverkum sínum, þó svo að handritið sé svolítið formúlukennt.

Þegar litið er á myndina í heild sinni þá er hún alger froða - en ekki endilega á slæman hátt. Myndin er með skemmtilegt plot twist sem gerir það að verkum að það sem maður býst við að gerist næst er ekki endilega það sem handritshöfundarnir höfðu í huga. Hún heldur uppi hraða og skemmtun yfir klukkustundina, en síðan hægist of mikið á henni og ókláraðir endar hér og þar koma í ljós. Það helsta sem ég saknaði var virkilega góð spenna, en það er varla hægt að segja að ég hafi verið með spennufiðring í maganum á einhverjum tíma í myndinni.

Myndin getur samt sem áður ekki ákveðið sig hvort hún eigi að vera grín eða spenna og er því eins og svart og hvítt á tímum. Þessi blanda, ásamt plot twistinu, gerir hana öðruvísi en gerir það einnig að verkum að hún fangar mann ekki jafnmikið og hún gæti annars gert.

Niðurstaðan er því vel ásættanleg og öðruvísi ofurhetjumynd en engin snilld þó. Hún hefur ofanaf manni og er sæmilegasta afþreying á hvíta tjaldinu. 2 og 1/2 stjarna. (af 4) - 6.5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Happening
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Al Gore hvað ?
Ég er mikill M. Night Shyamalan aðdáandi og hef greinilega haft meira gaman af myndum hans í gegnum tíðina heldur en aðrir. Til dæmis um þetta fannst mér Lady in the Water alls ekki jafn slæm og menn tala um enn þann dag í dag og á ég í raun erfitt með það að hugsa mér slæma mynd sem kappinn hefur gert (The Village var ekki svona slæm!!). Þegar ég frétti af því að The Happening hefði ekki verið forsýnd neinsstaðar hugsaði ég mér að þetta gæti ekki aðeins verið útaf því að Shyamalan er greinilega enn í fýlu útí gagnrýnendur sem hraunuðu yfir Lady in the Water heldur þyrfti þetta að eiga eitthvað meira með myndina sjálfa að gera. Þegar ég heyrði slúður um áætlaðan söguþráð myndarinnar var ég alls ekki hrifinn.

Ég mætti myndinni með mjög opinn huga og jafnvel fékk Shyamalan smá forskot hjá mér, enda er ég stór aðdáandi. Myndin fer rólega af stað og tekur aldrei á loft, og þó svo að upprunalega hugmyndin sé rosalega góð þá er plottið sem Shyamalan fer með myndina útí alls ekki nógu sterkt til að halda henni gangandi alla leið. Shyamalan hefur
aldrei verið leikstjóri sem nær því besta úr leikurunum, en það er hins vegar einkennandi stíll hans sem er venjulega ríkjandi út allar myndir hans sem að yfirgnæfir nánast allar stjörnuframmistöður leikara, nema kannski Haley Joel Osment, ungstirnið í The Sixth Sense. Zooey Deschanel er hræðileg framanaf, en batnar þegar á líður og maður fékk á tilfinninguna að Marky Mark væri ekki alveg viss með hvernig hann ætti að nálgast hlutverk sitt. Besti leikur myndarinnar sést hjá Betty Buckley, en frammistaða hennar minnti mig um margt á Kathy Bates í Misery.

Þegar á líður nær hún að byggja upp spennu í 20 mínútur eða svo, og má segja að það sé besti kaflinn. Bregðuatriðin eru fá og langt á milli, og spennuatriðin í myndinni eru vægast sagt hlægileg miðað við plottið sem Shyamalan byggir myndina upp með. Ég náði að gera það sem margir náðu ekki að gera í bíósalnum, ég sætti mig við plottið og gerði mitt besta til að reyna að lifa mig inní það sem var að gerast. Þrátt fyrir það
varð ég ekki verðlaunaður, líkt og t.d. í Indiana Jones 4 nýtur maður myndarinnar mun betur ef maður nær að sætta sig við ótrúlegustu hluti sem gerast í þeirri mynd.
Þó svo að maður gerir það í þessari mynd þá fær maður ekkert fyrir það, hún verður ekkert betri eða meira spennandi fyrir vikið. Ef við tökum dæmi úr Signs þá hefur hún
mikið af fáránlegum hlutum, eins og hringlaga hurðarhúna og vatn (þið vitið öll hvað ég er að tala um) sem voru virkilega kúl vegna þess að þau voru svo absúrt en The Happening hefur ekkert af þessu, hún er hálfpartinn raunsærri en hinar myndirnar hans og verður veikari fyrir vikið, því hún reynir að taka á þjóðfélagsmáli sem við vitum öll af, en á fáránlegan hátt.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá fannst mér myndin ókláruð, mikið var asnalega klippt og hljóð í sumum mest spennandi atriðunum virkaði ekki, það voru aðeins skruðningar.
Stíll Shyamalan náði alls ekki að njóta sín og maður fékk á tilfinninguna að það væri verið að spara fullmikinn pening. Myndin er gríðarleg vonbrigði, sérstaklega fyrir aðdáendur meistarans. Upprunalega hugmyndin er góð en útfærð á gegnsæjan og fyrirsjáanlegan hátt. 1 og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bella
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Átti ég að gráta í endann ?
Ég er þónokkuð ofurhetjunörd og er á því að hægt sé að flokka ofurhetjumyndir í 3 flokka: Rusl, töff eða skemmtileg (sumar ná að vera bæði töff og skemmtilegar, en mjög sjaldan). Iron Man flokkast klárlega undir ,,skemmtileg", og með vott af smá ,,töff" líka því gadgets í þessari mynd eru hrein og klár snilld!

Myndin er að gera nákvæmlega ekkert nýtt enda bjóst ég svosem ekki við því, og er eiginlega alveg sama. Ég vildi fá hreina skemmtun og henni tókst að útvega mér hana. Robert Downey Jr. er kostulegur í hlutverki sínu og heldur myndinni algerlega uppi með frammistöðu sinni. Þó svo að maður hafi ekki mikinn áhuga á þessu genre þá er þessi mynd þess virði að sjá í bíó, þó svo að það væri ekki nema vegna visual effects og tækninnar í henni.

Ég fékk þægilegan sumarfiðring í magann þegar ég horfði á þessa mynd, en það var bara svo yndislegt að geta horft á mynd sem er ekkert annað en skemmtun alveg út í gegn. Það eina sem fór í taugarnar á mér er þessi endalausa kanadýrkun Bandaríkjamanna, myndin er hrein barátta við hryðjuverkamenn og það er ýjað að því alla myndina hvað þeir eru heimskir og asnalegir eins og þessir talíbanar hljóta nú að vera.

