Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Hafið 2002

(The Sea)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. september 2002

The truth lies beneath the surface

109 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Sjö Edduverðlaun, þ.á.m. sem besta mynd, besti leikstjóri, leikari og leikkona. Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Tilnefnd til Golden Tulip verðlaunanna, Golden Seashell verðlaunanna, Norrænu kvikmyndaverðlaunanna og sem eitt af þremur áhugaverðust

Myndin sem er byggð á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar er fjölskyldudrama sem gerist í óskilgreindu sjávarþorpi úti á landi þar sem lífið snýst um fisk og aftur fisk. Þórður hefur rekið útgerð í 50 ár. Hann er aðalatvinnurekandinn á staðnum og hefur stjórnað fjölskyldu sinni og plássinu öllu eftir sínu höfði og er vanur því að honum... Lesa meira

Myndin sem er byggð á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar er fjölskyldudrama sem gerist í óskilgreindu sjávarþorpi úti á landi þar sem lífið snýst um fisk og aftur fisk. Þórður hefur rekið útgerð í 50 ár. Hann er aðalatvinnurekandinn á staðnum og hefur stjórnað fjölskyldu sinni og plássinu öllu eftir sínu höfði og er vanur því að honum sé hlýtt í einu og öllu. Hann kallar börnin sín þrjú á sinn fund og ætlar sem fyrr að leggja hjörð sinni línurnar um þeirra hlut varðandi framtíð fyrirtækisins; fyrirtækisins sem er honum allt. Það gleymist þó að taka með í reikninginn að þau hafa aðrar hugmyndir um eigin framtíð og vilja einna helst selja kvótann hæstbjóðanda til að njóta ávaxtanna annars staðar. Þórður er ekki maður málamiðlana og geymir ýmis tromp á hendi sem hann ætlar sér að nýta til að fá sitt fram. Í ljós kemur að í fortíðinni liggja ýmis mál grafin, en ekki öllum gleymd. Uppgjör er óumflýjanlegt, en afleiðingarnar aðrar en nokkurn óraði fyrir.... minna

Aðalleikarar


Loksins sá ég myndina Hafið sem ég hef ætlað að sjá í allan þann tíma sem liðinn er síðan hún var sýnd fyrst og ég get ekki sagt annað en að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum, sérstaklega í því ljósi að hér er á ferðinni meistari Baltasar Kormákur sem gerði hina eftirminnilegu 101 Reykjavík. Myndin er í sjálfu sér í heildina litið ágæt, það er að segja hún fangar mann að því leiti að aðstæður, umhverfi og viðfangsefni sem persónur myndarinnar þurfa að glíma við eru spennandi. Það má því segja að það eitt að kvóti sem efnisviður og að atburðarásin gerist í sjávarplássi ættu að vera gott hárefni til að vinna úr til að gera góða kvikmynd. Enn það gerist því miður ekki hér. Í byrjun myndarinnar sjáum við nokkurn veginn hvernig myndin endar alt’so hvert söguþráðurinn stefnir (og ég minnist þess líka að í öllum auglýsingum um myndina er hægt að sjá myndskeið af brennandi frystihúsi) þarna er verið að leika sér með áhorfandann sem á greinilega að spyrja sig í forundan hvað í drottins nafni sé að gerast?? En þegar líða tekur á myndina og ekki þarf langann tíma, sér maður nákvæmlega hvað á eftir að gerast sem þarf ekki endilega að vera löstur hér en ef vel hefði verið gert hefðum við kannski séð “stígandi” atburðarás með hápunkti sem enginn hefði séð fyrir. Atburðarásin er því brokkgeng þar sem persónum, hverjum öðrum dramatískari er hrúað saman í eina fjölskyldu þar sem yfirdrifin vandamál naga allt og alla og það skín í gegn að það hefði mátt gera betur með þær, það er að segja það vantar alla dýpt í þær, ekki nógu heilsteyptar. Enn þrátt fyrir lélega úrvinnslu handrits má sjá á köflum frábæran leik. Hilmir Snær sýnir að venju mjög góðan leik og sömuleiðis Gunnar Eyjólfsson sem nær að ljá sinni persónu þá dramatík sem til þurfti. Annars vantaði allt flæði í leikinn sumstaðar og fékk maður það helst á tilfinninguna að skrúfað hefði verðið frá krana þegar Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverki ömmunnar lét dæluna ganga. Í heildinna má segja að með betri úrvinnslu á handriti hefðum við mátt búast við miklu, þá segi ég miklu..miklu betri mynd en þetta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég sá hafið í kvikmyndahúsum landsins fékk maður sá myndina í bíói má segja að tvær grímur hafi runnið á mann.

Svo við byrjum á kostum myndarinnar.

Þá má hún eiga það að hún átti nokkur ansi flott skot og tökur.

Tónlistinn var svona sæmó(Að vísu svolítið klysjukennd)

Hilmir Snær átti góðan leik og að sjálfsöggðu ásamt að vísu nokkrum öðrum.

Þó var ákveðinn klíkuskapur í myndinni og ég held að almenningur sé að fara að þreystast á þessum sama hópi,Gunnari Eyjólfs,Jafnvel Hilmi Snæ,.

Myndinn gekk altof langt í dramtísk.

Og húmorinn of uppskriftalegur þó maður geti hleigið við og við er hann altof kreistur og gamall.

Söguþráður.

Maður nokkur stundar nám í París og kemur til Íslands með Kærustunni sinni .

Þar Hitta þau fyrir fjölskyldu sem í fyrstu virðist eðlileg en smám samann fattast hvað pabbinn er raunveruleg sick.

Atriðið með kindina var findið en allan

ferskleika og frumleika(Það sama) vantaði.

Því á þessi mynd hvorki skilið fleirri né færri stjörnur.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef aldrei skrifað undir þá stefnu að það þurfi alltaf að gefa myndum einni stjörnu hærra ef þær eru íslenskar. Tveggja stjörnu mynd annars staðar frá verður þriggja stjörnu mynd ef hún er íslensk, og þriggja stjörnu mynd verður að fjögurra stjörnu meistaraverki ef hún er íslensk. Allir eru búnir að keppast við það að hampa Hafinu sem einhverju stórkostlegu meistaraverki, en í mínum huga er það einfaldlega ekki raunhæft. Myndin er afar kröftug, það er ekki spurning. Hún er líka vel leikin fyrir það mesta, þó flestir leikarar komi reyndar greinilega beint af sviðinu í Þjóðleikhúsinu (sem býður upp á dálítinn ofleik, því það sem virkar á sviði er oft of mikið fyrir framan myndavél). Hún er einnig ágætlega skrifuð og hefur margt að segja. Allar pælingar í sambandi við kvótakerfið, og eðli fjölskyldunnar, og það hvernig syndir foreldranna koma niður á börnunum, eru vel unnar. Það sem helst hrjáir myndina hins vegar er það hvað hún er yfirdrifin. Það er ekki nóg að fólk rífist hvert við annað. Það öskrar hvert á annað. Það kallar hvert annað öllum illum nöfnum fyrir framan alla fjölskylduna, og allt er síðan gleymt fimm mínútum seinna. Það er ekki nóg að ein, tvær eða jafnvel þrjár persónur eigi við vandamál að stríða, heldur eru allir umsetnir svo gríðarlega miklum vandamálum að það er furða að fólkið drífi fram úr rúminu á morgnana. Fjölskylda þar sem meðlimirnir hafa upplifað sifjaspell, nauðgun, hræðilegan dauðdaga annars foreldris, peningavandamál, svik, pretti, hatur á milli systkina, alkóhólisma, o.s.frv. o.s.frv. Þetta verður bara allt svo ýkt að ég hætti bara að trúa á það. Þetta hefur reyndar alltaf viljað loða við íslenskar myndir, hver ein og einasta ætlar sér að breyta heiminum og reyna því yfirleitt allt of mikið. Allt verður að vera svo gríðarlega átakanlegt að það gleymist oft að oft eru það litlu augnablikin, atvikin á milli átakaatriða, sem gera myndir stórkostlegar. Ef það eru stöðug átök, þá þreytist maður fljótt og hættir að geta veitt almennilega athygli. Hafið er samt vönduð kvikmynd, unnin af miklum metnaði og með því skárra sem Íslendingar hafa gert. Balthasar er á réttri leið, og ég efast ekki um að hann eigi einhverntímann eftir að gera frábæra kvikmynd. Þetta var bara ekki hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein besta mynd sem hefur verið gerð hérna á Íslandi, hún er ein spenna frá byrjun til enda. ég ætla ekki mikið segja um hvað hún er því að allar hinar umsókninar segja það því segi ég bara að hún virkilega góð og er ekki þessi týpiska ísleska mynd sem maður fær grænar af, ef maður er að horfa á hana. En hún dregur kannski ekki upp góða mynd fyrir Ísland, en það geta ekki allar myndir verið áráðurs myndir, Þó að sumir vilja það. Þessi mynd er bara góð í alla staði og ég mæli með því að allir sjái þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Hafið eftir Baltasar Kormák er kröftug mynd sem hvetur til umræðu og spyr spurninga um efni sem kemur öllum við. Myndin er sérstaklega athyglisverð í mínum huga í ljósi síðustu atburða á Hornafirði en stór hluti af kvóta staðarins var næstum farinn á brott í síðustu viku.


Hafið fjallar um útgerðarmanninn og einvaldinn Þórð sem er komin að krossgötum í lífi sínu og segir frá uppgjöri hans við fjölskylduna sem fylgir í kjölfarið. Niðurstaðan úr uppgjörinu ræður framtíð sjávarþorpsins. Þórður á þrjú börn, Harald sem rekur fyrirtækið, Ragnheiði sem er misheppnaður kvikmyndaframleiðandi og Ágúst sem er við nám í París. Fjölskyldan er alþjóðavædd því Ágúst og Ragnheiður hafa bundist erlendu fólki, svipað og stór hluti þorpsbúa. Ýmis gömul óúkljáð mál koma upp úr kafinu frá fyrri tíð og úr verður æsileg atburðarrás. Það eru því til fleiri vandamál en kvótakerfið í íslenskum fjölskyldum.


Myndin er kraftmikil, djörf, vel gerð og vel leikin, góður húmor, myndataka er góð og Norðfirsku fjöllin glæsileg. Því á hún góða möguleika á að gera góða hluti erlendis. Þorpsbúar eru óttalegir ræflar og dregin er upp frekar ljót mynd af sjávarþorpsmenningu, myndin er því slæm landkynning. Erlendu tengdabörn Þórðar eru eina fólkið með viti enda á útivelli. Það býr miklu meiri kraftur íslenskum sjávarþorpum, það vitum við en svona er listin.


Hafið er listaverk en ekki áróðursmynd enda er ekki sett pólistísk niðurstaða í myndina, heldur er hlutum vel upp og flest sjónarhorn koma fram. Því þarf áhorfandinn að taka sína afstöðu á heimleiðinni. Dæmi um áróðursmyndir eru meistaraverkið Beitiskipið Potemkín eftir Sergei Eisenstein og Olympia 1 eftir Leni Riefenstahl áróðursmeistari Hitlers en hún gerði nasista fallega.


Hafið sendir mann út í náttmyrkrið sem eitt stórt spurningamerki, hafi mynd gert það þá hefur hún náð tilgangi sínum. Á fyrsta rauð ljósi sem ég stoppaði við á heimleiðinni velti ég fyrir mér af hverju kjósendur eru tilbúnir að ráða stjórnmálamenn í vinnu sem vinna gegna hagsmunum þeirra. Trúlega kýs 2/3 landsbyggðarfólks stjórnarflokkana í næstu alþingiskosningum. Horfa síðan á launin lækka, húsin lækka í verði, börnin flytja burt, nágrannan pakka saman í gám og skilja eftir tómt hús.


Kjósa menn sem verja kerfi sem byggir á óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn og flótta, óöryggi, hagræðingu, einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi. Afleiðingin af þessu, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.


Þegar greindir og vel menntaðir menn geta varið svona gallað kerfi og kallað fullkomnasta kerfi í heimi þá skil ég loks af hverju breyskir menn voru tilbúnir til að láta líf og limi fyrir hugsjónir, kenndar við nasisma og kommúnisma. Rök eru ekki tæk, heldur tilfinningin ein. Af hverju er þetta kerfi ættað úr Hornafirði?


Skyndilega var flautað og ég truflaður í þessari ranglætispælingu, græni framsóknarkarlinn var kominn. Ekki er þó allt slæmt sem tengist Framsókarflokknum!


Stuttu síðar hljóp svartur köttur yfir götuna. Þá rifjaðist upp hjá mér ein persónan í myndinni Ragnheiður leikin af Guðrúni Gísladóttur og á hún óútkljáð mál við Þórð föður sinn og ekki alveg sátt við uppeldi sitt. Allt sem hún sagði og gerði í myndinni var neikvætt. Til að undirstrika persónuna klæðist hún dökkum fötum í öllum senum, snilldarlega leikstýrt. Persóna sem pirrar mann svona byggir á góðum leikara. Svarti kötturinn komst þó lifandi yfir götuna og ég óskaddaður heim.


Þetta er næst besta mynd sem gerð hefur verið hér á landi, sæti á eftir Börnum náttúrunnar. Mynd sem vekur svona margar spurningar á skilið 4 horn.


Legg ég því til að Íslendingar, sægreifar jafnt sem leigurliðar, Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mæti í Sindrabæ og berji verkið augum.


Cetere mi rekomendas ke oni ruinigu la nunan kvotan sistemon.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn