Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Góður húmor, veik saga
Ef þessi mynd hefði misst algjörlega marks og verið eftirminnilega leiðinleg að mati flestra þá myndi hún samt komast í sögubækur íslenskrar kvikmyndagerðar fyrir það eitt að vera fyrsta íslenska tölvuteiknimyndin í fullri lengd - og dýrasta kvikmyndaframleiðslan á Íslandi þegar þessi texti er skrifaður. Það er nokkuð gaman að sjá hvað þrívíddarkompaníið Caoz hefur komið langa leið með svona fáa titla að baki, og Hetjur Valhallar: Þór lítur nefnilega svo vel út að hún lætur Litlu lirfuna ljótu, fyrsta verk fyrirtækisins, líta út fyrir að vera ennþá meira prump heldur en hún er. Caoz tekur þar af leiðandi ekki bara stórt skref núna í vinnubrögðum heldur heila rútuferð. En peningafjall á það nú yfirleitt til að vera svona sterkur driftkraftur.
Sem betur fer er myndin nógu fín til að láta það ekki líta út eins og aðstandendur hafi verið að fjármagna einhverja geysilega flotta tilraun sem öskrar: "Sjáið hvað við getum gert! Finnst ykkur þetta ekki flott??" Myndin er reyndar glæsilega unnin með líflegum, litríkum teiknistíl og tussuflottri grafík sem gleymir ekki smáatriðum. Það sem einkennir myndina jafnmikið fyrir mér er hversu góðan húmor hún hefur. Hún er reglulega steikt, flippuð og fyndin og í ýmsum tilfellum hló ég upphátt án þess að ná að hemla mér. Óskar Jónasson hefur tekið þátt í alls konar gríni, bæði góðu (Sódóma RVK, Fóstbræður) og slæmu (Stelpurnar) og alls konar inn á milli, en hér hefur hann sleppt sér alveg og í mörgum tilfellum sprautað smá húmor í handahófskennda ramma af engri ástæðu en bara til að lífga upp fjörið. Þór fer sumsé í góða kladdann hans.
Fyrir þá sem ekki vita (af einhverjum ástæðum) þá er myndin upphaflega skrifuð og teiknuð með tilliti til enskrar raddsetningar, og annað en meirihluti landsmanna mun gera þá kaus ég að sjá myndina á ensku. Mig langaði að sjá þá útgáfu af myndinni sem verður drefið úti í heimi, þá útgáfu sem brandararnir eru skrifaðir fyrir og þar að auki vildi ég helst horfa á þá útgáfu sem bauð ekki upp á þessa týpísku Ladda-talsetningu. Það feilar aldrei að það sé leitað til mannsins í hvert sinn sem teiknimynd býður upp á kómíska og hæper aukapersónu sem fylgir aðalhetjunni. Fyrir mér virkaði þetta naumlega fyrstu 800 skiptin en svo fékk ég bara nóg. Og persónulega tel ég ólíklegt að við séum ekki með fullt af öðrum fínum raddleikurum þarna úti sem geta verið hressir og fyndnir.
Hetjur Valhallar: Þór virkaði ágætlega á ensku fannst mér, þótt stærsti ókosturinn hafi verið sá að munnhreyfingarnar pössuðu oft ekki við talsetninguna. Skekkjan var alls ekki mikil, en í mörgum tilfellum nógu áberandi til að það færi ekki framhjá manni (Caoz passar þetta næst - vona ég). Það sem gerir myndina samt bara fína og kemur í veg fyrir að gera hana skothelda er fyrst og fremst þunn, sjarmalaus og óspennandi saga ásamt klisjukenndu illmenni sem minnir óvenjulega mikið á Izmu úr The Emperor’s New Groove, bara án brandaranna. Óskar hefði líka alveg mátt stuða meiri orku í atburðarásina þó svo að það sé hvergi dauða eða leiðinlega senu að finna. Brandararnir ganga oftar en ekki upp og ég er hrifinn af því hvað persónurnar eru skemmtilega fjölbreyttar.
Þeir sem tóku því persónulega hvað Marvel-myndin Thor hrærði mikið í norrænu goðafræðinni geta brosað breitt þegar þeir sjá hvað við íslendingar erum trúir okkar eigin rótum (já, þrátt fyrir talandi hamarinn). Myndin er ansi skemmtileg og vel heppnuð að ýmsu leyti. Óskar gerir sér grein fyrir því að það eru fullorðnir viðstaddir í salnum ásamt börnum sínum og passar að halda tóninum alls ekki of barnalegum. Hún er ekki langt frá sjöu í einkunn en það breytir því ekki að fjölskyldur ættu alveg að gefa sér einn og hálfan tíma í hana. Mér finnst að það sé hlutverk okkar landsmanna að styðja íslensk kvikmyndaverk þegar metnaður er auðsjáanlegur og afraksturinn ekki niðurdrepandi og flýttur. Þór á alveg skilið peninginn ykkar svo lengi sem þið búist ekki við einhverjum heimsmeistara. Hugsið meira um hann sem seinþroska gæjann sem komst lengra í lífinu en við þorðum að vona.
6/10
Ef þessi mynd hefði misst algjörlega marks og verið eftirminnilega leiðinleg að mati flestra þá myndi hún samt komast í sögubækur íslenskrar kvikmyndagerðar fyrir það eitt að vera fyrsta íslenska tölvuteiknimyndin í fullri lengd - og dýrasta kvikmyndaframleiðslan á Íslandi þegar þessi texti er skrifaður. Það er nokkuð gaman að sjá hvað þrívíddarkompaníið Caoz hefur komið langa leið með svona fáa titla að baki, og Hetjur Valhallar: Þór lítur nefnilega svo vel út að hún lætur Litlu lirfuna ljótu, fyrsta verk fyrirtækisins, líta út fyrir að vera ennþá meira prump heldur en hún er. Caoz tekur þar af leiðandi ekki bara stórt skref núna í vinnubrögðum heldur heila rútuferð. En peningafjall á það nú yfirleitt til að vera svona sterkur driftkraftur.
Sem betur fer er myndin nógu fín til að láta það ekki líta út eins og aðstandendur hafi verið að fjármagna einhverja geysilega flotta tilraun sem öskrar: "Sjáið hvað við getum gert! Finnst ykkur þetta ekki flott??" Myndin er reyndar glæsilega unnin með líflegum, litríkum teiknistíl og tussuflottri grafík sem gleymir ekki smáatriðum. Það sem einkennir myndina jafnmikið fyrir mér er hversu góðan húmor hún hefur. Hún er reglulega steikt, flippuð og fyndin og í ýmsum tilfellum hló ég upphátt án þess að ná að hemla mér. Óskar Jónasson hefur tekið þátt í alls konar gríni, bæði góðu (Sódóma RVK, Fóstbræður) og slæmu (Stelpurnar) og alls konar inn á milli, en hér hefur hann sleppt sér alveg og í mörgum tilfellum sprautað smá húmor í handahófskennda ramma af engri ástæðu en bara til að lífga upp fjörið. Þór fer sumsé í góða kladdann hans.
Fyrir þá sem ekki vita (af einhverjum ástæðum) þá er myndin upphaflega skrifuð og teiknuð með tilliti til enskrar raddsetningar, og annað en meirihluti landsmanna mun gera þá kaus ég að sjá myndina á ensku. Mig langaði að sjá þá útgáfu af myndinni sem verður drefið úti í heimi, þá útgáfu sem brandararnir eru skrifaðir fyrir og þar að auki vildi ég helst horfa á þá útgáfu sem bauð ekki upp á þessa týpísku Ladda-talsetningu. Það feilar aldrei að það sé leitað til mannsins í hvert sinn sem teiknimynd býður upp á kómíska og hæper aukapersónu sem fylgir aðalhetjunni. Fyrir mér virkaði þetta naumlega fyrstu 800 skiptin en svo fékk ég bara nóg. Og persónulega tel ég ólíklegt að við séum ekki með fullt af öðrum fínum raddleikurum þarna úti sem geta verið hressir og fyndnir.
Hetjur Valhallar: Þór virkaði ágætlega á ensku fannst mér, þótt stærsti ókosturinn hafi verið sá að munnhreyfingarnar pössuðu oft ekki við talsetninguna. Skekkjan var alls ekki mikil, en í mörgum tilfellum nógu áberandi til að það færi ekki framhjá manni (Caoz passar þetta næst - vona ég). Það sem gerir myndina samt bara fína og kemur í veg fyrir að gera hana skothelda er fyrst og fremst þunn, sjarmalaus og óspennandi saga ásamt klisjukenndu illmenni sem minnir óvenjulega mikið á Izmu úr The Emperor’s New Groove, bara án brandaranna. Óskar hefði líka alveg mátt stuða meiri orku í atburðarásina þó svo að það sé hvergi dauða eða leiðinlega senu að finna. Brandararnir ganga oftar en ekki upp og ég er hrifinn af því hvað persónurnar eru skemmtilega fjölbreyttar.
Þeir sem tóku því persónulega hvað Marvel-myndin Thor hrærði mikið í norrænu goðafræðinni geta brosað breitt þegar þeir sjá hvað við íslendingar erum trúir okkar eigin rótum (já, þrátt fyrir talandi hamarinn). Myndin er ansi skemmtileg og vel heppnuð að ýmsu leyti. Óskar gerir sér grein fyrir því að það eru fullorðnir viðstaddir í salnum ásamt börnum sínum og passar að halda tóninum alls ekki of barnalegum. Hún er ekki langt frá sjöu í einkunn en það breytir því ekki að fjölskyldur ættu alveg að gefa sér einn og hálfan tíma í hana. Mér finnst að það sé hlutverk okkar landsmanna að styðja íslensk kvikmyndaverk þegar metnaður er auðsjáanlegur og afraksturinn ekki niðurdrepandi og flýttur. Þór á alveg skilið peninginn ykkar svo lengi sem þið búist ekki við einhverjum heimsmeistara. Hugsið meira um hann sem seinþroska gæjann sem komst lengra í lífinu en við þorðum að vona.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Óskar Jónasson, Gunnar Karlsson, Toby Genkel
Handrit
Framleiðandi
CAOZ Ltd, Ulysses, Magma Film Ltd.
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
14. október 2011
Útgefin:
15. nóvember 2012
Bluray:
15. nóvember 2012