Þegar uppi er staðið er þetta hrein popp og kók bíóskemmtun og ansi góður grunnur fyrir þríleikinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Iron Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórmynd sumarsins stendur fyrir sínu
Ég er þónokkuð ofurhetjunörd og er á því að hægt sé að flokka ofurhetjumyndir í 3 flokka: Rusl, töff eða skemmtileg (sumar ná að vera bæði töff og skemmtilegar, en mjög sjaldan). Iron Man flokkast klárlega undir ,,skemmtileg", og með vott af smá ,,töff" líka því gadgets í þessari mynd eru hrein og klár snilld!

Myndin er að gera nákvæmlega ekkert nýtt enda bjóst ég svosem ekki við því, og er eiginlega alveg sama. Ég vildi fá hreina skemmtun og henni tókst að útvega mér hana. Robert Downey Jr. er kostulegur í hlutverki sínu og heldur myndinni algerlega uppi með frammistöðu sinni. Þó svo að maður hafi ekki mikinn áhuga á þessu genre þá er þessi mynd þess virði að sjá í bíó, þó svo að það væri ekki nema vegna visual effects og tækninnar í henni.

Ég fékk þægilegan sumarfiðring í magann þegar ég horfði á þessa mynd, en það var bara svo yndislegt að geta horft á mynd sem er ekkert annað en skemmtun alveg út í gegn. Það eina sem fór í taugarnar á mér er þessi endalausa kanadýrkun Bandaríkjamanna, myndin er hrein barátta við hryðjuverkamenn og það er ýjað að því alla myndina hvað þeir eru heimskir og asnalegir eins og þessir talíbanar hljóta nú að vera.

Þegar uppi er staðið er þetta hrein popp og kók bíóskemmtun og ansi góður grunnur fyrir þríleikinn. 3 stjörnur - 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Band's Visit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Öðruvísi gamanmynd
Ég hef lengi beðið eftir mynd sem er undir beinum áhrifum Wes Anderson og ég tel mig hafa fundið hana. Þetta er algert Wes Anderson RIPOFF þegar kemur að stílnum, myndatöku, leikstjórn, leik og bara allt!

Myndin fjallar um gistingu hljómsveitar yfir eina nótt í einhverjum skítabæ sem má eflaust líkja við Blönduós. Hópurinn skiptist í 3 hluta og við fylgjumst með hverjum hluta á frekar fyndinn hátt.

Það sem mér fannst sérstakt við þessa mynd var að langfyndnustu atriðin eru þau sem ekkert er talað í, algerlega no dialogue. Myndin er ótrúlega fyndin framanaf, líklega með mörgum af fyndnustu atriðum sem ég hef séð það sem af er ári en þegar líður á seinni hluta hennar þá verður hún of þunglamaleg, enda er hún með ansi djúpu ívafi.

Þetta leiðir til þess að myndin verður fullkaflaskipt að mínu mati, sem mér finnst rosalega leiðinlegt því það var eins og hún gæti ekki ákveðið hvort hún væri gamanmynd eða drama. Vissulega er ótrúlega gaman að horfa á myndir sem eru samanfléttar á þannig hátt en þessi mynd var það bara alls ekki, hún er eins og svart og hvítt.

Myndin er samt sem áður alls ekki fyrir alla, þeir sem eiga eftir að fíla hana eru þeir sem finnst gaman að þurfa að leita eftir húmornum, og eru allavega ekki jafnhrifnir af bröndurum sem liggja á yfirborðinu. Mesti húmorinn fer í það að hlægja að aðstæðum persónanna í myndinni, líkt og gerist í The Office eða eitthvað þvíumlíkt. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shine a Light
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allskostar frábær tónleikamynd
Ég er ekki mikill Stones aðdáandi, líklega ekki meiri né minni en hinn venjulegi tónlistaráhugamaður. Ég var hins vegar spenntur þegar ég sá að Scorsese væri að fara að leikstýra þessari mynd um meistarana.

Scorsese tekst að pota inn klippum frá fyrstu dögum bandsins á stórskemmtilegan hátt. Maður hafði á tilfinningunni að hann væri að klippa þetta eins og tónlistarmyndband, þ.e. 2-3 lög og svo kom gamalt viðtal þar sem aðeins var sýnt "spurning - svar", "spurning - svar" og svo var manni hent aftur í tónleikana. Þetta heppnaðist eins ákjósanlega og hægt var að búast við.

Myndin er í höndum fagaðila allan tímann, á hvíta tjaldinu sem og á bakvið það og fyrir þá sem fíla ekki Rolling Stones þá er ótrúlega mikið að sjá fyrir venjulegan bíómyndaaðdáanda. Hljóðið er t.d. frábært (myndin á að spilast í botni!) og myndatakan er GEGGJUÐ! Fyrir þá sem eru að vonast eftir einhverju öðru en tónleikamynd og velta aldrei fyrir sér hlutum eins og einmitt hljóði, myndatöku, klippingu og öðru þess háttar eiga ekki að leggja leið sína á þessa mynd.

Ég var hins mjög ósáttur með tilraun bíóhússins að eyðileggja þessa upplifun mína, ég skil hreinlega ekki af hverju allar græjur eru ekki í botni á svona mynd. Þegar maður heyrir poppskruðninga í miðju lagi þá veit maður að ekki er allt eins og það á að vera. Þetta er bíómynd sem á að spilast í botni og Sambíóunum Kringlunni tókst ekki að fullnægja þeirri þörf hjá mér, og mörgum öðrum sem voru í salnum. Burtséð frá því þá er þetta stórskemmtileg mynd, fyrir mig sem er ekki Stones aðdáandi þá eru þetta 3 stjörnur, en fyrir forfallna Stonesara þarna úti þá er þetta að sjálfsögðu fullt hús, 4 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
21
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kemur á óvart
Ég fíla spilavítismyndir ekkert meira en hinn venjulegi náungi en þessi mynd kemur mér á óvart. Það er þó helst stíllinn sem mér finnst halda henni uppi og það að ég virkiiiiilega fíla aðalleikarann en ég sá hann síðast í Across the Universe (ef ég væri með svona rödd þá myndi ég syngja sjálfan mig í svefn á hverju kvöldi).

Myndin er skemmtilega leikin og karakter Kevin Spacey er ekkert annað en eitt stórt samansafn af one-linerum, en hann fær mann til að gera það sem hann á að gera: að láta áhorfandann hata hann.

Myndin er hins vegar uppfull af klisjum en það fór ekki í taugarnar á mér, endaplottið er svo virkilega skemmtilegt.

Myndin hafði ofanaf mér á fínasta hátt í þessa tvo tíma, og ég bjóst svosem ekki við meiru. Þetta er hin fínasta skemmtun og hreint út sagt afbragðsmynd. Því miður held ég að hún lifi stutt í minni mínu, en hún skildi við mig vel sáttan, klisjurnar fóru ekki í taugarnar á mér. Ég kem sjálfum mér á óvart hérna og held ég geti klárlega mælt með henni ef þú vilt ekkert meira en virkilega skemmtilega afþreyingu. 3 stjörnur - 7.5/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Awake
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki nógu öflug
Ég gjörsamlega fyrirlít Hayden Christensen sem leikara og hann er við sama heygarðshornið í þessari mynd, en hann náði að toppa sín ömurlegheit síðan úr Jumper, og þá er mikið sagt. Ég hreinlega skil ekki hvað fólk sér við hann, í alvöru talað! OK hann var fínn í Life as a House en ,,his crappy acting is ruining saga" viðhorf í Star Wars (setningin er úr Clerks II) sýnir það að hann er hræðilegur leikari.

Myndin byrjar vel og nær að halda dampi alveg þangað til ástæðan fyrir því að myndin er kölluð "Awake" kemur fyrir. Það er eins og að "eftir hlé" að hún fari á á eitthvað rosalegt sýrutripp sem er alls ekki að gera sig. Ég verð samt að segja að fram að því þá virkilega fílaði ég hana, ég vildi vita hvað gerðist næst þó svo að leikararnir hafi farið svolítið í taugarnar á mér og ég hafi því engan veginn náð að tengja mig við það sem var að gerast, en það er kannski af því að mér finnst þessi hugmynd mjög góð, þ.e. að vera vakandi þegar maður er í aðgerð, og hef ég alltaf velt því fyrir mér hvenær það ætti að gera mynd um þetta. Ég vonaði bara að hún yrði ekki svona léleg.

Jessica Alba hefði betur haldið sig heima í staðinn fyrir að leika í þessari mynd og Fisher Stevens hefði einnig átt að halda sig í þættinum sem voru á stöð 2 þar sem aðalsögupersónan fær morgunblað morgundagsins á morgnana. Ég sá þessa mynd fyrir rúmri viku síðan og ég á bágt með að muna hvað gerðist í henni. Í heildina litið þá er þetta dauf frammistaða leikara og...hálfdautt performans yfir allt saman, þetta er í besta falli spólumynd. 1 stjarna - 2.5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Definitely, Maybe
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Væmin, en skemmtileg, áróðursmynd
Leið myndarinnar til að segja söguna er ansi skemmtileg og hún missir aldrei dampinn alveg útí gegn. Það sem mér finnst koma niður á henni er helst til hvað leikurinn, en hann er ekki sá besti sem ég hef allvega séð. Markmið leikaranna í myndinni á að vera að koma karakternum til skila, en oftar en ekki náði ég ekki að átta mig á sumum karakterum eða hreinlega líkaði ekki við þá. Rachel Weisz hefur munað sinn fífil fegri en Ryan Reynolds var í besta falli ásættanlegur. Abigal Breslin úr Little Miss Sunshine fær plús útá dúllufaktorinn og er ljósasti punkturinn þegar kemur að leikurunum, mér fannst nú samt hálfgerður "handritsfnykur" af þessum leik öllum saman, og fór það í taugarnar á mér.

Myndinni tekst samt sem áður ætlunarverk sitt, hún hefur ofanaf manni í skemmtilegri ástarsögu og því ætti maður ekki að kvarta mikið. Myndin hefur nú ekki beint mikið kjöt á beinunum en ætlunarverk hennar er kannski bara að hafa ofanaf manni. Maður á þó bágt með að trúa sumum hlutunum sem Ryan er að segja dóttur sinni frá.

Að Ryan vinni fyrir Bill Clinton í myndinni er fullheppilegt þegar stutt er í forkosningar í Bandaríkjunum og fór það svolítið í taugarnar hvað það var leyndur áróður alla myndina út í gegn. Þegar botninn er á hvolft þá er þetta típísk spólumynd, þar sem leikararnir eru helsti gallinn en sagan þó skemmtileg og hefur vel ofanaf manni, og ég hef á tilfinningunni að fólk sé aðeins að leita eftir því, ef svo er þá veldur hún ekki vonbrigðum. 2 stjörnur, 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tropa de Elite
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér líður eins og trukkur hafi keyrt yfir mig
Ég játa það að ég vissi ekkert hvað ég var að fara útí þegar ég sá myndina fyrst, og ég held nokkurnveginn að sá sem les þetta sé á sömu blaðsíðu og ég var á. Myndin fjallar frá A til Ö um ótrúlega spillingu lögreglunnar í Rio de Janeiro í Brasilíu og "baráttu" tveggja nýliða við hana. Sérsveit sem kallar sig BOPE vinna hart gegn spillingunni og myndin fléttast í gegnum þessi tvö sjónarhorn.

Þegar ég les ýmislegt um þessa mynd á veraldarvefnum þá tek ég eftir því að fólk veit lítið hvað á að segja um hana, þ.e. margir virðast alveg gáttaðir á því sem þeir sáu á skjánum og góða umfjöllun er vart hægt að finna. Ég er hálfpartinn í sama pakka.

Myndin sækir margt í City of God, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestu kvikmyndaáhugafólki, sögusviðið, útlit myndarinnar, spilling lögreglunnar og kaótísk handycam myndatakan er algert City of God "rip-off" ef svo má að orði komast. Ég er þó ekki að segja að söguþráðurinn sé eins, en mikill munur er á þessum tveimur myndum.

Þetta er hálfgerð heimildarmynd sem sýnir sannleikann svart á hvítu hvernig ástandið er í borginni, spillingin er svo hreint út sagt ótrúleg að maður getur vart trúað henni. Fyrri hluti myndarinnar fjallar um spillingu lögreglunnar og fordóma uppdópaða almúgans fyrir þeim, og fannst mér það frekar langdregið á þeim tímapunkti. Þegar líður á seinni hlutann fer maður að gera sér grein fyrir því að öll atriðin um spillinguna voru nauðsynleg og í raun og veru uppbygging fyrir það sem koma skal. Ein af sterkari hliðum myndarinnar er einmitt sú að ekkert atriði er ónauðsynlegt, öll atriðin hafa hlutverk.

Myndin er ótrúlega vel leikin og þetta hráa útlit sem hún hefur nær sér algerlega til áhorfandans. Myndin ýtir manni í þá átt að maður verður að halda með einhverjum aðila og það segir sitt að ég var frekar reiður í enda myndarinnar, sem segir manni það að myndinni tókst ætlunarverk sitt.

Ég hef heyrt marga segja að þetta sé stórlega ofmetin mynd, en sannleikurinn er sá að hún er bara ekki fyrir alla, en ef þú fílaðir City of God þá fílaru þessa, einfalt mál. Raunveruleikinn hefur sjaldan verið hrárri og það er einmitt það sem gerir þessa mynd svo ótrúlega djúsí. Ég verð eiginlega að sjá hana aftur og aftur (og aftur...og aftur) til að mynda mér lokaálit á henni en eins og stendur þá er þessi mynd búin að helgrípa huga minn og fær því 4 stjörnur af 4 - fullt hús. Ég mun klárlega fara á hana 2-3x á Bíódögum Græna Ljóssins. Ef þú ætlar að sjá eina mynd á árinu sjáðu þá þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
10,000 BC
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eitt almesta rusl sem ég hef séð
Þessi mynd er rusl frá upphafi til enda. Ég á bágt með að skilja hvernig leikstjóri Independence Day gat komið með svona ömurlega mynd. Burtséð frá óteljandi staðreyndavillum í þessu rusli þá er leikurinn, handritið og eiginlega allt bara mjög illa gert. Það skín í gegn að metnaðarleikinn er enginn og ég er eiginlega agndofa yfir því að ég hafi setið í 110 mínútur og horft á þennan viðbjóð.

Það sem fer mest í taugarnar á mér að þetta tímabil (10.000 árum fyrir krist) býður uppá svo ótrúlega skemmtilegt kvikmyndaefni og mann virkilega langar að sjá myndir sem gerast á þessu tímabili. Í þessu tilviki þá er sú hugmynd kannski upprunalega til staðar en leikstjórinn nær engan veginn að útfæra það á hvíta tjaldið. Það versta við þetta er að það sem maður myndi halda að væri ljósasti punktur myndarinnar, tæknibrellurnar eru fokkin lélegar!

Ég skil ekki af hverju einhver sagði ekki á einhverjum tímapunkti "heyrðu...hvað erum við að gera hérna? Þessi mynd er algert krapp og mig langar ekki til að eyða tíma áhorfenda og skilja við þá pirraða og leiða í lok myndar". En því miður gerði það enginn, og þarafleiðandi flykkist fólk í bíó og borgar pening til að eyða tíma fyrir framan þetta rusl.

Sorglegasta við þetta er að þessi mynd er típísk mynd sem að 6-12 ára aldurshópurinn hefur gaman af, en myndin sjálf er bönnuð innan 12! Það er ekkert blóð í þessari mynd, bardagaatriðin eru ömurleg og þegar ég segi að hápunktur myndarinnar hafi verið þegar aðalpersónan át chili-pipar í fyrsta sinn þá veit maður að eitthvað fór úrskeiðis.

Til að auka ofaná pirringinn sem situr í manni þegar maður horfir á þessa mynd þá kemur sögumaður og talar ofaní allt. Þetta er greinilega leið leikstjórans til að tengja myndina saman svo maður fatti hvað er að gerast því hann gat ekki drullast til að gera það á einhvern annan hátt. Sögumaðurinn talar við áhorfendur eins og þeir séu mongólitar og geti ekki lagt saman 2 og 2(er þetta samt ekki sá sami og var í 300?)

Niðurstaða mín er sú að þessi mynd er algert rusl, það þarf mikið til þess að skilja við mig pirraðan í lok myndar en henni tókst það. Takið samt eftir því að þegar ég skrifa þessa umfjöllun þá er rúmlega sólarhringur síðan ég sá hana og vitiði hvað...ég er ennþá pirraður! 0 stjörnur, 0/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In Bruges
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
They're filming midgets!
Ég verð að segja að þetta er í fyrsta sinn sem ég virkilega fíla Colin Farrell, en hann er algerlega í essinu sínu í þessari mynd. Leikurinn er hreint út sagt frábær og Raph Fiennes er drullutöff sem rosalegur douche. Myndin er keyrð áfram af rosalega miklu blóti og setningum sem eru virkilega siðferðislega rangar ásamt því að vera með hörkubyssuatriðum.

Myndin er hins vegar ekkert að flýta sér en ég hef á tilfinningunni að ef hún hefði verið stytt hefði hún verið ansi þurr ræma, og ég náði einnig ekki að setja puttann á hlutverk Theklu Reuten sem hótelstýruna í myndinni. Maður var orðinn hálfþreyttur á djókunum undir endann, ég var farinn að vonast eftir einhverju öðru en negra-, dverga- og Brusseldjókum.

Hún er hálfgerður farsi og er eiginlega alveg á grensunni allan tímann á því að vera gjörsamlega útí hött en fer ekki í þá átt, þetta er hennar helsti styrkleiki og sá sem virkilega hélt mér við skjáinn. Mér fannst líka að myndin vissi ekki hvað hún væri, þ.e. að hún ætti erfitt með að flokka sig sem spennu, drama, svartan húmor eða hvað það er en þetta þarf þó ekki að vera slæmur hlutur. Mér finnst gott að geta ekki sett hana í einhvern kassa með myndum sem hún á að tilheyra og það er eiginlega ósanngjarnt að bera hana saman við aðrar svipaðar myndir (Shoot'Em Up t.d.).

Þegar upp er staðið þá er þetta ótrúlega skemmtileg og virkilega fyndin mynd sem hefur ofanaf manni (og vel það) allan tímann. 3 stjörnur 8/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lars and the Real Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Furðuleg skemmtun
Myndin nær að halda manni föngnum alveg frá upphafi til enda og hún er með rosalega rólegu yfirbragði. Það besta við myndina verður að segjast vera ótrúlegur leikur Ryan Gosling og fáránlega flott handrit, og er þessi mynd gott dæmi um það að undir góðri leikstjórn, handrits og leiks er hægt að gera hjartnæma sögu alveg sama hvert viðfangsefnið er.

Hversu fáránlegt viðfangsefnið er gerir manni bágt að skilja hana sem meira drama heldur en gamanmynd en henni tekst að koma því ansi vel á leiðarenda.

Eina sem fór í taugarnar á mér var hversu cheasy bærinn tókst á við þetta ástand hans, en allt í allt er þetta alveg frábær mynd. Frábært handrit og ótrúlegur leikur Ryan Gosling. 3 og 1/2 stjarna - 8.5/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heiðin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skilar sér ekki til áhorfandans
Sögusvið myndarinnar er alíslensk náttúra eins og við þekkjum hana öll, en það er bara ekki nóg. Myndin byrjar ágætlega og hefði eflaust verið mun skemmtilegri sem kómedía, en hún fer hina leiðina og fjallar á semi-dramatískan hátt um aðalpersónurnar. Samband aðalpersónanna er eitthvað sem nær aldrei að skila sér til áhorfandans og í rauninni áttaði ég mig ekkert á sambandi allra persónanna út myndina. Þrátt fyrir að byrja vel þá missir hún dampinn og nær aldrei að koma honum upp aftur.

Sögusviðið, þ.e. kassinn er gott efni í stuttmynd en ekki viðfangsefni í 90 mínútna mynd (þó svo að samband persónanna eigi náttúrulega að vera umfjöllunarefnið). Maður var hálföskrandi allan tímann á þá að skila kassanum, drífa sig í veisluna og þá hefðum við verið að tala saman!

Myndin var með potential og handritið eiginlega líka, en hún bara nær ekki að skila sér til áhorfandans, svo einfalt er það. Ef hún hefði gert það þá værum við að tala um algera snilld. Myndatakan er með því skársta og leikurinn er fínn. 1 stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Semi-Pro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Máttlaus en samt hlægileg
Will Ferrell nýtur lítillar hjálpar frá meðleikurum sínum í þetta skiptið (Hvar var frat-packið!) en hann sjálfur eiginlega heldur myndinni uppi. Hún er vel fyndin og skemmtileg alveg út í gegn en ég verð að segja að hann getur betur. Þetta var eiginlega bara ein stór súpa typpa, kúk og piss bröndurum. Þegar ég segi það þá meina ég það ekki á góðan hátt, þ.e. svona brandarar eru fyndnir ef þeir eru framkvæmdir á réttan hátt (sbr. Superbad). Þó svo að myndin sinni skemmtanagildi sínu þá gerir hún það rétt svo, maður verður hálfþreyttur á þessu öllu saman. Það hefði getað verið hægt að gera svo miklu meira með sögusviðið, enda 80's fílingurinn ágætis myndefni. Hún nær að hafa ofanaf manni (rétt svo) í 90 mínútur en gleymist fljótt og því verður þetta að teljast vonbrigði frá manni sem færði okkur Anchorman og á son sem heitir Magnus.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gone Baby Gone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sterkt handrit kemur til bjargar
Fyrir mann sem hefur ávalt fyrirlitið Ben Affleck en þó enn meira bróður hans Casey Affleck sem mér hefur alltaf fundist vera sorgleg afsökun fyrir leikara, þá er það erfitt að kyngja stoltinu og segja að þessi mynd er afskaplega vel gerð í flesta staði.

Ben Affleck tekst furðulega vel að búa til flott sögusvið og koma á leiðarenda átakanlegri mynd sem á eflaust eftir að falla í kramið hjá velflestum. Helsti styrkleiki myndarinnar er hversu raunveruleg hún virkar og hjálpar myndatakan þar mikið til, en það er ótrúlegt hversu sterkur grunnur handritið er og hvað það er í raun fáránlega sterkt og vel skrifað - það skín algerlega í gegn. Sögusviðið eru innviðar lægstu stéttar samfélagsins í Boston og fjallar myndin um hvarf 2 barna og hvernig Casey Affleck tekst að rannsaka mál þeirra beggja. Hún fléttar saman hvörfin tvö ansi vel og nær að mynda sér smá svona "fyrir hlé - eftir hlé" stemningu vegna þess hversu kaflaskipt hún er á milli þessara tveggja mála.

Ég hef alltaf hatað Casey Affleck, einfaldlega vegna þess að mér finnst hann ömurlegur leikari (jafnvel verri en Hayden Christensen og þá er mikið sagt), en eftir að ég sá hann í Jesse James þá hefur álit mitt hækkað. Eftir þessa mynd hefur það hækkað enn meir og greinilegt er að ég verð að gefa honum annan sjens. Það sem fór þó mest í taugarnar á mér varðandi myndina er að þrátt fyrir að hún er mjög góð í flestalla staði er hræðilegur leikur Michelle Monaghan í hlutverki sínu sem Angie Gennaro. Það er varla að ég hafi munað eftir henni þegar ég skrifa þessa "rýni" en hún algerlega hverfur í myndinni og ég hvet ykkur til að fylgjast með hversu virkilega gagnslaus hún er í raun og veru þegar þið horfið á myndina.

Mér finnst ótrulegt að fávitinn Ben Affleck sem ég sá síðast með einhver horn á hausnum í Daredevil hafi náð að hrista þetta drullugóða verk uppúr erminni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Diving Bell and the Butterfly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einfaldleikinn skín í gegn
Myndin er einföld saga frá manni sem lifði hálfmögnuðu lífi eftir heilablóðfall sem skildi hann eftir lamaðan allsstaðar nema á vinstra auganu (og augnlokinu þar með). Það sem mér finnst skilja mest eftir sig af þessari mynd er einfaldleikinn sem skín í gegn og heldur sér algerlega út myndina. Leikurinn er frábær og klippingin og myndatakan er (fokkin) geðsjúk! Mér finnst myndin ekki endilega fjalla um ömurleika þess að vera fastur í sínum eigin líkama, heldur finnst mér hún fjalla meira um líf hans sem persónu og hans leiðir til að kljást við þessi atriði sem hefta honum svo mikið. Strax og myndin verður of bjartsýn í flassbökkum Bauby til lífsins sem hann lifði fyrir heilablóðfallið þá kemur snilldarklipping sem kippir manni aftur niður á jörðina og sýnir manni svellkaldan raunveruleikan eins og hann er þar sem Bauby er fastur á sjúkrahúsi. Myndin nær að fanga innilokunarkenndina rosalega vel og tekst í raun mjög vel í flestum hlutum sem hún tekur fyrir.

Schnabel hefði hins vegar getað hamrað miklu betur á 1.persónu lúkkinu sem mér fannst svo flott og einnig farið betur inná einfaldleika umhverfisins(ekki það að ég geti skýrt það út nánar). Það fór líka rosalega mikið í taugarnar á mér hvað hann kafaði ekki nógu djúpt í persónurnar sem voru í kringum Bauby út myndina, t.d. svarta manninn sem var alltaf að heimsækja hann eða Beirut gaurinn í flugvélinni.

Þessi mynd reynir talsvert á þolinmæði því það er óhætt að segja það að hún sé ekki beint venjuleg mynd, þannig að hún er alls ekki fyrir alla. Klárlega ein af betri myndum ársins 2007, og persónulega fannst mér hún eiga Óskarinn meira skilið en La vie en Rose. 7.5/10 - 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Be Kind Rewind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gondry veldur ekki vonbrigðum
 Michael Gondry hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, þá sérstaklega vegna einstaks stíls hans. Hann misstígur sig alls ekki í þessari mynd, og ég held ég hafi varla hætt að hlægja allan tímann. Þó átti ég rosalega erfitt með að átta mig á persónu Jack Black í myndinni en Mos Def stendur sig helvíti vel. Það sem einkennir myndina helst er að hún flæðir áfram eins og hugmyndir Gondry...manni finnst eins og næsta skref gæti verið hvað sem er og það er einmitt það sem rígheldur manni. Myndin er alveg ótrúlega spes en flott yfir höfuð, en ég er þó ekki viss um að þeir sem fíla ekki Gondry eða hafa bara alls ekki gaman af honum eigi ekkert erindi á þessa mynd. Þrátt fyrir að vera virkilega cheasy þegar dregur á myndina og að hún slútti eins og Gondry einum er lagið þá fær þessi mynd verðskuldaðar 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Before the Devil Knows You're Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Misheppnuð
Myndin skartar prýðisleikurum, þ.á.m. er það Philip Seymour Hoffman sem er gjörsamlega frábær og Ethan Hawke leysir sitt hlutverk ansi vel líka. Myndin fer þó mis á þetta tímaflakk sem er í gangi allan tímann og vel hefði verið hægt að stytta hana um 30 min. Hún nær ekki að halda uppi neinum hraða eða spennu og manni er hálfpartinn sama þó svo að karakterarnir í myndinni sökkvi dýpra og dýpra inní hyldýpi lyga eftir því sem líður á myndina. Ég bjóst nú ekki við miklu þegar ég fór á myndina, en ég verð að segja að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum. 1 og 1/2 stjarna Í MESTA LAGI 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The King of Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Innsýn inn í nördaheim
Ég er mikill Donkey Kong aðdáandi og hef spilað þennan útúrsteikta leik frá því ég var lítill krakki. Ég er einmitt einn af þeim sem hef aldrei náð að komast lengra en borð 3 eða 4 því þar hættir þessi meðalgóði spilari.

Í myndinni er farið í gegnum ferli sem einn maður fer í gegnum til að slá 25 ára gamalt Donkey Kong heimsmet og við fáum svona smjörþefinn af þessum heim sem búið er að búa til í kringum "arcade" tölvuleikina vestanhafs. Myndin er ótrúlega skemmtileg og hún nær að mynda góða stemningu í kringum skemmtilegt viðfangsefni og neyðir mann til að taka hliðar í málefninu sem um ræðir, þ.e. tilraunina við heimsmetið. Mjög skemmtileg heimildarmynd.

Myndin er þó frekar stutt, þannig að það er óhætt að segja að hún teygi ekki lopann. Myndin hefur vakið gríðarlegt ósætti innan arcade tölvuheimsins vegna atriða sem nánast eru búin til í myndinni, en myndin reynir að láta það sýnast svo að spilling sé innan samtakanna sem sér um það að halda utanum heimsmetin, og ég verð að segja að það er nokkuð til í þessu hjá þeim. Því má segja að þetta sé alls ekki hlutlaus heimildarmynd, heldur býr hún til aðstæður til að auka skemmtanagildið.

Þetta er frábær skemmtun en þó ekki hrein heimildarmynd eins og ég var að vonast eftir, 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jumper
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd sem ég er strax búinn að gleyma
Jumper er sæmileg afþreying og varla meira en það. Söguþráðurinn og hugmyndin sjálf finnst mér alveg nokkuð spennandi en þegar líður á myndina þá verður hann þreyttur ásamt því að vera algerlega í lausu lofti frá upphafi til enda. Leikararnir eru vægast sagt ömurlegir, það hjálpar þó ekki til að mér finnst þessi O.C. stelpa hræðileg og Hayden Christensen fer vægast sagt ótrúlega mikið í taugarnar á mér eftir að ég sá hans "crappy acting is ruining saga" í Star Wars. Myndin skilur eftir ótrúlega mikið af lausum endum og er ekkert annað en einhver tilraun til Hollywood blockbusters sem að heppnaðist þegar kemur að því að koma fólki í bíó en að fullnægja skemmtanagildi þeirra þá skilur hún ekkert eftir sig. 1 og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Into the Wild
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Little Miss Sunshine ársins 2007
Ég er einn af mörgum sem var búinn að bíða lengi eftir þessari mynd og má því segja að væntingarnar hafi verið mjög miklar. Sean Penn tekst ótrúlega vel þar sem hann situr í fyrsta skipti í leikstjórastólnum og handritið er frábært einnig. Ég er ekki frá því að Hirsch sé einn af mínum uppáhaldsleikurum eftir að ég sá þessa mynd.

Myndin er rosalega róleg en hún nær að ríghalda manni við skjáinn með flottum skotum, áhugaverðum persónum og fleiru. Myndin er í raun lífssaga eins manns, og frá upphafi til loka nær sagan algerlega að fanga þann sem horfir á og persónurnar sem hann hittir á leiðinni eru hverri annarri áhugaverðari og skemmtilegri. Svo skemmir ekki að Pearl Jam er sett í að tengja saman atriðin (þið fattið þetta sem hafið nú þegar séð myndina!)

Ástæðan fyrir því að ég kalla þetta Little Miss Sunshine ársins 2007 er að hún er svipuð þroskasaga og hún, þó svo að þær eigi lítið annað sameiginlegt en að vera vegamyndir. Þetta er líka lítil og sæt indie mynd og vonandi að hún haldi sér þannig því það hjálpar uppá það álit sem maður hefur á henni. Hún er þó, þrátt fyrir þetta, smá (bara smá!) langdregin og því fær hún 3 og 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rambo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd með balls!
Þessi mynd er hræðilega leikin, með ömurlegt handrit með hörmulegum samræðum og maður eyðir mestöllum tímanum hlægjandi að þessu öllu saman.

Það er hins vegar ekki það sem skiptir máli. Það sem skiptir máli er hvað Stallone er óendanlega nettur í þessari mynd, mynd sem er með ruglustu bardagaatriði sem ég hef séð í langan tíma (þegar Rambo skýtur einhvern þá eru greinilega 90% líkur að hann fari í tvennt!). Hraðinn sem keyrir þessa absúrd mynd áfram gerir það að verkum að eistun á manni þrefaldast og óhætt er að segja þetta er klárlega mesta testosterón mynd sem ég hef séð síðan 300 kom út.

Stallone gerði sér grein fyrir því að hann er leikari sem er varla fær að koma setningu útúr munninum á sér án þess að hljóma eins og drukkinn sjómaður þannig að hann lætur kúlurnar tala. Þetta er ein alruglaðasta mynd sem ég hef séð í langan tíma og ég er drullusáttur með það! 3 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Atonement
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Epic legend
Atonement er á margan hátt þessi hefðbundna breska "upper class" mynd sem við mörg hugsum um þegar við hugsum um Bretland. Myndin sjálf er alveg frábær, og geng ég svo langt að segja að þetta sé skyldusjón fyrir alla sem þyrstir í epic mynd.

Leikararnir sinna hlutverki sínu að prýði og hvernig handritið nær að flæða í gegn út myndina er hreint með ólíkinum, aldrei er dauð stund. Myndin byggist upp á sterkum persónuleikum karakteranna og er því óhjákvæmilegt að leikararnir haldi myndinni algerlega uppi, sem og þeir gera.

Það sem mér finnst helst skemmtilegast í myndinni er að sjá hversu mikið James MacAvoy hefur vaxið sem leikari á undanförnum árum.


3 1/2 stjarna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Brúðguminn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Algjör farsi
Myndin er á toppnum á Íslandi 3.vikuna í röð og ég skil ágætlega af hverju. Það er vel hægt að hlægja að henni og persónurnar eru kostulega skrifaðar og skemmtilegar. Hins vegar fannst mér eiginleg allan tímann eins og þetta væri ekki alvöru mynd, eins og þetta væri bara eitt stórt djók og að Baltasar ætti eftir að stökkva fram á sviðið á hvaða tímapunkti sem er og segja okkur öllum að við hefðum verið Tekin. Eða eitthvað. En nei, hún hélt sínu gengi þessar 100 mín. sem hún er að lengd(eða svo) og tókst svona sæmilega upp. Hún nær þessu íslenska "lúkki" alveg ótrúlega vel. Þegar ég lít á myndina eins og allar aðrar myndir þá skilur hún ekkert eftir sig, hún hafði ofanaf mér (varla þó) en þó svo að ég hafi ekki brosað yfir henni þá finnst mér hún vel koma sínu til skila. Málið er bara það að ég er ekki hluti af markhópnum, hún höfðar greinilega alls ekki til mín. Mér leið eins og ég væri að horfa á leikrit. Til að hafa gaman af myndinni þá verður að horfa á hana sem einn stóran farsa og helst eitt stórt leikaraflipp því þannig leið mér á henni. Eins og leikararnir hefðu allir dottið á eitt stórt fyllerí í nokkrar nætur útí Viðey og þetta hafi verið niðurstaðan. 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð fyrir 13 ára emokids
Tim Burton nær að búa til alveg magnað umhverfi í þessari mynd og nær á engan hátt að klúðra henni, satt best að segja er þetta ein af hans betri myndum í mjög langan tíma og ein sú sérstæðasta ef við lítum á það hversu dimm hún er. Söngurinn er með eindæmum góður og myndin sérstök og skemmtileg í alla staði. Helsti gallinn er sá að ég hef litla, ef einhverja, þolinmæði fyrir söngleikjum. Þó svo að söngurinn komi með nýja og jafnframt skemmtilega vídd á myndina þá helst hann asnalegur út myndina. Hann nær þó að halda skemmtun í myndinni á sinn hátt því ef hann væri ekki þá væri myndin rosalega dauf og leiðinleg alveg út í gegn. Persónulega finnst mér myndina vanta það að allir endar séu hnýttir að lokum. Ég vill líka geta þess að hún er ÖMURLEGA textuð. Ég hafði semsagt gaman af myndinni þegar ekkert var sungið og sé ekki betur en að Tim Burton hafi tekist vel upp í þetta skiptið og að þetta sé ekkert annað en fordómar í mér - 2 og hálf JAFNVEL 3 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Darjeeling Limited
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ofmetin
Ég er maður sem hef alltaf fílað þennan einstaka stíl sem Wes Anderson hefur náð að búa sér til og ber því gríðarlega mikla virðingu fyrir honum sem kvikmyndagerðarmanni. í þessari nýjustu mynd hans finnst mér hann þó koma sér í bobba.

Myndirnar byggjast á rosalegri stílvinnu og felst hrifning mín fyrst og fremst í því hvernig hann nær að búa til nálægð við persónurnar án þess þó að láta þær sýna nokkur svipbrögð alveg út allar myndina. Í Darjeeling Limited finnst mér hann þó hafa púllað Quentin Tarantino á okkur, þ.e. að glepjast svo mikið af eigin snilld og finnst að hann geti nú gert allt. Tarantino gerði þetta með Death Proof þar sem hans helsti styrkur, þessi einstöku samtöl í myndunum hans, floppuðu stórlega. Hér gerir Anderson það sama, þ.e. hann treystir á það að stíllinn einn reddi sér úr hvaða aðstæðum sem er og heldur að hún leyni því að myndin er í raun mjög óáhugaverð að mínu mati, langdregin og leiðinleg. Hins vegar hefur mér alltaf fundist myndirnar hans verða betri með hverju áhorfinu, en þetta er fyrst og fremst mitt fyrsta álit.

Anderson býr til flott umhverfi og allir leikararnir standa sig vel þrátt fyrir að mér finnst verið hægt að finna einhvern heppilegri en Adrien Brody í hlutverk sitt og Anjelica Huston er fokkin léleg í sínu stutta hlutverki! Persónuþróun karakteranna er greinileg og viss örvænting hvílir yfir myndinni frá upphafi til enda.

Vandamál persónanna í myndinni má rekja til þess þegar þeir voru krakkar, Owen Wilson líkist mömmu sinni í einu og öllu einkum vegna þess að hann hefur litið rosalega upp til hennar allt sitt líf og er elstur og þar sem hún sýnir móðurhlutverk sitt í æsku þá hefur hann reynt að sjá um bræður sína með þeim hætti. Brody hefur fundist hann vera yfirgefinn af móður sinni þar sem hún var aldrei til staðar í æsku og því hefur hann einkum hænst af föður sínum í gegnum tíðina. Schwartzman ber litla virðingu fyrir konum og má rekja þá vanvirðingu til sambands hans við móður sína. Anderson tengir einnig trú og menningu vel við ferðalag aðalleikaranna og það má að mörgu leyti líkja þessari mynd við vegamynd. Þetta er, held ég, í fyrsta sinn sem ég sé indverja ekki leika leigubílstjóra eða kynlífsgúru (sbr. The Guru með Heather Graham sem var ömurleg) og þar sem Bandaríkjamenn actually bera virðingu fyrir menningu þeirra.

Í heildina litið þá hefur Anderson tekist ágætlega vel með þessa mynd, það er hægt að hafa sæmilega gaman af henni. Kannski hef ég aldrei náð að koma mér fyllilega inní þetta genre og en mér finnst ég þó skilja þær leiðir sem hann kemur myndinni á leiðarenda og finnst það ansi töff, en það er bara ekki nóg fyrir mig. Það er þó ljóst að þessi mynd skilur aðdaendurna alls ekki eftir ósátta, hún mun uppfylla þeirra helstu væntingar. Fyrir hina þá mæli ég eindregið með því að þið kíkjið á hana, en ekki með of miklum væntingum.

Atriði til að taka eftir: Schwartzman er ekki í skóm mestalla myndina og hakakrossinn(trúartákn indverja) þegar bræðurnir labba að klaustri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rescue Dawn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bale með stjörnuleik
Hermaður hrapar flugvélinni í Vietnam stríðinu og er fljótt handsamaður. Myndin er fyrst og fremst saga um lífsbaráttu Christians Bale þegar hann lendir í fangelsi með öðrum skrítnum föngum sem hafa verið þarna lengur en hann. Umgjörð myndarinnar er með ágætum, en ég varð þó fyrir nokkrum vonbrigðum með áhrifaleysi hinna leikaranna í myndinni. Persónurnar eru engan vegin að ná að koma sínu á leiðarenda. Myndin nær að byggja upp voðalega lítið, ekki spennu eða áhuga minn að minnsta kosti. Umgjörðin er þó með ágætum, myndataka og náttúran flott, en það er ekki eins og það skipti miklu máli í svona mynd. Eini ljósi punkturinn er flottur leikur Christian Bale.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cloverfield
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ansi góð stórslysamynd
Cloverfield er helvíti öflugur spennutryllir sem nær að halda manni límdum við skjáinn þessar 73 mín. Myndin er þó að mín mati fullstutt og að bíóin séu að troða 20 min auglýsingum og 15 mín. hléi á 73 mínútna mynd er hreint út sagt með ólíkindum!! Myndin byrjar á því að byggja upp karakterana með misgóðum árangri, en þó tókst mér að finna til með þeim þegar leið á myndina. Leikstjórinn gerir sér grein fyrir takmörkunum leikarana á þessu sviði og að kynning og persónuþróun þeirra er í raun aukaatriði - það er ekki það sem myndin vill koma á framfæri. Henni tekst að leysa þennan vanda með að hafa 4 manna kjarna út myndina, en myndin fjallar um þeirra baráttu við að losna úr klóm New York þegar skrímslið kemur.

Myndin er fáránlega vel gerð og handycam lúkkið algjörlega að gera sig, gefur myndinni mjög sérstakan blæ og hér eru menn virkilega að prufa mikið af nýjum hlutum sem allir ganga upp. Myndin skilur einnig mikið fyrir þá forvitnu en maður fær engin svör við hlutum sem maður venjulega fær að vita án fyrirhafnar í svona stórslysamyndum. Hreint út sagt er þetta helvíti öflugur thriller og ég hafði mjög gaman af Cloverfield. 8.5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie Wilson's War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Pólitísk háðsdeila
Charlie Wilson's War gengur út frá þeirri forsendu að pólitíkusar séu gjörspilltir og það er svo sannarlega rétt fullyrðing hjá þeim. Sagan um Charlie Wilson er hreint út sagt ótrúleg, og myndin tekst að koma henni ágætlega til skila. Það má líta á þetta sem einhverskonar gamanmynd með gríðarlegu pólitísku ívafi. Leikararnir standa sig þó með mismikilli prýði, ég fíla Tom Hanks ekki í svona hlutverkum en hann sinnir því "ágætlega" eins og honum einum er lagið, en ekkert meira en það. Amy Adams er alls ekki nógu sterk leikkona til að valda hlutverki sínu í myndinni, en Philip Seymour Hoffman og Julia Roberts standa sig fáránlega vel, sérstaklega Hoffman.

Ég hafði mjög gaman af myndinni og hló þónokkrum sinnum, enda handritið vel útfært í sjálfu sér en myndin virðist vera þó að flýta sér of mikið á köflum og kemur inn með þetta semi-montage þema sem er ekki alveg að koma sínu til skila, en heldur þó myndinni í 97 mín. sem er fín lengd á svona ræmu. Þetta er rosaleg áróðursmynd en ég hvet þó alla til að sjá hana, þetta er prýðisskemmtun. 7.5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hræðileg snilld
The Mist tekst að láta taka sjálfa sig með ekki of alvarlegu ívafi, enda finnst mér eins og þetta sé hálfgert djók eins og Frank Darabont og Stephen King einum er lagið. Stephen King hefur nú alltaf verið hálftæpur á því þegar kemur að spennusögum en það virðist ekki skipta máli hvað viðfangsefni bókar hans er, hann nær alltaf að byggja upp drullugóða spennu!<br /><br />

Það skiptir í rauninni ekki öllu máli um hvað myndin fjallar, mér finnst þó að betur hefði getað tekist til ef áhorfendur hefðu ekki fengið að sjá svona vel hvað býr í þokunni. Það er ágætis B-myndafnykur af þessu öllu saman en það er einmitt það besta við þessa mynd. Leikararnir standa sig svona sæmilega í besta falli, enda hafa þeir ekki mikið að hnoða úr.<br /><br />
Mér líkaði rosalega vel hvernig myndin er byggð upp eins og ekta skáldsaga, þannig er umgjörðin að maður nánast finnur lyktina af blaðsíðunum í bókinni. Ágætis bregðuatriði eru í myndinni og svo lengi sem að maður tekur viðfangsefnið og myndina sjálfa ekki of alvarlega þá mun maður hafa mjög gaman af henni! Darabont hefur virkilega mikil balls fyrir að taka að sér þessa mynd! 3 stjörnur af 4!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lust, Caution
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ang Lee tekst ætlunarverk sitt
Myndin gerist á tímum stríðsins og fjallar á raunsæan hátt um líf uppreisnarsinna sem reyna að gera sitt til að koma sínum kröfum um frelsi á framfæri. Ang Lee nær að byggja upp ótrúlega menningu og umhverfi sem nær algerlega að koma sér til áhorfandans, það mætti segja að maður hafi verið í menningarlegu sjokki í 157 mínútur. Leikarar standa sig frábærlega og sérstaklega aðalleikkonan, enda skoðaði Ang Lee 10.000 leikkonur áður en hann valdi hana. Frekar svæsin kynlífsatriði eru í myndinni, en spennan sem nær að byggjast upp áður en þau koma fram er gríðarleg. Ang Lee nær hér að búa til flotta fléttu sem vantar þó aðeins lokahnútinn á, en fær þó fullt hús frá undirrituðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Persepolis
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sjónræn snilld
Ég fór á Persepolis með rosalegum væntingum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Myndin er gríðarlega pólitísk og tekur vel á álitamálum varðandi kvenréttindi og líf kvenna í Mið-Austurlöndunum á stríðstímum. Myndin fer einnig á rosalega áhugaverðan hátt ofaní líf Marjane Satrapi og það að teikning myndarinnar sé uppbyggð á myndasögu úr dagblaði er hreint ótrúlegt, hún er einfaldlega teiknuð og persónurnar fá vel að njóta sín í svarthvítu umhverfi. Þó var umhverfið þreytandi eftir ákveðinn tíma, enda er myndin aðeins rétt um 90 mín. og myndi alls ekki þola það að vera lengri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heima
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Heima er mynd sem gengur í gegn eins og tímalína, þ.e. frá einum tónleikum til annars þar til hún endar á stórfenglegan hátt á Klambratúni(Miklatúni) í Reykjavík. Farið er yfir hverja einustu tónleika ásamt því að myndir af náttúrunni og viðtöl og sögur frá meðlimum Sigur Rósar fá að njóta sín til hins ýtrasta. Það er óhætt að segja að þetta er gjörsamlega mögnuð mynd sem að ég tel skyldu fyrir alla Íslendinga að sjá á einhverjum tímapunkti í lífinu. Það er alltaf stutt í húmorinn og myndatakan og hljóðvinnslan er sú besta sem hefur sést í íslenskri mynd (n.b. erlendur leikstjóri). Í myndinni koma skot af börnum að horfa á tónleikana sem á líklegast að tákna hversu barnaleg og saklaus Sigur Rós er í raun og veru. Íslensk náttúra fær að njóta sín, en það fór þó í taugarnar á mér hvað myndin er stíluð á erlendan markhóp. Öll myndatakan af Íslandi er frábær en svo er stokkið í viðtal við hljómsveitina þar sem þeir tala á bjagaðri ensku og hún er með íslenskum texta, en þrátt fyrir þetta er myndin styrkt af íslenskum yfirvöldum og íslenskum fyrirtækjum. Betur hefði mátt hafa íslenskan leikstjóra við stjórnvölinn til þess að fara alla leið! Þrátt fyrir þetta fær gæsahúðin að njóta sín í 94 mínútur og þegar allt kemur til alls er þetta eitt magnaðasta kvikmynda- og tónlistarverk sem hefur verið gert hér á landi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei