Aðalleikarar
Leikstjórn
Eini alvöru íslenski spennutryllirinn
Jóhannes, Magnús og Líf myndirnar finnst mér bestu íslensku myndirnar og nú bætist Reykjavík-Rotterdam við.
Baltasar Kormákur (101 Reykjavík, Djöflaeyjan) sýnir nú hæfileika sýna sem smyglarinn Kristófer. Rosalega vel leikið hjá honum. Ingvar E. (Mýrin, Stóra planið) er nú allveg ágætur, mér hefur alltaf fundist hann dálítið lélegur. En Jóhannes Haukur (Bjarnfreðarson, Ríkið) sem er eiginlegur alltaf lélegur er mjög góður sem glæpamaðurinn Eiríkur.
Besti aukaleikarinn er Ólafur Darri Ólafsson (Kóngavegur, Brúðguminn) sem er alltaf góður.
Óskar Jónasson (Perlur og svín, Sódóma Reykjavík) leikstýrir mjög vel og skrifaði líka handritið með Arnaldi Indriðasyni (bækur: Mýrin, Harðskafi)
Ein besta íslenska mynd sem ég hef séð og örugglega eini alvöru íslenski spennutryllirinn.
Quote:
Fucking Icelanders.
Jóhannes, Magnús og Líf myndirnar finnst mér bestu íslensku myndirnar og nú bætist Reykjavík-Rotterdam við.
Baltasar Kormákur (101 Reykjavík, Djöflaeyjan) sýnir nú hæfileika sýna sem smyglarinn Kristófer. Rosalega vel leikið hjá honum. Ingvar E. (Mýrin, Stóra planið) er nú allveg ágætur, mér hefur alltaf fundist hann dálítið lélegur. En Jóhannes Haukur (Bjarnfreðarson, Ríkið) sem er eiginlegur alltaf lélegur er mjög góður sem glæpamaðurinn Eiríkur.
Besti aukaleikarinn er Ólafur Darri Ólafsson (Kóngavegur, Brúðguminn) sem er alltaf góður.
Óskar Jónasson (Perlur og svín, Sódóma Reykjavík) leikstýrir mjög vel og skrifaði líka handritið með Arnaldi Indriðasyni (bækur: Mýrin, Harðskafi)
Ein besta íslenska mynd sem ég hef séð og örugglega eini alvöru íslenski spennutryllirinn.
Quote:
Fucking Icelanders.
Toppurinn
Reykjavík-Rotterdam er algjör klassík, leikstýrð af Óskari Jónssyni og Baltasar Kormákur sýnir að fyrir utan er hann ekki bara góður leikstjóri (Mýrin) er hann einnig góður leikari og svo er það Ingvar E. Sigurðsson sem er einn af toppleikurum Íslands (Englar alheimsins, Mýrin) Kristófer var að smygla dópi en hætti eftir að hann var tekinn fyrir það, en núna þegar bróðir konu hans (Jörundur Ragnarsson) fær einn af leiðtogum smylunnar á Íslandi þegar hann hendir yfir 2000 lítrum af spíra út í sjóinn, svo núna þarf Kristófer að fara ferð til Rotterdam pg redda sér og fjölskyldu sinni en á meðan nýtir Steingrímur(Ingvar E. Sigurðsson) vinur hann sér fjarveru hans og reynir að ná sínu framagengt.
Þessi mynd er algjör snilld, gæti vel verið besta mynd sem hefur verið framleidd á Ílsandi og af Íselndingum.
Quote: Fucking Icelanders..
Reykjavík-Rotterdam er algjör klassík, leikstýrð af Óskari Jónssyni og Baltasar Kormákur sýnir að fyrir utan er hann ekki bara góður leikstjóri (Mýrin) er hann einnig góður leikari og svo er það Ingvar E. Sigurðsson sem er einn af toppleikurum Íslands (Englar alheimsins, Mýrin) Kristófer var að smygla dópi en hætti eftir að hann var tekinn fyrir það, en núna þegar bróðir konu hans (Jörundur Ragnarsson) fær einn af leiðtogum smylunnar á Íslandi þegar hann hendir yfir 2000 lítrum af spíra út í sjóinn, svo núna þarf Kristófer að fara ferð til Rotterdam pg redda sér og fjölskyldu sinni en á meðan nýtir Steingrímur(Ingvar E. Sigurðsson) vinur hann sér fjarveru hans og reynir að ná sínu framagengt.
Þessi mynd er algjör snilld, gæti vel verið besta mynd sem hefur verið framleidd á Ílsandi og af Íselndingum.
Quote: Fucking Icelanders..
Subtle Thriller
Get ekkert slæmt sagt um myndina, hlakka til að kaupa hana á DVD og spila hana á blastinu heima.
Þessi og Sódóma Reykjavík eiga topp sætið saman á þessu heimili enda vafalaust 2 bestu bíómyndir sem að teknar hafa verið upp að meirihluta á Íslenskri grundu.
Get ekkert slæmt sagt um myndina, hlakka til að kaupa hana á DVD og spila hana á blastinu heima.
Þessi og Sódóma Reykjavík eiga topp sætið saman á þessu heimili enda vafalaust 2 bestu bíómyndir sem að teknar hafa verið upp að meirihluta á Íslenskri grundu.
Ágæt íslensk mynd
Mér fannst þessi ekki góð og ekki 1300 kall virði. Það var ekki mikið að gerast í henni og öll hasaratriðin voru sýnd í trailernum (öll!). Húmorinn var samt alveg fínn og fyndin en myndin mjög fyrirsjáanleg á köflum. Mér finnst hún betri en Stóra Planið og álíka íslenskar myndir. Baltasar Kormákur er góður leikari og Ingvar getur ekki klikkað. Ég mæli samt ekki með að fara á þessa mynd í bíó og mér leiddist svona 80% af myndinni. Besta íslenska mynd ársins hingað til en samt ekki góð. Var fyrir miklum vonbrogðum því auglýsingin lofaði miklu, kannski of miklu.
Einkunn: 4/10
Mér fannst þessi ekki góð og ekki 1300 kall virði. Það var ekki mikið að gerast í henni og öll hasaratriðin voru sýnd í trailernum (öll!). Húmorinn var samt alveg fínn og fyndin en myndin mjög fyrirsjáanleg á köflum. Mér finnst hún betri en Stóra Planið og álíka íslenskar myndir. Baltasar Kormákur er góður leikari og Ingvar getur ekki klikkað. Ég mæli samt ekki með að fara á þessa mynd í bíó og mér leiddist svona 80% af myndinni. Besta íslenska mynd ársins hingað til en samt ekki góð. Var fyrir miklum vonbrogðum því auglýsingin lofaði miklu, kannski of miklu.
Einkunn: 4/10
Skari Skrípó leynir sífellt á sér
Því miður hefur þetta ár verið alveg hreint glatað fyrir íslenskar kvikmyndir, og þar koma upp í hugann ræmur eins og Brúðguminn, Heiðin, Stóra Planið, Skrapp Út og Sveitabrúðkaup. Reykjavík-Rotterdam kemur hins vegar nett öflug inn og slær þessum titlum léttilega við og sýnir þeim einnig hvernig á að gera almennilega góða mynd á klakanum.
Stefnuleysi er mikill siður í íslenskum bíómyndum, en ekki í þessu tilfelli. Reykjavík-Rotterdam stýrist af vel unnu handriti og skemmtilegri og e.t.v. spennandi atburðarás. Hvert atriði í myndinni þjónar tilgangi og myndin heldur góðu flæði nánast allan tímann. Óskar Jónasson er örugglega besti íslenski leikstjórinn starfandi í dag og ég grínast ekki með það. Baltasar hefði komið til greina en eftir Brúðgumann er ég ekki alveg svo viss. En þrátt fyrir að Óskar hafi stigið fáein feilspor með þætti eins og Stelpurnar, þá hefur þessi maður matreitt okkur sanna íslenska gullmola á borð við Fóstbræður (seríu 2 og 3 - sem fólk getur vitnað endalaust í), Sódóma Reykjavík og tvö skárstu áramótaskaup sem ég get munað eftir. En sterku hliðar hans hafa hingað til verið í gríninu, og þrátt fyrir að hafa manninn í góðu áliti, þá vissi ég ekki alveg hvað ég ætti að búast við af þessari mynd áður en ég sá hana.
Það ættu nú flest allir að vera búnir að fatta það núna, að spennu/glæpamyndir hafa hingað til ekki verið vel heppnaðar hérlendis. Lítið t.d. bara á myndina Köld Slóð, en hún var sennilega fyndnari en allt gamanefni Óskars samanlagt. Bara verst að það var aldrei meiningin.
Reykjavík-Rotterdam er klárlega best heppnaði íslenski "þriller" sem ég hef séð, en þrátt fyrir að vera hvorki frábær né angandi af frumlegheitum, þá gengur myndin upp að nærri öllu leyti og virkar sem drullugóð afþreying. Leikararnir standa sig allir virkilega vel. Enginn er of alvarlegur eða ýktur. Tónn myndarinnar er sömuleiðis aldrei of alvarlegur og samtölin koma bara prýðilega út, en venjulega er það mjög erfitt að láta samtöl í svona mynd virka trúverðug. Kannski er það útaf því að íslendingar eiga til að ganga svolítið langt í leikhústilþrifum eða reyna fullmikið að skara fram úr næsta manni, en Óskar sér greinilega til þess að ekkert slíkt gerist hér og það eitt og sér á skilið stóran plús. Myndin er einnig skemmtilega áköf (þ.e.a.s "intense") á pörtum, þá sérstaklega í seinni hlutanum, sem að verður að teljast með betri lokasprettum sem sést hefur í íslenskri mynd. Myndin hefði reyndar getað grætt á því að fókusa aðeins betur á lykilpersónurnar í fyrri helming, en hraðinn í frásögninni bætir það nokkurn veginn upp.
Það er óvenju sjaldséð að maður fái íslenska mynd þar sem að handrit hefur forgang og söguþráður nær að þróast út alla lengdina. Útaf einhverjum ástæðum eru margar íslenskar kvikmyndir sundurlausar karakterstúdíur sem að skilja sama og ekkert eftir sig. Einnig er það þekkt að margar slíkar myndir eiga til að drekkja sér svolítið í þunglyndi til að skapa öflugt drama, en maður sér oftar en ekki í gegnum það.
Reykjavík-Rotterdam er eins og óvænt gjöf frá hæfileikaríku fólki. Myndin er - eins og ég áður sagði - engin snilld, en djöfulli góð engu að síður og með öllum líkindum er þetta besta íslenska myndin síðan... Úff... Ég veit ekki. Þyrfti að hugsa ansi langt aftur í tímann.
Alls ekki langt frá áttunni, en ég læt það duga að skilja hana eftir með háa sjöu.
7/10
Því miður hefur þetta ár verið alveg hreint glatað fyrir íslenskar kvikmyndir, og þar koma upp í hugann ræmur eins og Brúðguminn, Heiðin, Stóra Planið, Skrapp Út og Sveitabrúðkaup. Reykjavík-Rotterdam kemur hins vegar nett öflug inn og slær þessum titlum léttilega við og sýnir þeim einnig hvernig á að gera almennilega góða mynd á klakanum.
Stefnuleysi er mikill siður í íslenskum bíómyndum, en ekki í þessu tilfelli. Reykjavík-Rotterdam stýrist af vel unnu handriti og skemmtilegri og e.t.v. spennandi atburðarás. Hvert atriði í myndinni þjónar tilgangi og myndin heldur góðu flæði nánast allan tímann. Óskar Jónasson er örugglega besti íslenski leikstjórinn starfandi í dag og ég grínast ekki með það. Baltasar hefði komið til greina en eftir Brúðgumann er ég ekki alveg svo viss. En þrátt fyrir að Óskar hafi stigið fáein feilspor með þætti eins og Stelpurnar, þá hefur þessi maður matreitt okkur sanna íslenska gullmola á borð við Fóstbræður (seríu 2 og 3 - sem fólk getur vitnað endalaust í), Sódóma Reykjavík og tvö skárstu áramótaskaup sem ég get munað eftir. En sterku hliðar hans hafa hingað til verið í gríninu, og þrátt fyrir að hafa manninn í góðu áliti, þá vissi ég ekki alveg hvað ég ætti að búast við af þessari mynd áður en ég sá hana.
Það ættu nú flest allir að vera búnir að fatta það núna, að spennu/glæpamyndir hafa hingað til ekki verið vel heppnaðar hérlendis. Lítið t.d. bara á myndina Köld Slóð, en hún var sennilega fyndnari en allt gamanefni Óskars samanlagt. Bara verst að það var aldrei meiningin.
Reykjavík-Rotterdam er klárlega best heppnaði íslenski "þriller" sem ég hef séð, en þrátt fyrir að vera hvorki frábær né angandi af frumlegheitum, þá gengur myndin upp að nærri öllu leyti og virkar sem drullugóð afþreying. Leikararnir standa sig allir virkilega vel. Enginn er of alvarlegur eða ýktur. Tónn myndarinnar er sömuleiðis aldrei of alvarlegur og samtölin koma bara prýðilega út, en venjulega er það mjög erfitt að láta samtöl í svona mynd virka trúverðug. Kannski er það útaf því að íslendingar eiga til að ganga svolítið langt í leikhústilþrifum eða reyna fullmikið að skara fram úr næsta manni, en Óskar sér greinilega til þess að ekkert slíkt gerist hér og það eitt og sér á skilið stóran plús. Myndin er einnig skemmtilega áköf (þ.e.a.s "intense") á pörtum, þá sérstaklega í seinni hlutanum, sem að verður að teljast með betri lokasprettum sem sést hefur í íslenskri mynd. Myndin hefði reyndar getað grætt á því að fókusa aðeins betur á lykilpersónurnar í fyrri helming, en hraðinn í frásögninni bætir það nokkurn veginn upp.
Það er óvenju sjaldséð að maður fái íslenska mynd þar sem að handrit hefur forgang og söguþráður nær að þróast út alla lengdina. Útaf einhverjum ástæðum eru margar íslenskar kvikmyndir sundurlausar karakterstúdíur sem að skilja sama og ekkert eftir sig. Einnig er það þekkt að margar slíkar myndir eiga til að drekkja sér svolítið í þunglyndi til að skapa öflugt drama, en maður sér oftar en ekki í gegnum það.
Reykjavík-Rotterdam er eins og óvænt gjöf frá hæfileikaríku fólki. Myndin er - eins og ég áður sagði - engin snilld, en djöfulli góð engu að síður og með öllum líkindum er þetta besta íslenska myndin síðan... Úff... Ég veit ekki. Þyrfti að hugsa ansi langt aftur í tímann.
Alls ekki langt frá áttunni, en ég læt það duga að skilja hana eftir með háa sjöu.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Óskar Jónasson, Arnaldur Indriðason
Framleiðandi
Sögn ehf.
Frumsýnd á Íslandi:
3. október 2008
Útgefin:
12. ágúst 2009