Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Englar alheimsins 2000

(Angels of the Universe )

Aðgengilegt á Íslandi
100 MÍNÍslenska
Edduverðlaun sem bíómynd ársins. Framlag Íslands til Óskarsverðlauna.

Páll (Ingvar E. Sigurðsson) er lífsglaður ungur maður. Hann er hæfileikaríkur og framtíðin blasir við honum. Þegar bera fer á einkennum geðveiki missir Páll tökin á lífinu og ekkert blasir við nema innilokuð tilvera hins geðsjúka. Á Kleppi kynnist Páll Óla bítli (Baltasar Kormákur) sem heldur að hann hafi samið öll Bítlalögin, Viktori (Björn Jörundur)... Lesa meira

Páll (Ingvar E. Sigurðsson) er lífsglaður ungur maður. Hann er hæfileikaríkur og framtíðin blasir við honum. Þegar bera fer á einkennum geðveiki missir Páll tökin á lífinu og ekkert blasir við nema innilokuð tilvera hins geðsjúka. Á Kleppi kynnist Páll Óla bítli (Baltasar Kormákur) sem heldur að hann hafi samið öll Bítlalögin, Viktori (Björn Jörundur) sem telur sig stundum vera Hitler og Pétri (Hilmir Snær Guðnason) sem fór yfir um á sýru. Englar alheimsins er bæði átakaleg og meinfyndin mynd, angurværar tilfinningar og harður veruleikinn tvinnast saman en hið broslega er ávallt skammt undan.... minna

Aðalleikarar

Dánarfregnir og jarðarfarir
Virkilega áhugaverð mynd sem fjallar um Pál Ólafsson(Ingvar E. Sigurðsson) og raununum í lífi hans eftir að hann greinist með geðsjúkdóm og leggst inn. Ingvar leikur þvílíkt vel og sannfærandi og sama má segja um hina leikarana(Baltasar Kormák, Björn Jörund og Hilmi Snæ) sem leika vistbræður hans á Kleppi. Myndin er flott tekin, köld og alvarleg, fín tónlist en einhvernveginn finnst mér eins og það vanti eitthvað í hana. Getur verið að þeir hafi sleppt miklu úr bókinni, ég veit það ekki, hef ekki lesið hana síðan í gagnfræðiskóla. En Englar alheimsins er skemmtileg mynd sem skríður upp í þrjár stjörnur eða 8/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostleg mynd. Túlkun Friðriks Þórs Friðrikssonar á bók Einars Más Guðmundssonar er meistaralega vel gerð. Kemur hann með alveg einstaklega fynda og soldið átakanlega mynd sem átti alveg skilið að vinna öll þau Eddu verðlaun sem hún vann á þeim tíma sem hún var í bíó. Svo er myndin einnig mjög vel skrifuð af Einari sjálfum og svo er myndin með alveg einstaklega fyndin húmor og margar skrýtnar persónur sem er mjög gaman að fylgjast með á Kleppinu. Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormákur og Björn Jörundur eru alveg meiriháttar í hlutverkum sínum og skila sínum hlutverkum alveg einstaklega vel frá sér. Ógleymanlegt meistaraverk sem að er hægt að horfa á aftur og aftur. Og er skylduáhorf fyrir þá sem ekki hafa séð hana. Klassamynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Englar Alheimsins er besta íslenska kvikmyndin sem ég hef séð. Leikararnir eru frábærir og tónlistin er góð. Ingvar E. Sigurðsson er frábær sem Páll. Ég mæli með henni. Englar Alheimsins fær full hús eða fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst þetta nú ein besta íslenska kvikmyndin. Frábært leikaralið Ingvar Balti og Björn sem að mínu mati er skemmtilegastur í myndini. þeir sína reyndar allir snildar leik og líka allir aðrir sem eru í myndini. Ég hélt nú að flestum líkaði þessi mynd en svo er ekki allavegna er ekki svo að sjá á sumum gagnrýnendum. En svo erum við nátúrulega að gagnrúna þessi mynd er ekki perfect en allavegna er frábær leikur í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Englar Alheimsins er næst besta íslenska mynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Ég las bókina í 10 bekk og sá myndina svo í bíó og ég verð að segja að hún heppnaðist mjög vel, mér fannst myndin miklu skemmtilegri en bókin, kannski vegna þess að ég hata að lesa bækur og kýs frekar að sjá myndir. Myndin er alveg einstaklega vel gerð og snilldarlega vel leikin, Ingvar E. Sigurðsson sýnir einstakan leik og tel ég þetta hans besti leikur frá upphafi en einni standa þeir Baltasar Kormákur, Björn Jörundur og Hilmir Snær sig afar vel. Það sem mér fannst skemmtilegast í þessari mynd voru samtölin hjá þessu fjórum og hvað maður náði að kynnast hverjum og einum þeirra vel, þeir voru allir með sinn persónuleikan en áttu allir það sameiginlegt að vera geðveikir. Myndin er vel unnin og vel skrifuð, það er margt í bókinni sem að vantar í myndina en common það er bara ekki pláss fyrir alla bókina í myndinni og menn verða bara að skilja það. Þetta er há-dramatísk mynd með skemmtilegum húmor og skemmtilegum samræðum og með litríkum persónum sem að eru hjarta myndarinnar. Allir íslendingar verða að sjá þessa. Án ef næst besta mynd sem íslendingar hafa gert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.11.2019

Ingvar keppir við Antonio Banderas

Ingvar E. Sigurðsson var í gær tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í flokki leikara í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason. Verðlaunaafhendingin mun fara fram...

16.01.2019

Fyrsta Spider-Man: Far from Home kitla

Það er mikil veisla í gangi fyrir Spider-Man unnendur nú um stundir. Ekki einungis er teiknimyndin frábæra Spider-Man: Into the Spider-Verse á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, heldur kom í gærkvöldi út fyrsta kitl...

04.02.2015

13 áhugaverðar erlendar kápur/plaköt fyrir íslenskar myndir

Hönnun á kvikmyndaplakati skiptir miklu máli fyrir aðsókn á kvikmyndina. Ég hef oft farið að sjá mynd í bíó bara eftir að hafa hrifist af plakatinu. Sama má segja um VHS og DVD kápur. Maður stendur á leigunni og grípur...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn