Náðu í appið
Englar alheimsins

Englar alheimsins (2000)

Angels of the Universe

1 klst 40 mín2000

Páll (Ingvar E.

Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Páll (Ingvar E. Sigurðsson) er lífsglaður ungur maður. Hann er hæfileikaríkur og framtíðin blasir við honum. Þegar bera fer á einkennum geðveiki missir Páll tökin á lífinu og ekkert blasir við nema innilokuð tilvera hins geðsjúka. Á Kleppi kynnist Páll Óla bítli (Baltasar Kormákur) sem heldur að hann hafi samið öll Bítlalögin, Viktori (Björn Jörundur) sem telur sig stundum vera Hitler og Pétri (Hilmir Snær Guðnason) sem fór yfir um á sýru. Englar alheimsins er bæði átakaleg og meinfyndin mynd, angurværar tilfinningar og harður veruleikinn tvinnast saman en hið broslega er ávallt skammt undan.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Íslenska kvikmyndasamsteypanIS
Peter Rommel Productions
FilmhusetSE
Zentropa EntertainmentsDK
SVTSE

Verðlaun

🏆

Edduverðlaun sem bíómynd ársins. Framlag Íslands til Óskarsverðlauna.

Frægir textar

"Páll: Ætlarðu með?
Lögreglan: Hvert?
Páll: Til Bandaríkjanna.
Löggi: Hvað ætti ég svo sem að gera þar?
Páll: Þú getur haldið á útvarpinu."

Gagnrýni notenda (23)

Dánarfregnir og jarðarfarir

★★★★☆

Virkilega áhugaverð mynd sem fjallar um Pál Ólafsson(Ingvar E. Sigurðsson) og raununum í lífi hans eftir að hann greinist með geðsjúkdóm og leggst inn. Ingvar leikur þvílíkt vel og sann...

Stórkostleg mynd. Túlkun Friðriks Þórs Friðrikssonar á bók Einars Más Guðmundssonar er meistaralega vel gerð. Kemur hann með alveg einstaklega fynda og soldið átakanlega mynd sem átti a...

Englar Alheimsins er besta íslenska kvikmyndin sem ég hef séð. Leikararnir eru frábærir og tónlistin er góð. Ingvar E. Sigurðsson er frábær sem Páll. Ég mæli með henni. Englar Alhei...

Mér finnst þetta nú ein besta íslenska kvikmyndin. Frábært leikaralið Ingvar Balti og Björn sem að mínu mati er skemmtilegastur í myndini. þeir sína reyndar allir snildar leik og líka al...

Englar Alheimsins er næst besta íslenska mynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Ég las bókina í 10 bekk og sá myndina svo í bíó og ég verð að segja að hún heppnaðist mjög vel, mé...

Ég ætla að byrja að að byrja að segja það að ég er ósammála Erlingi að Ingvar E. Sigurðsson hafi leikið illa í myndinni. Hann lék geðklofa sjúkling frábærlega. Það sást að han...

Á mínum menntaskólaárum var ég, eins og aðrir í skólanum, neyddir til að lesa bókina Engla Alheimsins. Af þeirri einu ástæðu fannst mér hún ekkert sérstök, en samt yfir meðallagi. E...

Ég veit ekki af hverju margir hérna 'hata' myndina, en ég verð að segja - þetta er ein fínasta mynd sem ég hef séð, mjög dramatisk og svolítið raunarleg. Þessa mynd sá ég oft, kvikmyn...

Bókin var meistaraverk - myndin líka. Kvikmyndatakan er mjög góð, tónlistin sömuleiðis (endalagið með Sigurrós á sérstakt hrós skilið). Ingvar E. var fínn í aðalhlutverkinu og Hilmir...

Friðrik þór hefur metnaðinn og aðstöðuna til að gera fjárfrekar kvikmyndir, á Íslenskan mælikvarða. Englar alheimsins er þolanleg útkoma á þessari tilraun Friðriks við að skrásetj...

Þann fyrsta janúar (minnir mig) árið 2000 fór ég í bíó en óvænt var búið að taka af dagskrá þá mynd sem ég ætlaði að sjá og í staðinn var byrjað að sýna Engla Alheimsins, é...

Hreint einstök kvikmynd þar sem allt gengur upp. Handritið er vandað og vel gert, byggt á verðlaunabók skáldsnillingsins Einars Más Guðmundssonar sem er ennfremur byggð á reynslusögu bró...

Íslensk kvikmyndagerð er sífellt að þróast. Englar alheimsins er merki um það að við getum verið jafngóðir ef ekki betri en önnur lönd til þess að búa til kvikmyndir. Ég held að þ...

Þetta er með betri íslenskum myndum sem á tjaldið hafa komið. Það er vandmeðfarið að fjalla um geðsjúkdóma sökum þess hvað miklir fordómar eru gagnvart andlegum sjúkdómum. Ingvar E...