Náðu í appið
Hetjur Valhallar - Þór

Hetjur Valhallar - Þór (2011)

Legends of Valhalla: Thor

1 klst 29 mín2011

Aðalsöguhetja myndarinnar er hinn ungi Þór sem dreymir um frægð og frama á vígvellinum fjarri járnsmiðju móður sinnar.

Deila:
Hetjur Valhallar - Þór - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Aðalsöguhetja myndarinnar er hinn ungi Þór sem dreymir um frægð og frama á vígvellinum fjarri járnsmiðju móður sinnar. Sagan segir að hann sé sonur sjálfs Óðins, konungs guðanna og þess vegna trúa því allir að Óðinn muni vernda Þór og þorp hans fyrir jötnum og öðrum illum öflum. En á meðan Þór lætur sig dreyma um frægð og frama bruggar Hel drottning undirheimanna ráð gegn mönnum og guðum. Á sama tíma fær Þór á ótrúlegan hátt upp í hendurnar kröftugasta vopn veraldar, hamarinn Mjölni. Þegar heimurinn er á heljarþröm þarf Þór að taka á honum stóra sínum og beisla krafta Mjölnis því örlög alls heimsins eru í þeirra höndum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Góður húmor, veik saga

Ef þessi mynd hefði misst algjörlega marks og verið eftirminnilega leiðinleg að mati flestra þá myndi hún samt komast í sögubækur íslenskrar kvikmyndagerðar fyrir það eitt að vera fyr...

Framleiðendur

Ulysse Production
Nordisk Film DenmarkDK