Náðu í appið
Reykjavík Guesthouse

Reykjavík Guesthouse (2002)

"Saga um vináttu þar sem hennar síst er von"

1 klst 18 mín2002

Jóhann (Hilmar Snær Guðnason) er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykjavíkur, sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Jóhann (Hilmar Snær Guðnason) er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykjavíkur, sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns. Hann heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum og hefur skapað sér sína eigin veröld þar sem hann þarf sem minnst að kljást við samfélagið og samborgarana. Inn í hans litlu veröld fléttast Finnur (Stefán Eiríksson), níu ára gamall nágranni hans, sem á undir högg að sækja frá jafnöldrum sínum og er búsettur hjá rótlausri ömmu sinni (Kristbjörg Kjeld). Á milli þeirra myndast sérstakt samband, þar sem þessar tvær einmana sálir tengjast vináttuböndum sem fátt virðist fá rofið. En á meðan Jóhann lætur sem umheimurinn sé ekki til, hallar undan fæti í rekstri gistihússins og brátt fer að bresta í stoðum þeirra tilveru sem hann hefur kostið sér.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Réttur Dagsins
Med
Cut 'n' Paste

Gagnrýni notenda (1)

Þessi mynd er einstaklega vel heppnuð fyrir þær sakir að hún glímir við raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum(eitthvað sem Íslenskar myndir mættu gera oftar). Persónur eru vel sk...