Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Geniet och pojkarna
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Heilmildarmynd um Gajdusek sem er mjög virtann vísindamann sem átti í mjög umdeildu sambandi við fóstursyni sína. Myndin byggðist mjög vel upp. Byrjaði á byrjuninni. Svaraði þeim spurningum sem maður hafði. Sýndi nægilega mikið af vísindalegu lífi hans og smátt og smátt afhjúpaði sannleikann um samband hans við fóstursyni hans. Sagan er frábærlega vel sögð og mér finnst eins og að öllum hafi verið gefin heiðarleg frásögn. Þetta er mjög viðkvæmt viðfangsefni en Gajdusek er gefið tækifæri á að útskýra mál sitt. Og þótt ég sé mjög ósammála lífsviðhorfum hans þá hafði ég mjög mikinn áhuga á að heyra þau.

Saga sem þurfti að segja frá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monica & David
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sýnir líf pars með downs-heilkenni. Mjög hjartnæm mynd. Mér finnst hún gefa mjög rétta og heiðarlega sýn á líf þeirra. Eftir myndina finnst mér ég skilja downs-heilkenni betur og hversu sjálfstæð þau geta verið. Við fylgjumst með þeim þegar þau gifta sig. Kynnumst foreldrum þeirra, sem eru mjög stór hluti í lífi þeirra. Og eftir myndina fann ég fyrir miklum innblástri, Monica og David sýndu mér hvað það er í lífinu sem skiptir máli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kimjongilia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Saga sem verður að segja. Mér fannst titillinn á myndinni hálf villandi. Hélt að hún mundi fjalla meira um Kim Jong-il en hún gerir það mjög lítið. Enda lítið hægt að segja um hann án þess að fara út í getgátur því hann er mjög einangraður. Í staðin er myndin röð af viðtölum við fólk sem hefur flúið Norður Kóreu á síðustu árum.

Ég hef haft töluverðann áhuga á Norður Kóreu síðustu ár, eða alveg frá því að ég sá Team America. Fyndið hvað Hollywood getur haft áhrif á mann. Spillingin þar í landi er algjör. Hlutirnir sem fólkið í viðtölunum var að vitna um var hrikalegt.

Myndin gefur smá yfirsýn yfir sögu Norður Kóreu en annars fer hún ekki út í mjög pólitíska hlið málsins heldur einbeitir sér að þessum sögum. Hvernig upplifun fólksins var á níunda áratuginum þegar íbúar landsins trúðu að forseti þeirra væri heilagur maður og óskeikull. Hvernig upplýsingaflæðið frá umheiminum var ekkert og hugmyndir þeirra um löndin í kring var spillt. Svo fór myndin að segja frá flótta fólksins inn í Kína, erfiðleika þeirra þar og hvernig vitundin í Norður Kóreu er smátt og smátt að breytast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mandoo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Manstu eftir atriðinu í Malkovich þar sem maður fær POV (point of view) frá Malkovich, hann í sturtu, fer í leigubíl (Hérna er eitt besta atriðið þegar hann sér bara sjálfan sig http://www.youtube.com/watch?v=Ur3CQE8xB3c ). Ímyndaðu þér nú mynd sem er öll í POV einnar persónu. Ef þú heldur að það sé ekki hægt þá hefur þú rangt fyrir þér. Mandoo er kvikmyndalegt afrek að því leiti til að hún er öll þannig, séð frá sjónarhorni gamals manns.

Hún segir frá fjölskyldu sem er að ferðast frá Íraq til Íran um einn hættulegasta vegakafla heims. Hún heldur manni vel við efnið, er rosalega vel tekin. Leikararnir mjög góðir. Spennandi, áhrifarík og skilur mjög eftir sig. Ég var að pæla í að gefa henni 8, en þetta er akkúrat mynd sem ég á eftir að muna hvað mest eftir frá þessari kvikmyndahátíð og rifja hana upp eftir mörg mörg ár og því fær hún 9.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Last Train Home
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Heimildarmynd um kínverska fjölskyldu sem er hálf klofin vegna fjarlægðar frá vinnustað og heimili. Foreldrarnir í stórborginni og börnin og amman heima í sveitinni, svo langt í burtu að þau hittast bara einu sinni á ári, eða á kvínverska nýárinu. Lífið er þeim algjörlega óbærilegt ef ekki er hægt að hittast um þessa hátíð og því er barist hart um síðustu lestarmiðana út úr borginni. En þegar heim er komið hefur fjarlægðin verið þeim dýrkeipt. Stelpan þeirra hefur ekki jafn sterk tilfinningaleg tengsl við þau og þau hefðu viljað. Við fylgjumst með þeim í nokkur ár og í hvert sinn sem þau ætla að taka lestina heim virðist örtröðin verða meiri og meiri.

Kvikmyndagerðamennirnir ná að sýna það sem virðist vera mjög raunveruleg mynd af fjölskyldunni og oft ótrúlega persónulega atburði. Atriðin á lestarstöðinni eru rosalega mögnuð og draga fram gamlar minningar um erfið ferðalög. Vinnustaðurinn þeirra er eitthvað sem ég mundi ekki láta bjóða mér og vistarveran í borginni líkist fangabúðum.

Mynd sem á vel skilið áhorf þeirra sem hafa áhuga á erfiðum aðstæðum í Kína.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miesten vuoro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Naktir menn í gufubaði var ekki eitthvað sem ég hélt að væri gaman að horfa á, en það var búið að mæla með þessari mynd svo ég skellti mér. Hún er öll á finnsku sem er ekki gott þegar maður er lesblindur. Maður fylgist með nokkrum finnskum karlmönnum þar sem þeir segja frá sínum persónulegustu sögu úr lífinu. Hún er lítið myndskreitt eins og oft er gert þegar verið er að segja sögu sem gerði það ennþá erfiðara að fylgjast með, en það kemur ábyggilega mjög vel út ef maður er fljótur að lesa eða kann finnsku. En það er ekki að segja að ég hafi ekki náð neinu, alls ekki, þetta voru margar mjög áhugaverðar og dramatískar sögur. Ég fann vel hvað ég varð með minni fordóma þegar fólk er, já, alsbert að segja frá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Prómill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyllerísmynd með Ólafi Darra í aðalhlutverki. Mér fannst hún ekki hafa mikið að segja. Mér leið eins og hún væri að fara eitthvað, endirinn var hálf skondinn, en svo skildi hún ekkert eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kennitölur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög findin mynd um stelpu í grunnskóla sem þarf að taka sökina á ýmsu sem faðir hennar gerir. Allir leikararnir æðislegir, faðirinn ótrúlega flottur. Það stakk samt hrikalega í mig hvað aðstoðamaður skólastjórans var hrikalega ótrúverðug. Alla staði mjög vel skrifað handrit og findin. Kemur með mjög pólítíska skoðun á fjármálahag Íslendinga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svefnrof
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem gerist öll í Smáralind (þótt bíóatriðið sé tekið upp í Laugarásbíó) og leikur sér með raunveruleikann fram og aftur. Frábærlega vel klippt. Leikararnig skiluðu sínu sómasamlega og yfirbragðið á myndinni leit vel út. Manni leið alltaf eins og að hún sé of fyrirsjáanleg en svo kemur í ljós að maður hafði rangt fyrir sér með flest.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heart to Heart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

David Lynch stíll yfir þessu. Maður veit eiginlega ekkert hvað er að gerast, eða allavega þarf að maður að lesa vel á milli línanna til að gera það. Minnir að það hafi ekki komið neitt einasta orð í myndinni, enda þurfti þess ekkert. Mjög listræn mynd sem heppnaðist bara nokkuð vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pleisið
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér leið eins og ég sé kominn aftur í grunnskóla að horfa á forvarnarmyndband. Allt of löng. Aðal leikarinn mjög litlaus. Jóhannes Haukur var það sem gaf myndinni smá lit. Vantar herslumuninn til að hægt sé að mæla eitthvað með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Breki
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög flott mynd, vel skotin og góður leikur. Dró soldið á langinn þótt hún sé bara 12 mínútur. Eins fyrirsjáanleg og myndir verða sem dregur hana niður. Þótt maður viti hvað eigi eftir að gerast þá þarf ekki að klína því út um alla myndina. Mjög flott hvernig hún fer úr einu atriði í annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Knowledgy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þétt handrit, soldið stuðandi, frábær leikur, sérstaklega hjá konunum tveimur. Sýnir hversu skrítinn manneskjan getur orðið gagnvart trúfélögum. En ég sé hana aðalega sem grínmynd og góð sem slík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reyndu aftur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Soldið findin, góðir leikarar fyrir utan kannski aðalleikarann sem mér fannst ekki trúverðugur í hlutverki sínu. Töluvert fyrirsjáanleg og klisjukenndur boðskapur. En alveg áhorfanleg og hægt að mæla með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Housing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hrikalega leiðinleg heimildarmynd. Best að hafa sem fæst orð um hana. Við fáum að fylgjast með 3 eða 4 persónum, man það ekki nákvæmlega, sem eiga sama vandamál. Þau eru hrædd um að unglingar eigi eftir að brjótast inn, hrekja þau í burðu, og byrja að búa í íbúðinni. Það eru engin viðtöl í myndinni, við sjáum þau bara tala við vini sína og stundum bara við sjálfan sig. Myndavélin er yfirleitt minnst 10 metra í burtu svo manni líður eins og maður sé að hlera samtölin þeirra. Við sjáum aldrei þetta unga fólk sem er svona mikið vandamál. Algjör tímasóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Blood of the Rose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Heimildarmynd um morð á hvítri konu í Afríku. Mér fannst þetta vera dæmi um hvernig heimildarmyndir eiga að vera. Kynna aðstæður án þess að vera með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um sannleikann. Grafa dýpra ofan í bakgrunninn. Skoðar allar mögulegar hliðar. Og í endann leyfir hún áhorfandanum að koma með sínar eigin hugmynd byggða á þeim staðreindum sem voru færðar fram.

Dæmi um myndir sem gera þetta ekki eru Bowling for Columbine og An Inconvenient Truth. Sem eru ágætis myndir en þær gera samt ekkert til að sýna hina hliðina á málinu. Í raun gera þær þver öfugt og gera allt sem þær geta til að fela hina hlið málsins og teigja sannleikann til að koma sinni skoðun á framfæri.

En að myndinni. Myndin segir frá konu sem hefur lifað allt sitt líf í Afríku, hún og maðurinn hennar voru frumkvöðlar í heimildarmyndagerð um dýralífið í Afríku. Á seinni árum sínum einbeitti hún sér að umhverfisvernd. Hrottalegt morð hennar er aldrei upplýst og við reynum að komast að því hver er sekur.

Mjög góð mynd, áhugavert umhverfi sem konan lifir í. Ólíkt öllu sem við þekkjum hér á Íslandi. Og núna verður gaman að sjá hvort þau geri leikna mynd byggða á þessum atburðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dai-Nihonjin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er næstum því mockumentary, en ólíkt myndum á borð við I'm Still Here og Blair Witch Project þá efast enginn um að þetta er sviðsett, svipað og Cloverfield. 80% af myndinni er viðtal við aðalpersónuna og hinn parturinn er tölvugerð bardagaatriði við alskonar skrímsli. Þótt að viðtölin séu oft mjög skemmtileg þá er maður samt alltaf að bíða eftir því hvaða skrímsli hann á eftir að berjast við næst. Því miður var uppáhalds skrímslið mitt í byrjun, en hin voru líka mjög frumleg og findin.

Þessi mynd er mjög óhefðbundin. Mestalla myndina hugsaði maður bara "rosalega er þetta steikt". Og endirinn toppaði allt. Og það voru greinilega fleiri í salnum jafn undrandi þegar hún endaði því fólk sat mjög lengi eftir að myndin var búin, og kreditlistinn var líka búinn, og var ekki alveg búið að átta sig á hvað þau höfðu séð.

Ég verð líka að minnast á tónlistina í þessari mynd. Mjög góð japönsk tónlist. Svo hjálpaði það líka til að ég elska allt japanskt, tungumálið, stílinn, húsin.

Sem sagt, mjög steikt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ryð
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá þessa mynd í Bæjarbíó, fyrir áhugasama þá verður hún aftur sýnd á laugardaginn 20. febrúar.

Myndin fjallar um Badda sem á bílaverkstæði út í sveit, hann fær óvænta heimsókn frá gömlum vini sínum sem heitir Pétur. Það er eitthvað vont andrúmsloft á milli þeirra og það virðist sem þeir hafi eitthvað óklárað mál á milli sín. Mér fannst þetta ágætis drama á milli þeirra og sem áhorfandi var maður oft á báðum áttum hverjum maður hélt með. Svo flækjast aðrir íbúar heimilisins inní þetta. Mér fannst framistaða Sigurðs Sigurjónssonar einna best.

En það er heldur of lengi verið að fletja út framgang mála og fannst mér meirihluta seinnihlutans þetta nú bara vera "orðið gott". Því var það mikill léttir þegar endirinn fór að nálgast, en hann var heldur öðruvísi en ég átti von á, bláendirinn það er að segja, sem var fínt.

Þetta er ágætis hluti í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar sem gleymist alltof oft.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Síðasti bærinn í dalnum
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var alveg farinn að trúa á álfa og tröll þegar myndin var búin. Það segir þónokkuð. Myndin gerist uppí sveit þar sem allir bændurnir hafa flutt í burtu vegna trölls og tröllsskessu sem hafa hrakið þau í burtu. Nema einn bónda og fjölskyldu hans, þau sitja sem fastast því amman á bænum á töfrahring sem verndar þau frá tröllunum. Myndin fjallar um það þegar tröllin reyna að stela hringnum af henni. Þar fáum við að kynnast alskonar furðuverum, eins og dvergnum sem getur gert sig ósýnilegann, bláa hestinn og álfadrottninguna sem verndar bóndann og fjölskylduna.

Myndin var oft kjánalega findin. Söguþráðurinn hélt athygglinni yfirleitt, þótt atriði á borð við dansinn inn í álfasteininum hafi verið töluvert langt. Leikurinn var ágætur þó það hafi komið niðrá honum hvað myndin var oft illa klippt. En maður á samt erfit með að gera sér grein fyrir hver staðallinn var á þeim tíma. Hún var líka greinilega öll talset, og ekki alltaf í "sínk".

Hún er í lit og það vel nýtt. Litirnir eru mjög góðir í myndinni og blekkir mann við að halda að hún sé yngri en hún er.

Mynd sem ég væri alveg til í að sjá útgefna á DVD. Það er greinilega áhugi meðal almennings því aðsóknin í Bæjarbíó var mjög góð. Mjög gaman að sjá alla krakkana í bíó. Alveg einstök bíóupplifun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Desember
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef eiginlega ekkert slæmt um þessa mynd að segja. Ágætis ræma, en samt ekkert neitt svakalega eftirminnileg. Ég tengdist aðalpersónunum ekkert svakalega, nema pabbanum kannski. Manni var farið að þykja mjög vænt um hann. Sagan var mjög skýr og vel að henni staðið, nægilegt upplýsingaflæði án þess að manni liði eins og það sé verið að mata mann. Þessi mynd er að mörgu leiti mjög svipuð þeim myndum sem Hilmar Oddsson hefur gert, gæðalega séð. Mér fannst samt eins og það vanti eitthvað, eitthvað sem kæmi manni virkilega að óvart, en í staðin þá mallaði hún bara svona. En hún var samt mjög góð fyrir það sem hún reyndi að vera.

Eitt komment í viðbót sem tengist ekki beint myndinni, leit plakatið ekki út eins og þetta væri sumarmynd, samt var alltaf dimmt í myndinni, enda desember. Og titillinn, Desember, mér fannst Hátíð í bæ betri titill. Veit eitthver afhverju honum var breytt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hringurinn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög athygglisverð mynd frá Friðriki þegar hann var ungur. Hann keyrði í kringum landið með myndavél sem tók einn ramma á 10 metra fresti. Hann byrjar í Reykjavík og fer austur, í raun sólahring. Fyrsti bærinn er Hveragerði og svo áfram framhjá Vatnajökli, Akureyri, Staðaskála og endar aftur í Reykjavík. Það er athygglisvert að sjá hversu lítið var malbikað á þessum tíma þegar ég var ekki einu sinni orðinn eins árs. Tónlistin passar ótrúlega vel við myndina, í raun bara eitt lag allar 70 mínúturnar. Myndin er ekkert mjög skýr, svo það er ekki hægt að njóta landslagsins eins vel og ég var að vona. Hún fer samt passlega hratt þannig að maður nái soldið hvað er að gerast en mætti samt ekkert fara mikið hægar. Ég gat ekki setið út alla myndina. Tók mér pásu eftir Jökulsárlón, leifði þessu að rúlla og kom inn aftur við Mývat. Eftir það dáleyddist ég alveg og kláraði myndina til Reykjavíkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vicky Cristina Barcelona
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði mjög gaman af því að sjá þessa mynd. Hún fjallar um tvær stelpur sem fara til Barcelona, þær heita auðvitað Vicky og Cristina. Þar kynnast þær listamanni sem heitir Antonio. Þetta snérist aðalega um daðrið og ástarlífið þeirra þriggja, en á mjög skemmtilegann hátt. Antonio var mjög djarfur og sannsögull. Það sem stóð uppúr í lokinn var hvað fólk er oft andstæðan við það sem manni finnst í fyrstu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svartir englar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svartir egnar er sjónvarpssería sem sýnd var á RÚV. Hún fjallar um fjóra rannsóknalögreglumenn í Reykjavík sem eru að rannsaka morð. Í fyrstu seríu eru sex þættir og í þeim eru tvö mismunandi morð rannsökuð. Mér finnst þetta ágætlega spennandi þættir, hefur svona cliffhanger í lok hvers þáttar eins og svo margir þættir hafa. Marg soldið frumlegt í atburðarásinni og morðin nokkuð trúverðug og skemmtilega djúp pæling á bak við sumt af þessu. Hins vegar fannst mér þau í lögreglunni ansi íkt og óraunveruleg, það virðist enginn geta unnið vinnuna sína fagmannlega og oft viljandi misnotað sér aðstöðuna og svo seinna er sagst hafa gert það óvart. Og leikurinn hjá þeim var heldur ekkert æði, enda er þetta bara þættir og ekkert hægt að gera sömu kröfur og til kvikmynda. Mér finnst Óskar Jónasson og Sigurður Kjartansson hafa gert þokkalega þætti með mikið skemmtanagildi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reykjavík-Rotterdam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins er Óskar aftur byrjaður að leikstýra kvikmyndum. Hann kann þetta kallinn. Við erum að sjá ótrúlegann leik og vel þétt handrit. Það er mjög gott jafnægi á drama og gríni, en spennan er í forgangi. Yfirleitt er mér alveg sama um eitthverja smyglara í bíómyndum, en eitthvernvegin náði ég að kynnast persónunum það vel að mér var alls ekki sama. Dramað byggðist upp og var ekki þjálft eins og í svo mörgum myndum. Allur söguþráðurinn var skýr og „to the point“. Besta íslenska kvikmyndin síðan Hafið og það besta sem Óskar hefur gert síðan Sódóma Reykjavík. Yfirleitt eru það óraunverulegu hlutirnir sem ég gagnrýni helst, og það eina sem ég sá í þessari mynd er, að það er mjög óraunhæft að maður sem hefur setið í fangelsi fái vinnu hjá Öryggismiðstöðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Journey to the Center of the Earth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég á erfit með að meta þessa mynd, hún er í raun ágætis skemmtun, stundum spreng hlægileg en alltaf 100% vitleisa. Hér koma nokkrir spoilerar: Það eru engar eldingar á Íslandi og glætan að þær "elti þig" eins og í myndinni. Risaeðlur hlaupa mun hraðar en þú. Eldfjallastokkar eru ekki tómir, þeir eru fullir af hrauni. Eldfjöll virka ekki eins og goshver. Þetta er svona það sem ég tók eftir við fyrsta (og líklega síðasta) áhorf mitt. Jarðfræðingar eiga eflaust eftir að hafa mjög gaman af því að horfa á þessa mynd og finna mun fleiri vitleisur en ég :) Þrívíddin var ansi skemmtileg. Nokkrir brandararnir virka líklega bara á Íslandi, eins og þegar þeir reyna að bera fram Ásgeirsson. Það eru ekki bara íslensku eldingarnar sem fóru í taugarnar á mér, heldur líka að þau þurftu að labba til Snæfellsjökuls þar sem það eru engir vegir þangað. Ég hef keyrt uppá hann.

En mér leiddist allavega ekkert hrikalega á þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sveitabrúðkaup
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dæmigert drama í íslenskri kvikmynd og allt á einum degi. Eins og hefur verið sagt marg oft í blöðunum þá er þessi kvikmynd sérstök á þann hátt að hún er mikill spuni, jafnvel meira en Börn/Foreldrar. Mikið af sömu leikurum (Vesturport) og sami bragur yfir þessu. Mér fannst ekkert allir leikararnir neitt hrikalega spennandi, sérstaklega aðalleikararnir. Það var þá aðalega Ingvar, Kristbjörg Kjeld, Rúnar Freyr og Ólafur Darri sem voru alveg frábær. Mér leið eins og myndin væri styttri en hún var, það gerðist ekkert það mikið. Maður var næstum búinn að sjá alla myndina við að horfa á trailerinn. Og svo var þetta ekkert nema drama á milli hina og þessa sem var orðið svo langsótt að ég hætti að fylgjast með því. Ég sá aldrei Blóðbönd, en ég hef á tilfinningunni að þeir sem hafi fílað hana eigi eftir að fíla þessa líka, þetta er bara ekki fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Strangers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var að pissa á mig. Ég hef ekki verið jafn hræddur í bíó síðan ég var tíu ára að horfa á X-Files. Á fyrstu 15 mínútunum var ég kominn með fætur upp í sætinu, hendur fyrir munninn og fann hárin á höfðinu rísa. Ég var viss um að spennan mundi ekki haldast út myndina. En hún gerði það. Kærastinn var soldið heimskur stundum en áherslan var lögð á Liv Tyler og hún var æði. Topp spennumynd sem er alls ekki fyrir viðkvæma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrapp út
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um dópsala sem lendir óvart á ferðalagi um sveitina. Þetta er um senn mynd um hræsin í Reykjavík sem eru látin líta bara nokkuð huggulega út og landsbyggðina og víðáttuna þar.

Myndin gengur alveg upp fyrir utan tvö atriði. Annað þeirra er samansafn af persónum sem tala við myndavélina og lýsa skoðun sinni á stöðunni, sem hefur verið gert svo oft og aldrei vel gert. Í hinu atriðinu kemur aðskotahlutur eiginlega upp úr þurru og fylgir því engin skýring, þetta hef ég aldrei séð áður og hefði myndin ekki verið sú sama án þess. Sem sagt, það hefði mátt sleppa fyrra atriðinu en seinna atriðið er algjör snilld.

Það sem gerði þessa mynd líka skemmtilega var hversu mikið var af alskonar persónum. Það voru einmanna bændur, fasttrúa útlendingur í ástasorg, skrítnir unglingar, milljónamæringar og svona gæti ég lengi haldið áfram. Sumir betur leiknir en aðrir, en öll aðalhlutverkin eru mjög vel gerð. Þar ber hæst að nefna Diddu Jónsdóttur sem fer með aðalhlutverkið.

Ég bjóst við að þurfa að bera þessa mynd meira saman við Stormviðri, en í rauninni hafa þær voða lítið sameiginlegt fyrir utan að vera leikstýrð af Sólveigu Anspach og hafa Diddu Jónsdóttur í aðalhlutverki.

Þessi mynd á sína galla, en þeir eru allir minniháttar. Það vantar eitthvað uppá til að ég gefi henni fullt hús. Hún fær 8 af 10, en þar sem ég er mjög veikur fyrir íslenskum myndum gæti það jafnvel verið aðeins of mikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sexy Beast
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flottur leikur
Það er alltaf hægt að treysta á góða mynd þegar maður velur úr "Við mælum með" rekkanum í Laugarásvideo. Þessi mynd er algjör gullmoli. Ég er líka mjög veikur fyrir myndum um bankarán. Þessi mynd snýst samt meira um forleikinn og skemmtilegar samræður milli Ray Winstone og Ben Kingsley.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dark Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
A little fight in ya. I like that.
Eftir að hafa horft á hana tvisvar, einu sinni í gær og svo aftur í kvöld, þá get ég sagt að hún verður betri með hverju skiptinu sem maður horfir á hana. Það var sumt sem ég skildi betur en á sama tíma fannst mér findið hvað sumt fór framhjá mér í seinna skiptið, líklega því ég var svo upptekinn að átta mig á heildarsöguþræðinum. Þetta er mynd sem vinnur á svo mörgum stigum að manni svimar við tilhugsunina. Ég held að þessi mynd muni eldast betur en allar hinar Batman myndirnar. Þetta er ekki sú tegund myndar sem ég elska, þær byggjast upp a öðrum hlutum en The Dark Knight. Þrátt fyrir það fer þessi mynd á lista yfir 10 best gerðu myndir allra tíma. Fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hellboy II: The Golden Army
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Öðruvísi myndasögumynd
Ég man ekkert eftir fyrstu myndinni en að mínu mati var þetta mjög skemmtileg mynd. Brellurnar voru stundum over the top en alltaf mjög töff. Aðalega var það persónurnar sem gerðu myndina öðruvísi en til dæmis Iron Man eða Batman. Þær voru kærustuparavandamál, drykkjuvandamál og alskonar í þeim dúr. Ég væri alveg til í númer þrjú.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hostel: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Findnari og ógeðslegir en númer 1
Það sem mér fannst myndin ganga út á var að vera með svo ógeðsleg atriði að maður fari að hlægja. Ég var alveg að fíla það í botn. Stelpurnar léku þetta alveg hrikalega illa og voru mjög óraunhæfar og ég vildi ekki sjá neitt meira en þær drepnar. Fyrrihelmingurinn byggði hana nokkurnvegin upp eins og formúlumynd en svo var það allt rifið í tætlur í lokinn og endirinn kom mér alveg að óvart. Mynd með mjög mikið skemmtanagildi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sahara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Dull húmor en góðar sprengjur
Í heldina nokkuð hallærisleg mynd með lélegum one-linerum og hreint út sagt pirrandi söguþræði. Nánar tiltekið þá er framvinda mála mjög asnaleg. Til að taka dæmi „vá ég er í fótbolta, úff, boltinn fór niður í kjallara best að elta hann, hvaða hvaða, en sú heppni hér fann ég nokkuð sem getur hjálpað okkur“. Myndin er full af svona.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pathfinder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott lúkk og ágætis spólumynd
Mér fannst allt lúkkið á þessari mynd nokkuð skemmtilegt, svona röff, dökt og næstum svarthvítt. Þetta er auðvitað óttaleg b-mynd, en samt hægt að skemmta sér yfir henni. Þetta er endurgerð af norskri mynd þar sem Helgi Skúlason lék vonda kallinn. Söguþráðurinn heldur sig furðulega nálægt upprunalegu sögunni. Það er líka gaman að reyna að skilja íslenskuna „auka fyrir auga“. Þetta snýst semsagt um Ghost sem er víkingur en var alinn upp af Sami fólkinu sem býr í norður Skandinavíu. Víkingarnir eru sýndir sem ófreskjur og villimenn, eins og hálfgerðir orkar. Þeir ganga semsagt berserksgang og drepa allt Sami fólkið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Of framleidd og sillí
Frá leikstjóra mynda á borð við Lost World og War of the Worlds kemur enn eitt óþarfa framhald. Allt of miklir peningar hér á ferðinni sem snúast allir um áskorunina að láta aðalhetjurnar lenda í stærri og hættulegri slysum án þess að meiða sig. Hversu marga bissuskot, árextra, fossa og kjarnorkusprengjur getur maður lifað af, ekki einu sinni brotinn fótur eða höfuðáverkar. Meiri hlutinn af myndinni var með eitthverskonar tölvubrellum, sum af þeim nokkuð flott, en þegar þau eru orðin svona rosalega mörg þá læðast inn eitt og eitt atriði sem tekur allann sjarmann af myndinni. Mér var til dæmis farið að kvíða fyrir klettasillunni sem ég sá í trailernum, og því miður var það atriði óraunverulegra heldur en ég bjóst við úr trailernum, og það var ekki mikið. Þegar upp er staðið er þetta tölvubrellu rússíbani með fullt af klisjukendri nostralgiu fyrir stóra Indiana Jones aðdáendur. Ekki fyrir minn smekk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Star Wars Holiday Special
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Versta Star Wars mynd sögunnar
George Lucas er frægur fyrir að hafa sagt „If I had the time and a hammer, I would smash every copy of the Holiday Special“. Ég hélt að hann væri að íkja soldið. En je minn, þetta er hrillingur. Það er gaman að horfa á Chewbacca tala Wookiee við Han og Luke, en þegar maður er kominn með heila Wookiee fjölskildu talandi ekkert nema Wookiee þá er það orðið algjör hörmung. Sem betur fer er það bara fyrstu fimm mínúturnar, en það tekur ekkert betra við. Ein hörmungin á fætur öðrum. Stormtroopers eru látnir líta út eins og algjörir aumingjar og Darth Vader hefur ekkert betra að gera en að eyðileggja hátíðisdag saklausa fólksins. Ég náði ekki að horfa á síðasta korterið vegna magaverks sem ég fékk við áhorfið. Ætli ég mani mig ekki upp í að horfa á afganginn eitthvertíma seinna, bara til að geta sagtst hafa klárað hana, en það verður langt þangað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Superbad
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög dónaleg
Ég náði nú sjaldan að lifa mig inn í þennann heim. Strákarnir tveir rosalega leiðinlegir við hvorn annann og flesta aðra. Þeir hegðuðu sér annað hvort eins og þeir séu 10 eða 20. Feiti strákurinn var eins og boring útgáfa af Cartman og sá granni var verri í stelpu málum heldur en Stan. Það var hins vegar soldið gaman af þriðja vini þeirra. Löggurnar voru líka mjög óraunhæfar, en allavega skemmtilegir til áhorfs. Myndin byrjaði allavega mjög illa, en svo rættist eitthvernvegin soldið úr henni í endasprettinn og kom mér soldið að óvart að mér fannst þetta ekki algjör tímasóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wedding Daze
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Krútlega fyndin
Ég allavega skall uppúr nokkrum sinnum af vitleysunni í þessari mynd. Allavega fyrri partinn af henni. Svo var vitleysan farin að ganga soldið langt og hún hætti að koma manni að óvart. Merkilegt hvað Jason Biggs leikur í mikið af óþekktum myndum, eins og þessari og Guy X. Ég hafði mjög gaman af Isla Fisher í Wedding Crashers og hérna er hún svipað klikkuð. Maður hefur nú séð margar lélegri grínmyndir. Þessi var svona í meðal lagi. Með þónokkuð af frumlegum bröndurum og lítið af klisjum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prodigal Son
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög gömul og hljóðlaus
Það er mjög erfit að gagnrýna svona gamla mynd þegar maður hefur séð fáar aðrar myndir frá sama tímabili til hliðsjónar. Ég hafði allavega mjög gaman af því að sjá svart-hvíta mynd sem tekin var upp á Íslandi fyrir svo mörgum árum. Það var ekkert hljóð, ekki einu sinni tónlist með og því heyrðist brakið í stólnum um allann salinn. Hvað með það. Þetta var algjör sápuópera. Snérist um bræður sem voru ástfangnir af sömu konunni. Hún ætlaði að giftast öðrum þeirra en hætti við til að giftast þeim sem hún elskaði í raun og veru. Sá endaði með að vera henni ótrúr. Svona hélt þetta áfram þar til öll fjölskildan var í molum og urðu ekki sættir fyrr en mörgum árum seinna þegar allir voru orðnir gamlir. Leikurinn var mjög íktur eins og í leikhúsi og förðunin var mjög spaugileg. Mér var farið að verða nokkuð sama um aðalpersónurnar sem flestar hegðuðu sér ósanngjarnlega gagnvart hvort öðru. Fyrir utan Magnús sem fórnaði aleigunni fyrir réttlætið. Maður var orðinn frekar þreittur á langavitleysunni sem var í tvem hlutum, 90 mínútur hvor. En þrátt fyrir það mjög merkilegt kvikmyndaafrek í sögu íslenskra kvikmyndagerðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Iron Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyndin og flott
Eitt það besta við Iron Man voru brandararnir og tæknibrellurnar. Það er orðið langt síðan að ég horfi á mynd og sá ekki eitt einastak skot sem var með lélegum tæknibrellum. Við erum að tala um gæði á borð við Minority Report. Leikararnir stóðu sig að sjálfsögðu allir með príði, fyrir utan Jeff Bridges, sem ég hef reyndar aldrei fílað. Það skemmtilega við að sjá fyrstu myndina í því sem á ábyggilega eftir að verða löng sería af myndum, er kynningin á aðalpersónunum. Að sjá afhverju Tony Stark varð Iron Man er rosalega áhugavert. Soldið óraunverulegt að hann skuli ekki gera sér grein fyrir að búningur sem maður getur flogið í geti líka verið notaður af hernum fyrir vafasöm not, svo er tímalínan líka soldið skrítin. Þeir virðast vera svo fljótir að búa til alskonar hluti. Og síðasti gallinn sem ég man eftir var að vondi kallinn var hreinlega ekkert spennandi eða ógnvekjandi. Svona svipað og Jonathan Crane var mjög óspennandi í Batman Begins. En ég er búinn að vera allt of gagnrýnin miða við hvað þessi mynd er góð. Það er nú bara af því að ég er búinn að sjá hana tvisvar nú þegar. Kostirnir voru að hún missti aldrei dampinn, spreng hlægileg og bara mjög töff öfurhetjumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What's Eating Gilbert Grape
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Algjört gull
Hérna er á ferðinni mynd sem allir ættu að geta tengt við. Alveg rosalega góðir leikarar og með eftirminnilegri persónum sem ég hef séð. Myndin er oft kölluð „þessi með feitu konunni“, og það er bara afþví að mamman er gerð svona eftirminnileg. Þetta er ekki mynd sem kemur með neitt stórt „bang“, heldur bara ljúf sunnudagsmynd. Mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
RoboCop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
RoboCop
Fyrsta myndin sem ég sé í Blueray gæðum, og ég varð ekki fyrir vobrigðum, þetta er klárlega eitthvað sem á eftir að finna sér sess í tækjum landsmanna. Hvað myndina varðar þá var stop motion animation stundum soldið höktandi. En skemmtanagildið var mikið og skemmtilegar pælingar um spillingu og baráttu góðs og ills. Ég hélt ég væri að fara að sjá eitthverja Last Action Hero PG-13, þar skjátlaðist mér, mjög hrottaleg R mynd hér á ferð. Bæði hefur sína kosti en ég er oftast hrifnari af R myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystery Science Theater 3000: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sprenghlægileg
Ég hef séð nokkra þætti úr upprunalegu sjónvarsþáttaröðinni og þekkti því soldið þemað sem er í myndinni. Brjálaður vísindamaður reynir að heilaþvo saklausann jarðarbúa með því að láta hann horfa á nokkrar af lélegustu bíómyndunum sem Hollywood hefur gert. Með honum eru tvö vélmenni. Til að auðvelda sér áhorfið þá gera þeir stolpagrín að þessum hræðilegu myndum. Útkoman er æðisleg. Í þetta skipti er það klassíska myndin This Island Earth frá árinu 1955 sem verður fyrir valinu. Vinir mínir geta vottað fyrir það að ég lág á gólfinu í hláturskrampa yfir sumum commentunum sem koma út úr gaurunum þegar við horfðum á þessa hræðilegu mynd með þeim. Og brandararnir voru ekki bara aulalegir, ekki endalausir kúkabrandarar eins og maður hefði getað búist við, þetta voru virkilega „gáfaðir“ brandarar. Ég veit ekki alveg hvað meira maður á að segja um þessa mynd, hún er engu öðru lík (fyrir utan auðvitað sjónvarpsþættina). Ef þér finnst gaman að gera grín að gömlum svarthvítum myndum þá er þetta eitthvað fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
El orfanato
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hrollvekja án tæknibrellna
Virkilega spennandi mynd. Minnti mig óneitanlega á The Haunting. Leikararnir stóðu sig allir með príði og spænskan setti mjög skemmtilegann svip, en þetta var ný upplifun fyrir mig að sjá spænska hrollvekju. Það voru sum atriði þar sem mér brá alveg hrikalega og fann að allur salurinn gerði það líka. Persónusköpunin var góð og söguþráðurinn hélt manni mest allann tímann og enda twistið kom mjög á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nýtt líf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einföld en góð
Vissulega er Nýtt líf mjög gömul og einföld, en mér finnst hún samt mjög góð. Hún heldur alltaf áfram dampinum og kemur með ágætis punkta. „Áttu eld? Nei, en ég á hárbusta“. Hér byrja Þór og Danni í eldhúsi og fara svo í frystihús og enda á sjónum. Björk er áberandi með tónlistina og sést meira að segja singja á sviði. Sýnir íslenska kvikmyndagerð eins og hún var í gamladaga. 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cloverfield
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tímamóta mynd
Ekki hélt ég að ég gæti fengið sömu upplifun og þeir sem fóru á sýningu kvikmyndarinnar "The Great Train Robbery" árið 1903, en að fara á Cloverfiled komst ansi nálægt því. Ég ætlaði næstum að hlaupa út úr bíóinu af hræðslu. Ég man ekki eftir neinni mynd sem hefur haldið spennunni alla leið heim og alla nóttina. Ég bókstaflega vaknaði með hnút í maganum af hræðslu. Það er alveg ólýsanlegur frumleiki í heildaruppbyggingu myndarinnar og djörf í alla staði sem minnir óneitanlega á The Blair Witch Project.

Þegar ég sá auglýsinguna frá Nexus um að þessa mynd þurfi að sjá án texta og hlélausa þá hélt ég að þeir væru nú bara að reyna að selja fleiri miða. En ég get staðfest að þeir voru ekki að grínast. Myndin er rétt rúmlega 80 mínútur, og það eitt er næg ástæða til að sleppa hléi, en að auki þá setur sérstakt útlit myndarinnar algjört bann á hlé og texta. Ég hvet kvikmyndahús til að hugsa sig alvarlega um hvort þeir vilji ekki sleppa hléinu á þessari mynd.

Myndin tekur soldinn tíma í að byggjast upp. Maður fær að kynnast persónunum soldið. Og spennan fer soldið upp og niður. Sumir aulaskapir í einnum að aðal persónunum fór í taugarnar á mér. Annað sem fór í taugarnar á mér var hversu margir hafa borði hana saman við Godzilla, en Cloverfiled er alls ekkert lík Godzilla.

Ég var fyrst að hugsa hvort þetta sé byrjunin á nýrri gerð kvikmynda, en núna held ég frekar að þessi mynd muni standa sér á stalli í ansi langann tíma. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður eigi eftir að reyna svona lagað aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enchanted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hugljúf
Sæt saga um teiknimyndapersónuna Giselle (Amy Adams) sem er göldruð út í alvöru okkar heim, nánar tiltekið New York. Teiknimyndapersónurnar eru að sjálfsögðu ansi íktar þegar þær rölta um stórborgina í leit að ævintýrum, og í öllum öðrum myndum fengi hún mínus fyrir það, en maður dettur svo inn í hugarheiminn þeirra að það fyrirgefst alveg. Robert (Patrick Dempsey), sem virðist vera eini maðurinn í NY sem hefur samviskubit til að hjálpa grei Giselle, oft óraunverulegur. Söguþráðurinn bara hinn fínasti með nokkrum góðum brandörum sem öll fjölskildan getur hlegið að. Alveg hin fínasta Disney mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Okkar á milli: Í hita og þunga dagsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki eins og hinar
Oft finnst mér fólk koma með stereotýpu á íslenskar kvikmyndir, og þegar ég segi fólk, þá er ég að tala um sjálfan mig. Þær eru ekki með neinn endi, þær eru hitt, þær eru þetta, þær eru allar eins. Okkar á milli er ekki eins og allar hinar myndirnar. Og í raun eru íslenskar kvikmyndir allar einstakar. En Okkar á milli fer nýjar slóðir, og ég hef ekki séð neinn þora að fara sömu spor aftur. Víðlinsan er mikið notuð. Tónlistin er hrá og spennandi. En það skemmtilegasta við hana er hugmyndaflugið sem aðalpersónan hefur. Eftir að missa besta vin sinn þá fer hann svolítið að missa vitið, og við sjáum hann í mjög venjulegum aðstæðum og fáum innsýn í þær hugsanir sem koma upp í kollinn á honum. Ég veit ekki hvort að ég hafi fengið neitt sérstaklega út úr því að horfa á hana, skildi ekki neitt eftir sig nema bara „vá, ég hef ekki séð svona mynd áður“.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er líklega ein versta spennumynd sem ég hef séð í tvö þrjú ár, og tel mig hafa séð ansi margar. Söguþráðurinn tíbískur og klisjulegur, það er ekki frumlegt að setja vampírur, varúlfa og Frankenstein saman í eina mynd, það bara er það ekki. Það var alveg rosalega mikið af tölvubrellum, og gallinn við þær var að maður sá alltaf þegar um tölvubrellur var að ræða. Myndin á ekki að byggjast upp á að maður hugsi fram og til baka að þetta sé tölvugert. Markmið tölvunnar er að maður gleymi sér og haldi að þetta sé allt að gerast í raunveruleikanum, þessu nær Van Helsing ekki. Ok, kanski er hún spennandi á köflum, en það finnst mér bara ekki nó. Hugmyndum alveg hrikalega ylla stolið úr Indiana Jones og James Bond. Huge Jackman leikur ansi svipaðann karakter og í X-men og svipuð uppygging á báðum persónunum, en ég lauma samt inn hálfri stjörnu fyrir það hversu svalur hann er með þennann hatt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eternal Sunshine of the Spotless Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Samblanda af Being John Malkovich, Vanilla Sky og Memento, enn minnir líka óneitanlega mjög mikið á fyrri tónlistamyndbönd sem leikstjóri myndarinnar, Michel Gondry, hefur gert. Charlie Kaufman kemur manni enn og aftur að óvart með annað snilldar handrit og ef þér líkar fyrri verk hans, þá ættiru ekki að láta þessa framhjá þér fara.

Samblanda af ótrúlegum leikurum, sem taka allir stóra beyju frá því sem þeir hafa verið að gera undanfarið. Enn þar ber hæðst að nefna Jim Carrey, sem kemur með alveg allt annann karakter sem hefur erfitt með samskipti og gerir óskablega lítið í lífinu, líkt og í Mask, nema ekki hann er meira alfarlegur, eins og í Truman Show. Enn Truman Show er að mínu mati vanmetnasta mynd Carreys, þar sem hann er alls ekki að leika hið tíbíska grínhlutverk, enn er í staðinn með alfarlegra hlutverk. Enn það er einmitt það sem hann er núna að gera aftur.



Það er ekki leiðinlegt að nefna að hún Valdís Óskarsdóttir okkar Editaði myndina (klippti hana) og að núna er myndin komin í 56 sæti yfir bestu myndir allra tíma samkvæmt www.imdb.com heimasíðunni.



Þetta er önnur mynd Michel Gondry´s í fullri lengd, enn hann hefur leikstírt verðlauna myndbönum á borð við Human Behavior (Björk), Sugar Water (Cibo Matto), Everlong (Foo Fighters), öll White Stripes myndböndin og fleyra. Eftir velgengni sína í tónlistamarkaðinum leikstírði hann Human Nature. Enn þessi mynd er fyrsta myndin sem hann skrifar líka. www.mvdbase.com



Í heildina litið er þetta lítil mynd sem brítur nýtt blað, ekki bara hjá leikstjóranum, handritshöfundinum, öllum leikurunum heldur í kvikmyndasögunni, því eftir að maður sér Eternal Sunshine of the Spotless Mind getur maður ekki gleymt henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Another Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mesti 007 aðdáandi en mér finnst hann samt nokkuð cool. Ég hitaði mig líka aðeins upp fyrir þessa með því að horfði á hinar myndirnar sem Pierce Brosnan lék í, áður en ég fór á þessa.

Það er alltaf gaman að hafa ísland í söguþráðinum og eiðilagði það ekki neytt fyrir :) Bond fær nokkur ný tæki og tól og fær að leyka sér svolítið með þær. Nokkrar nýjar flækjur koma í spilið (ég hafi reyndar ekki séð allar Bond myndirnar, og er því ekki alveg fær um að dæma það) en sumar flækjurnar eru nokkuð frumlegar. Maður verður auðvitað að gera sér greyn fyrir að þetta er Bond og hann getur allt og tækin eru óendanleg. Svo las ég að í tilefni að 40 ára afmæli Bonds þá vitni myndin í annaðhvort munlega eða myndræna atburði allra hinna myndanna, og náði ég líka að krækja í nokkrar, ansi sniðugt. Flott mynd og ég lofa mér jafnvel að segja að þetta sé betri mynd en Goldeney! Og er þá mikið sagt. En hún var líka alveg rosalega góð Bond mynd.

Að lokum: Alvöru bond mynd. Þarf að segja meyra?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Waking Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins finn ég þessa mynd. Hef verið að bíða eftir að sjá hana í ansi langann tíma. Hún var fyrst tekin með digital myndavél og svo teiknað yfir það og út kom þessi teiknaða bíómynd. Hún fjallar um strák sem er að dreyma og í hvert sinn sem hann vaknar, þá heldur draumurinn áfram, sem sagt, hann kemst ekki út úr drauminum. Mjög merkileg pæling og hugmyndin að gera hana animated gefur henni skemtilegann óraunveruleika í hana. Kennarinn minn sagði einusinni að ef maður fer að pæla í draumum, þá fari maður sjálfkrafa að dreyma meira. Við sjáum til hvort mig dreymi í nótt, og hvort ég geti farið að hafa stjórn á honum.

Hún kemur líka með skemtilegar hugmyndir um heiminn sem við lifum í, og eru líklega fáir sem ná að fanga allar þær pælingar og hugmyndir sem eru færðar manni, með því að horfa á hana einu sinni. Mæli með þessari mynd fyrir draumara og þá sem eru að leita að sangleika í lífinu...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af þeim myndum sem veit ekki alveg hvort hún á að standa sem algjör steipumynd sem þarf ekki að hafa neinn söguþráð eða góða leikara, því hún er bara fyndin.

Eða hvort hún á að vera vel leikin og með skemtilegann söguþráð, og hafa ágætis brandara inn á milli.

Því hún er eitthvað þar á milli (sem tekst ekki vel). Hún er að reyna að rembast að vera með söguþráð og flækjur, enn samt ekki með nógu mikið af bröndurum til að geta haldið sérí þá. Og svo virðist sem Adam Sandler hafi aldrey viljað leika í þessari mynd, því svipbrigðin á honum eru eins og: Allt í lagi, mig langar ekkert til að vera að leika þetta hlutverk, þannig að við skulum bara drífa þetta af. Og mótleikkonan hans var eins og: Ok, ég ætla bara að læra textann og lesa hann, ég þarf ekkert að leika neitt vel, bara ef ég kann textann, það er nó.

Þetta má auðvitað ekki.

En ég verð samt að viðurkenna að maður gat alveg hlegið af sumum bröndurum, enn það var kanski búið að auglýsa hana of oft, þannig að baður var búinn að læra flesta brandarana utan að.

En það eru ábyggilega Adam Sandler aðdáendur þarna úti sem fíla hann í botn og þá eiga þeir eftir að fíla þessa mynd líka. Þannig að fyrir þá mæli ég með henni, ekki fleirum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Insomnia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er eiginlega svipuð og nafnið gefur til kinna. Hún fjallar um lögreglumann (Al Pacino) sem fer að ransaka morð og út af því að það er bjart allann sólahringinn á þessum stað (svipað og hér á sumrin) þá getur hann ekki sofið og verður á endanum á milli svefns og voku. Um leið er myndin svolítið í þeim stíl, pínu langdregin, og þung.

Það hentar samt ekki alltaf að troða svona mörgum gæðaleikurum inn í eina mynd (gekk samt vonum framar í Magnolia). En hún hélt manni samt skemtilega á bláþræði og eftir myndina var maður aðeins þunglindari en þegar maður gekk inn í bíóið.

Ágætis mynd með góðri flækju sem ég er ekki alveg búinn að leisa enn. Þið sem eruð aðeins klárari en ég ættuð samt að geta það eftir að sjá hana einu sinni, eða hvað?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
One Hour Photo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd sem má eiginlega ekki tala eða lesa of mikið um, þannig að ef þú ert ekki búin(n) að lesa neitt um hana, og ekki séð neina trailera, reyndu þá að fara á hana áður enn þú gerir það. Hún kom mér samt ágætlega á óvart, þó ég hafi verið búinn að gramsa svolítið í henni fyrst, hún var kaldhæðnari en ég hélt, og mjög stíhrein. Robin Williams fer hér með hlutverk furðufugls, og er þetta ein af persónulegu þrenningunni sem hann virðist vera að gera. Hann fer nefninlega með sviðuð hlutverk í Insomnia og Death to Smoochy.

Í þessari mynd tekst honum það vel, aukaleikarar eru flestir á betri skalanum og stílhrein og sterk tónlist.

En eins og ég sagði þá á maður ekki að lesa of mikið um þessa mynd, og ætla ég því ekki að eiðileggja það. Mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Requiem for a Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, hér eru eiginlega allir safmála um að þetta sé mikil snilldar mynd. Ég var reyndar ekkert búinn að frétta af þessari mynd, og hvað sem ég reyndi að spurja stelpurnar á vídeóleigunni þá var enginn búinn að sjá hana, sem gerði hana bara betri (því minna sem maður veit, því betri verður hún). Hulstrið er heldur ekkert að gefa manni rétta mynd á myndina ;) virðist vera róleg mynd, en þvert á móti mjög hröð á endanum og hafði mikil áhrif á mig. Snilldar myndartaka og klipping, ég bara hef svo gaman af flottri myndatöku. Þetta er semsagt mynd um strák sem lendir í dóp vandræðum og líka vel farið út í umhverfi hans, eins og mömmu hans. Mjög átakamikil og ó-hollywood-leg finnst mér. Kanski ekki mynd fyrir alla en flestir kvikmyndaáhuga munu pott þétt sitja á fastri skoðun um þessa mynd efir að hafa séð hana, það er ekki hægt að láta hana bara fara framhjá manni. Og eitt í viðbót, ef þér er ylla við spautur, vertu þá viðbúin(n) að loka augonum, jafnvel ég fékk hroll og það gerist ekki oft þegar sprautur eru nálægt!



Sjáumst í bíó...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eight Legged Freaks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var svo heppinn að taka eina mynd á leigu til að hita mig upp fyrir þessa. Eins og sumir gætu vitað, þá er þessi mynd endurgerð af einni eða fleyri gömlum skrímslamyndum nema með betri tæknibrellum og svaka húmor (þótt gömlu myndirnar séu nú bara findnar fyrir það að vera gamlar). Ég tók The Night of the Lapus sem gaf mér betri sýn á hvað var verið að gera grín að í þessari mynd. Sem sagt, það er köngulær úr köngulóa búi sem sleppa eftir að þær hafa fengið steraeitur. Og núna eru þær að drepa allt og alla. Þarf að segja meira? Mikil steipa hér á sveimi og mjög findin, sérstaklega ef þú nennir að hita þig upp með einni sígildri hrollvekjud frá því í gamladaga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Allir sem voru á sömu sýningu og ég tóku líklega eftir látunum sem voru í salnum. Það verður líklegra skemmtilegra að horfa á hana með „alvöru“ áhorfendum. En þrátt fyrir það hélt hún algjörlega uppi stemmningunni. Enda mikill þrístingur á framleiðendunum, 40 milljónir aðdáenda eru að bíða eftir algjörum smell, og þeir eiga ekki eftir að verða fyrir vonbrygðum!!

Auðvita eru hægt að finna mistökin sem mætti bæta, Green Goblin kemur ekki nógu vel út. Maður fer að finna villur í smáathriðunum í fyrsta skipti sem maður sér hana. En þetta eru allt matsathriði sem vel hægt er að þurka af með smá tusku.

Hér segjir frá ungum manni sem verður fyrir byti á könguló, og verður hann sjálfur könguló. Tobey Maguire gerir þessa persónu einstaklega lúðalega sem í frammhaldinu verður kröftugur ofurhetja. Búningshönnunin er mjög fyndin þar sem hann gerir hinn núverandi búning ekki strax, með því eru margir skemmtilegir brandarar sem vel er hægt að hlægja yfir.

Og nú er bara að bíða eftir næstu myndum og athuga hvort þær nái að toppa þessa??
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sweetest Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tjaa, ég veit svo sem ekki hvernig ég á að byrja þetta.. við skulum segja hressandi mynd í algjöri vitleisu, en á góðann hátt. Diaz er auðvita mest sæt og fyndið hress, hún fer að gera furðulega hluti með vinkonum sínum og þær þrjár virðast ekki gera mikið annað en að gera snöggar ákvarðanir og gera eitthvað “crazy”. Öllum langar okkur að gera eitthvað nýtt og hressa upp á tilveruna, og fyrir þá sem vilja gera það en gera það ekki er þessi mynd góður forréttur.

Eins og ég sagði er söguþráðurinn mikil della, og sér maður ekki hvernig þessir hlutir geta gerst í raunveruleikanum, en til þess eru myndir.. að sýna okkur hlutina sem við getum ekki gert. Sem okkur langar kanski að gera en gerum ekki.

Jæja, nú er ég farinn að tala í hringi. Svona til að enda þetta er þetta krúttleg mynd um þrjár ungar stelpur sem eru að njóta lífsins með strákunum í kringum sig. Og ef þú vilt sjá þær eltast við gaurana á fyndinn hátt, mæli ég með henni. Ég held að þessi mynd gæti hentað í smekk margra kvikmynda unnenda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei