Náðu í appið
Perlur og svín

Perlur og svín (1997)

Pearls and Swine

1 klst 30 mín1997

Þau Finnbogi og Lísa eiga sér háleit markmið; þau langar að vera rík eins fljótt og auðið er, svo þau geti loksins tekið saman föggur sínar og flogið til heitari landa.

Deila:
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

Söguþráður

Þau Finnbogi og Lísa eiga sér háleit markmið; þau langar að vera rík eins fljótt og auðið er, svo þau geti loksins tekið saman föggur sínar og flogið til heitari landa. Sem betur fer er finnbogi duglegur maður, handlaginn og metnaðargjarn. Hvort sem það er kynlífsleikföng eða rússneskir bílar - í viðskiptum er honum ekkert óviðkomandi. Lísa styður mann sinn heilshugar, en hefur jafnframt áhyggjur af því að hann leggi of hart að sér. Hér segir af því þegar parið lætur pranga inn á sig eitt stykki bakaríi, sem skyndilega tekur upp á því að ganga vel sakir klókindalegra undirboða og uppátækja eigendanna. Samkeppnisaðilum sárnar þetta, einkum Mörtu, eiganda stórrar brauðgerðar og hún ákveður að sýna hjúunum í eitt skipti fyrir öll hver ræður á sætabrauðsmarkaðnum. En með bjartsýni og baráttuþrek að vopni bregst parið til varnar með kostulegum afleiðingum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Íslenska kvikmyndasamsteypanIS

Gagnrýni notenda (2)

Ein fyndnasta íslenska mynd sem hefur verið gerð til þessa. Sem sagt mæli með henni.

Þetti er ein af betri íslensku myndum sem gerð hafa verið. Góður húmor, fínn leikur hjá þaulvönum leikurum. Ólafía Hrönn er í ansi skondnu hlutverki og Edda Björgvins bregst aldrei hú...