Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér á óvart. Eins og flestir vita er Resident Evil tölvuleikja sería í þremur leikjum og er mynd þessi gerð eftir fyrsta tölvuleiknum (Resident Evil). En myndir sem gerðar eru eftir tölvuleikjum hafa oft heppnast mjög illa eins og t.d. Tomb Raider sem er ein mesta endaleysa sem ég hef séð. En þessi mynd heppnaðist mjög vel og er hún mjög góð. En þessi mynd er ekki fyrir viðkvæmar sálir því að í myndinni koma fyrir viðbjóðsleg kvikindi og fleiri kynjaverur. Þessi mynd er allgjör snilld og í henni eru fínir leikarar eins og Milla Jovovich (Alice) og Michelle Rodriguez (Rain). Sem sagt skellið ykkur á þessa mynd ef þið þorið!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Perlur og svín
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein fyndnasta íslenska mynd sem hefur verið gerð til þessa. Sem sagt mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Behind Enemy Lines
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rosaleg mynd!!!!!!! geðveikur söguþráður!! Owen Wilson fer á kostum sem flugmaður í bandaríska hernum! Gene Hackman stendur fyrir sínu í þessari mynd!! Þessi mynd hefur allt flotta byssubardaga og margt fleira. Þessi mynd á skilið þrjár og hálfa stjörnu. Þeir sem ekki hafa séð hana drífið ykkur á hana og þið munuð ekki sjá eftir því!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei