Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Evil Woman eins og hún heitir hérna en heitir með réttu Saving Silverman(í USA og Canada)er skemmtilega fyndin mynd þar sem vitleysan ræður ríkjum. Þetta er mynd um 3 vini sem að hafa haldist saman síðan þeir voru littlir, þeir eru allir ólíkir á sinn háttin en eiga samt einn sameiginlegan hlut og það er ást þeirra á Neil Diamond. Dag einn kynnist Darren(Biggs) konu sem að hann fellur fyrir leikin af Amanda Peet og hann sér hana sem fallega konu sem að hann vill giftast en vinir hans sem leiknir eru af Jack Black og Steve Zhan eru ekki sammála Darren því þeir sjá hvernig manneskja hún er í raun og þeir gera allt til þess að sannfæra Darren um að hún sé tík en hann trúir þeim ekki. Þeir félagarnir ákveða að ræna henni upp hefst alveg sprenghlægileg atburðarrás sem að fær mann ekki til þess að hætta að hlæja. Jason Biggs stendur sig afar vel og er mjög fyndinn en einnig standa þeir Jack Black og Steve Zhan sig afar vel og tel ég þá tvo vera myndin, þeir eru alveg sprenghlægilegir og maður getur ekki hætt að hlæja af þeim tveimur. En einni finnst mér R. Lee Ermey standa sig vel sem klikkaði þjálfarinn sem að allt vill gera fyrir strákana sína og ekkert hræddur við að kála fólki. Þetta er skemmtilega fyndin mynd og ekkert annað, þetta er svona mynd sem að maður á að hafa gaman af og ekkert annað. Það er ekkert frumlegt í þessari mynd og handritið er ekki upp á marga fiska en þetta er mynd sem að leggur meira upp úr húmor og vitleysu en rosa handriti og gæða leik. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem vilja koma sér í gott skap og hlæja smá. Fínasta vitleysa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fahrenheit 9/11
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni enn ein áróðursmynd gegn okkur Bandaríkjamönnum og verð ég að segja að fólk er vitlaust að gleypa við öllu sem að þessi mynd segir. Þó svo að margt sem að kemur fram í henni sé rétt þá eru þetta hlutir sem að kemur eingum við. Það kemur eingum við hversvegna við sprngjum Írak í loft upp, það kemur eingum við hve tengsl Bush eru við hinn og þennan í arabaheiminum því að ef þið væruð í hans sporum þá væru þið ekkert skárri og ekkert minna spilltir. Ég verð því miður að segja að hatur gegn okkur könum hefur aukist og finn ég það vel hér á Íslandi. Þessi mynd er vel gerð og allt það og ég tek ofan fyrir Moore að taka þessa áhættu og ég veit að hann er að þessu í þá síns lands en hann mun ekkert geta breytt fólkinu í landinu og þó svo að Bush hafi gert marga vitleysu þá verðum við bara að sætta okkur við það og gefa honum annan séns. Flestir héldu að Bush myndi ekki ná endurkjöri en hvað skeði??? Ég er ekki mikill aðdáandi svona mynd en ég er ekki hræddur þó svo að ég sé repúblikani því að staða okkar er sterkari en nokkru sinni fyrr. Það eru margar fyndar senur í myndinni og er það allt gert í gríni en fólk verður að hætta að gleypa við öllu sem að það sér. Endilega sjáið þessa mynd en ef þið hafið það viðhorf að hata okkur kana þá skuluð þið hætta að ferðast til BNA.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wonder Boys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Með þessari mynd er Curtis Hanson búinn að skipa sér í sess hjá mér sem einn besti leikstjóri samtímans. Wonder Boys er einstakelega skemmtileg mynd þar sem þétt handrit og skemmtilegar og vel skrifaðar persónur koma saman. Það er bara ekki hægt að finna galla á þessari mynd. Maður fær strax tilfinningu fyrir handritinu sem er hrein snilld og til að gera myndina skemmtilegri þá koma fyrir nokkrar af skemmtilegustu persónum sem að ég hef sé lengi í bíómynd. Hér fer Michael Douglas með aðalhlutverkið og sýnir hann snilldarleik enn Douglas er ekki einn því hér er samansafn af gæða leikurum sem að allri standa undir sýni og má þar nefna Robert Downey Jr. sem að á hér snilldarleik sem og Tobey Maguire, Frances McDormand og Katie Holmes sýnir ágætis leik sem er smá plús fyrir hana. Myndin gerist á einni helgi eða svo og það sem gerir þessa mynd öðruvísi er að það er alltaf rigning eða snjókoma, grár himinn og aldrei sést til sólar sem sýnir það að það er ekki alltaf sól og það rignir líka. Þetta er vel skrifu og vel leikin mynd sem er síðan leikstýrt að hreinni snilld. Þetta er mynd sem að allir ættu að sjá og sjáið hana svo aftur og síðan aftur og þig sjáið að þetta er fersk og skemmtilega dramamynd með sprenghlægilegum senum og það er hægt að horfa á þessa mynd aftur og aftur. Yndisleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Englar alheimsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Englar Alheimsins er næst besta íslenska mynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Ég las bókina í 10 bekk og sá myndina svo í bíó og ég verð að segja að hún heppnaðist mjög vel, mér fannst myndin miklu skemmtilegri en bókin, kannski vegna þess að ég hata að lesa bækur og kýs frekar að sjá myndir. Myndin er alveg einstaklega vel gerð og snilldarlega vel leikin, Ingvar E. Sigurðsson sýnir einstakan leik og tel ég þetta hans besti leikur frá upphafi en einni standa þeir Baltasar Kormákur, Björn Jörundur og Hilmir Snær sig afar vel. Það sem mér fannst skemmtilegast í þessari mynd voru samtölin hjá þessu fjórum og hvað maður náði að kynnast hverjum og einum þeirra vel, þeir voru allir með sinn persónuleikan en áttu allir það sameiginlegt að vera geðveikir. Myndin er vel unnin og vel skrifuð, það er margt í bókinni sem að vantar í myndina en common það er bara ekki pláss fyrir alla bókina í myndinni og menn verða bara að skilja það. Þetta er há-dramatísk mynd með skemmtilegum húmor og skemmtilegum samræðum og með litríkum persónum sem að eru hjarta myndarinnar. Allir íslendingar verða að sjá þessa. Án ef næst besta mynd sem íslendingar hafa gert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
We Were Soldiers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

We Were Soldiers er byggð á bók sem að heitir We Were Soldiers Once And Young og er mjög virt bók í USA. Myndin fjallar um fyrstu alvöru orrustuna sem að BNA her sá í stríðinu og var ein sú blóðugasta í öllu Víetnamstríðinu. Myndin lýsir á mjög raunverulegan hátt hvernig orrusta lítur út og hvað hermenn fara í gegnum og sjá hluti sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur og myndin sýnir tilfiningarnar hjá hermönnunum sem að verða til við svona aðstæður. Myndin er vel skrifuð og heldur sig vel við bókina og svo er leikstjórnunin hrein snilld. Þó svo að myndin sé séð með augum Bandarískra hermanna þá fáum við að kynnast Víetnömunum og sjáum hvernig þeir sjá stríðið. Þessi mynd er um hermennina okkar(þá meina ég okkar ameríkana)og það sem þeir máttu þola og eftir að hafa séð þessa mynd þá var ég mjög stoltur að vera kani. Mel Gibson stendur sig afar vel sem og Sam Elliott sem að sýnir snilldar leik en einnig standa Greg Kinnear og Barry Pepper sig vel en ég verð líka að gefa Don Duong sem að leikur herforingja Víetnama mikin plús en ég tel að hann hafi átt einn besta leik í myndinni, sá eini sem að stendur sig ekki í stikkinu er Chris Klein, hann á bara ekki heima í svona myndum, hann var fínn í American Pie en ekki svona myndum. Þegar upp er staðið þá er þessi mynd hrein snilld. Þetta er mynd með miklum og velgerðum bardögum en á sama tíma koma tilfiningarnar fram sem að skapa damatískt andrúmsloft sem að gerir myndina raunverulega og skemmtilega. Ef fólk vill ekki sjá kana og þjóðernisást þá er þetta ekki mynd fyrir ykkur en ef þið eru ekki með fordóma gagnvart okkur könum og eruð mikið fyrir góðar stríðsmyndir þá er þetta mynd fyrir ykkur. Ein af betri stríðsmyndum seinni ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Í takt við tímann
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í Takt Við Tíman er framhald Með Allt Á Hreinu sem að sló í gegn á sínum tíma. Hér er á ferðinni en ein úldin Íslensk þvæla þar sem maður gerir ekkert annað en að drepast úr leiðindum. Það koma jú stundum fyrir að maður hló en það var ekki lengi og ekki oft, ég sá eftir 800 kallinum mínum og vara alla við að sjá þessa skelfilegu vitleysu sem að ætti að banna í bíó. Með Allt Á Hreinu var mikið betri þó svo að hún hefði verið frekar leiðinleg en hún var samt miklu skárri. Í Takt Við Tíman er leiðinleg og illa leikin mynd sem að skilur ekkert eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
National Treasure
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

National Treasrue er ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna en ekkert meira. Þetta var mjög skemmtileg mynd og það er alveg hægt að hafa gaman af henni svo lengi sem maður sé ekki að búast við stórmynd. Ég hafði mikið gaman af henni en það var samt mikið sem hefði mátt koma betur út, sem dæmi þá sér maður fljótt að handritið er götótt og hefði meiga laga það. Sagan og hugmyndin er góð en ekki nógu vel skrifuð. Mér fannst ég vera að horfa á Indiana Jones mjög oft og svo mátti sjá tilvitnanir í aðrar myndir. Nicholas Cage er hér í aðalhlutverki en sýnir ekkert stórleik, hann er bara svona venjulegur, ég tel reyndar að það hefði þurft einhvern betri leikara fyrir hlutverkið því Cage er ekkert svo hæfur í svona hlutverk, ég persónulega tel að Harrison Ford hefði geta gert persónuna skemmtilegri en hann er orðinn gamall og er á fullu með Indiana Jones 4 og fleiri myndir. Í myndinni koma margar tilvitnanir úr sögu BNA og til þess að geta skilið þær þá þarf maður að vita eitthvað um sögu BNA. Til að mynda þá voru gleraugun í myndinni fundin upp af Benjamin Franklin og eru þau til í alvörunni. National Treasure er skemmtileg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna og ég mæli með að fólk skelli sér á hana en bara með það viðhorf að skemmta sér en ekki fara á hana til þess að búast við stórmynd eða einhverri svaka gæða mynd. Bara fara til þess að skemmta sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Green Mile er ein besta mynd sem að ég hef séð, hún náði til mín og ég táraðist á köflum í myndinni þótt ég segi sjálfur frá. The Green Mile er vel skrifðuð og afar vel leikin mynd sem að skartar mjög skemmtilegum leikarahópi. Ólíkt mörgum myndum þá eru hér ekki margar stórstjörnur (fyrir utan Tom Hanks), heldur eru hérna hópur minna þekktra manna sem gera myndina litríka og áhugaverðar, allar persónurnar eru ólíkar og koma þær allar með eitthvað sem að litar myndina. Þó er óhætt að segja að maður myndarinnar er Michael Clark Duncan sem að sýnir leiksigur og var tilnefndur til Óskarsverðlauna en því miður þá fékk hann þau ekki sem að mér fannst synd því hann átti þau skilið. Tom Hanks sýnir einnig góðan leik sem og allir hinir sem að í myndinni eru. Þetta er skemmtileg dramamynd með fyndnum momentum sem og afar sorglegum og myndin heldur manni við efnið allan tíman. Hún er nokkuð löng en það skaðar ekki því að það er nóg innihald og skemmtlegur endir. Þetta er mynd sem að allir eiga að sjá því að þeir verða ekki vonsviknir. Þetta er ekkert annað en snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Air Force One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Air Force One er svona ágætis afþreying en ekkert mikið meira. Þetta er mynd sem á ekki að taka alvarlega heldur horfa á og skemmta sér yfir. Í raun er myndin um flugvélina sem að flytur forseta BNA. Air Force One sem er til í alvörunni er fullkomnasta og best varða flugvél í heimi og í þessari mynd kemur það skýrt fram. Þetta er ekta Hollywood hasar og ekkert annað. Að sjálfsögðu erum við kanar látnir vera hetjurnar og ef fólk getur ekki sætt sig við það þá getur það bara hoppað upp í rassgatið á sér. Við kanar erum ekkert örðuvísi en aðarar þjóðir nema það að við elskum okkar land sem að aðrar þjóðir gera ekki. En nóg um það. Air Force One er frekar illa skrifðu mynd með lélegum söguþræði, hún er mjög mikið klisjukend og tæknibrellurnar eru ekki upp á marga fiska. Leikararnir standa sig alveg ágætlega enda eru þeir ekki af verri endanum. Gary Oldman er alltaf góður og Glenn Close stendur sig vel og svo er það minn maður, Harrison Ford sem að leikur sjálfan forseta BNA og stendur sig alveg ágætlega þó svo að þetta sé langt frá því að vera hans besta hlutverk. Air Force One er eins og ég sagði ágætis afþreying en ekki mynd sem á að taka alvarlega eins og sumir hérna gerðu. Þetta er samt ekkert sérstök mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Godzilla
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Godzilla er hræðileg mynd í alla staði, þetta er einhver mesta þvæla sem að ég hef séð og að Roland Emmerich skildi hafa samþykkt að leikstýra þessari vitleysu, sérstaklega þar sem honum tókst ágætlega með ID4 og því verð ég að segja að hann hafi valdið mér miklum vonbrigðum. Hér er á ferðinni mynd sem að gerir ekkert annað en að stela Jurrasic Park aftur og aftur og ef það er ekki Jurrasic Park þá er það einhver önnur mynd. Þetta er satt að segja sorgleg mynd og er hún mínus fyrir þá leikara sem að fara með aðalhlutverkin. Myndin er illa skrifuð og illa unnin, hún er að vísu með ágætar brellur en samt ekkert svo góðar. Þó svo að þessi mynd sé svolítið amerísk þá naut hún ekki vinsældar þar eins og í flestum löndum að Japan undanskildu. Léleg mynd, ekki sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pulp Fiction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja! Þá er komið að Pulp Fiction og í þetta skiptið ætla ég að hafa þetta stutt. Pulp Fiction er ein besta mynd sem að ég hef séð og að mínu mati besta mynd Tarantino. Þetta er mynd sem að saman stendur af gæða leikurum sem að skila sýnu en þó verð ég að segja að samleikur Travolta og Jackson er hrein snilld. Ég hélt einnig mikið upp á Bruce Willis og Uma Thurman sýnir snilldar leik(samt betri í Kill Bill vol. 1 og 2). Pulp Fiction er vel skrifuð og afar vel leikstýrt. Það er í raun fátt sem að ég get sagt annað en það að ef þú hefur ekki séð þessa mynd, þá er að drífa sig út á næstu leigu og leigja hana og finnst þið eruð stödd á leigunni, því ekki að taka fleiri myndir eftir þennann mann sem að er ekkert annað en snillingur og þá er ég auðvitað að tala um minn mann Quentin Tarantino. Þessi mynd fær fullt hús hjá mér og hún fengi meira ef það væri pláss í húsinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bowling for Columbine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Michael Moore er hérna mættur með enn eina heimildarmyndina og í þetta sinn tekur hann fyrir byssueign Bandaríkjamanna. Eins og allir vita þá eiga BNA menn fleiri byssur en nokkur önnur þjóð, til að mynda þá eru fleiri byssu í almanna eign en eru til í allri Evrópu og þá á eftir að telja upp skotvopnin sem að her og lögregla eiga. Þó svo að mörgum finnist það galli að kanar eigi svona mikið af vopnum þá er enginn sem að getur bannað þeim það því það er okkar réttur samkvæmt stjórnarskránni, en þar kemur skýrt fram að allir Bandaríkjamenn hafi rétt til að eiga og bera skotvopn sér til verndar. Það eru að vísu kannski aðeins of mörg morð framin í BNA en svona er lífið. Ég tek undir fyrir Michael Moore fyrir að taka þá áhættu sem að hann tekur því að hann er að miklu leyti að stofna lífi sínu í hættu með þessu. Bowling For Columbine er afar góð heimildarmynd og sýnir vel hve byssur hafa haft mikil áhrif á kanann en það gerir hann ekkert heimskan því að þeir hafa alist upp við byssur allt frá því að Bandaríkin voru stofnuð 1789. Ég á sjálfur 3 skammbyssur og er stoltur af því safni. Bowling For Columbine er eins og ég sagði mjög góð heimildarmynd og ég mæli alveg með henni en ekki ef það er ein leið fyrir fólk að auka hatur á okkur könum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
U-571
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

U-571 er mynd sem á að byggja á staðreyndum en gerir það með sorglegum hætti. Ég sá Þessa mynd því ég er mikill áhugamaður um WWII og var því spenntur fyrir þessari en ég varð fyrir vonbrigðum hvað staðreyndir varðar. Myndin sem slík er allt í lagi ef maður horfir framhjá staðreyndum, hún er mjög spennandi og á sín góðu moment en svo eru allt of miklar endurtekningar, það sama er að gerast aftur og aftur í myndinni og það nær ekki til manns. Hér koma smá staðreyndir sem að myndin breytir talsver: 1)Það voru Bretar en ekki BNA menn sem að náðu fyrstu Enigma vélinni, 2) Þjóðverjar sendu sjaldan skip sín svona langt út á haf, þessi skip voru yfirleytt nær meginlandi Evrópu, aðeins orrustuskip hefðu farið svona langt, 3) Þjóðverjar réðu ekki yfir bergmálstækni eins og þeir beita í myndinni. Þjóðverjar réðu að vísu yfir djúpsjávarpsrengjum eins og þær sem þeir beittu í myndinni. Ég var ekki ánægður með að þeir skildu láta það líta út eins og BNA menn hefðu verið fyrstir að ná Enigma vélinni þegar Bretar voru fyrstir. BNA menn náðu Enigma vélum seinna. Þetta er samt ekki Bandaríkjadýrkun eins og sumir segja þetta er bara illa soðin saman mynd sem á ekkert að vera annað en spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Grudge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Ég hélt að hér væri loksins komin góð hrollvekja en í staðinn sá ég mynd sem er ekkert fersk eða svo hræðileg. Það koma nokkur góð atriði í myndinni og manni bregður oft og er það kannski tónlistinni í myndinni fyrir að þakka. Þetta er afleit saga með illa skrifað handrit og leiðinlegum persónum. Myndin er ekki vel leikin og illa skapaðar persónur. Það sem mér fannst gott við þessa er að hún er með gott útlit og hún nær að láta hárin rísa og koma manni á óvart með góðum bregðu atriðum. Þessi mynd er samt ekkert öðruvísi en til dæmis The Ring og fleiri í sama dúr. Það sést greinilega að myndin er Japönsk þó svo að leikstjórinn notar svokallað amerískan drunga og ræður til sín ameríska leikara. Þetta er ágætis mynd fyrir þá sem vilja láta hræða sig eða reyna að láta hræða sig en ég mæli samt ekki með henni svona almennt, þetta er bara leiðinleg bull mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Texas Chainsaw Massacre
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leatherface er byggður á manni sem að hét Ed Gein og var frægur fyrir morð á konum, hann notaði skinnið af þeim til að sauma á sig föt en þó svo að þetta sé í raun það eina í myndinni sem eitthvað er hægt að byggja á sönnum atburði þá er uppruni sögunar ekki svo langt frá sannleikanum því að það átti sér stað fjöldamorð í Texas þar sem morðinginn notaði keðjusög til þess að drepa fórnalömb sín, þetta er nokkuð þekkt í Bandaríkjunum og ef þig farið til Dallas þá getið þið farið á aðalbókasafnið þar og skoða úrklippur úr fréttablaði um þessi morð. Þetta gerðist samt ekkert eins og í myndinni en þessi glæpur er í raun kveikjan að þessari mynd þó svo að Leatherface sé byggður á Ed Gein. Þessi mynd er í raun ekkert nema endurtekningar úr gömlu myndinni og það er ekki mikið óvænt í þessari mynd. Myndin er illa skrifðuð og illa leikin, það hefði mátt velja betri leikara í þessa mynd. Eini leikarinn sem að mér finnst skila sínu og stendur sig lang best er R. Lee Ermey sem að leikur fógetann. Þetta er í raun bara ósköp venjuleg hryllingsmynd þar sem allt gengur út á að drepa alla og til þess að reyna að bæta myndina henda þeir fullt að bregðuatriðum til þess að fylla fólk af meiri skelfingu og ótta. Þeim tekst reyndar á köflum að láta mann bregða en samt er útkoman frekar léleg. Það sem fær mig til þess að gefa þessari mynd einhverja stjörnu er R. Lee Ermey sem að ég segi standi fyrir sínu. Þetta er ágæt mynd til að horfa á í kringum hrekkjavökuna en ekki nema þá. Ég mæli ekki með henni nema bara fyrir þá sem vilja horfa á dráp, blóð og meira dráp alla myndina á enda þangað til að allir eru dauðir nema kannski einn sem kemst lífs af með naumindum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
S.W.A.T.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var mjög sáttur við þessa mynd, því að þó svo að hún sé ekki frumleg þá er þetta fínasta skemmtun og góður amerískur hasar. Það sem heillaði mig mest við myndina var hversu nákvæmir þeir voru á smáatriðin varðandi útbúnaðinn sem að leikararnir eru með, þeir eru alveg eins og meðlimir SWAT eru með. Einnig fannst mér flott hvernig þeir byggðu byrjunar atriðið á mesta skotbardaga sem að háður hefur verið milli lögreglu og bankaræningja sem að átti sér stað í Norður-Hollywood. Það var margt sem að var að myndinni eins og sagan en þetta er mynd sem að á ekki að taka alvarlega, heldur hafa gaman að. Í raun þarf maður að hafa svolítið vita hvað SWAT er og hafa mikinn áhuga á svoleiðis til þess að fíla þessa mynd. Þetta er ekki frumleg eða vel skrifuð mynd en hún er spennandi og skemmtileg með hröðum og fyndnum senum. Ég naut myndarinar mikið og ég get alveg horft á hana aftur, bæði Samuel L. Jackson og Colin Farrell skila sínu sem og allir hinir sem að eru eitthvað myndinni. Mynd fyrir fólk sem vill horfa góðan amerískan klassa og hætta að gagnrýna myndir fyrir hversu amerískar þær eru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Santa
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er öðruvísi jólamynd en þær sem við erum vön að sjá um hver jól, þetta er svona jólamynd fyrir okkur fullorðna fólkið. Ég var mjög sáttur með þessa mynd þó svo að það húmorinn hafi ekki alltaf virkað en það er samt nóg af fyndnum bröndurum í þessari mynd og er Billy Bob Thornton sniðinn í þetta hlutverk. Ég sá þessa mynd reyndar fyrir ári en ég ætla mér að sjá hana aftur. Þetta er skemmtileg mynd með svörtum húmor og flottum söguþræði sem er meira og minna rugl en samt mjög hlægilegur. Ég er mjög sammála gagnrýnanda hér á undan mér og get því ekki mikið meira sagt annað en það að endilega farið á þessa mynd ef þið viljið komast í jólaskap með örðuvísi hætt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ladder 49
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd upp á velli og ég verð að segja þessi mynd kom mér mikið á óvart. Þegar að maður sér þessa mynd þá heldur maður að þetta sé ein útgáfa af Backdraft en þegar betur er að gáð þá er þess mynd talsvert öðruvísi. Myndin skartar þeim Joaquin Phoenix og John Travolta í aðalhlutverkum. Travolta stendur sig afar vel í sínu hlutverki og er mjög raunverulegur í hlutverki slökkviliðstjórans en það er samt Joaquin Phoenix sem er aðal maðurinn og stendur sig einstaklega vel. Phoenix leikur slökkviliðsmann sem að er sendur til að vinna á slökkvistöð númer 49, hann er þar fyrst sem prufu slökkviliðsmaður þar sem hann er nýr í heimi slökkviliðsmanna. Travolta leikur slökkviliðsstjóran á stöð 49 og tekur að sér að kenna Phoenix allt sem hann þarf að kunna. Phoenix kemst samt mjög fljótt að því að starf slökkviliðsmanna er enginn dans á rósum, hann fær fljótt að kenna á hættunum sem fylgja starfinu en hann gerir allt sem að hann getur til að sinna því vel og bjarga mannslífum. Þetta er mjög hröð og spennandi mynd sem að fær hárinn á manni til að rísa. Þessi mynd sínir á raunverulegan hátt þær hættur sem að slökkviliðsmenn í Bandaríkjunum þurfa að takast á við en láta sig hafa það bara til þess að geta bjargar lífi annara. Bæði Travolta og Phoenix fengu að aka með slökkviliðinu í Baltimore til þess að geta byggt upp persónurnar og til þess á fá smjörþefinn af því sem slökkviliðsmenn gera. Þessi mynd minnir mann oft á Backdraft en er samt öðruvísi á margan hátt. Ég hef sjálfur fengið að aka með slökkviliði úti og ég get sagt að útkoman úr myndinni er mjög góð. Myndinn er vel leikinn og vel tekin. Það er nefninlega ekki auðvelt að búa til svona mynd þar sem mikið er notast við eld og hann er ekkert samvinnufús. Ég mæli eindregið með þessari mynd, þettar er mjög góð afþreying, hún er spennandi og skemmtileg og gefur almenningi tækifæri á að kynnast starfi slökkviliðsmanna. Þegar þú ert búin(n) að sjá myndina þá skaltu fara á næstu slökkvistöð og kynnast slökkviliðsmönnunu og síðan þakka þeim fyrir það sem þeir gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svaing Private Ryan er ein besta og raunverulegasta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Í þessari mynd sannar Spielberg enn of aftur að hann er meistari kvikmyndanna. Upphafsatriðið er mesta orrusta sem að kvikmynduð hefur verið í sögunni er einstaklega vel gert og raunverlulegt, maður fær mikið innsýn hvernig aðstæðurnar voru og hvað þessir menn máttu þola þegar þeir gengu á land á Omaha. Þó svo að sumum hérna finnist þessi mynd vera þjóðernisrembingur hjá kananum þá er þessi mynd ekki svoleiðis, jú við erum að fylgjast með Bandarískum hermönnum alla myndina en myndin er séð með augum Bandarískra hermanna, nú til að byrja með þá mistu Bandaríkjamenn fleiri hermenn í allri innrásinni en allar hinar þjóðirnar og svo er Steven Spielberg kani. Myndinn byggir í raun á sönnum atburðum (fyrir utan byrjunina). Ég var yfir mig hrifinn af þessari mynd og ég get horft á hana aftur og aftur. Kvikmyndatakan og klippingin er hreinn snilld sem og sviðsmyndin sem er ein sú flottasta sem ég hef séð. Það er hópur flottra leikara sem fara með hlutverkin í myndinni og standa þeir sig allir snilldar vel. Saving Private Ryan er ekki bara vel gerð heldur einnig hrífandi og gefur fólki tækifæri á að kynnast því hvernig stíðið var og hvað þessir ungu menn þurftu að fara í gegnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Village
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Village er án nokkurs vafa ein af bestu myndum ársins. Ég var mjög ánægður með myndina og get bara sagt hrein snilld. Þetta er talsvert öðruvísi mynd en þær sem við höfum séð á árinu en hún kemur skemmtilega á óvart. Eins og fyrri myndir M.Night Shyamalan er myndin ráðgáta með fullt af vísbendingum á leiðinni fyrir fólk að ráða út og ef fólki tekst að púsla vísbendingunum þá ætti endirinn ekki að koma eins mikið á óvart, en eins og áður þá tekst honum að koma fólki á óvart með svaka endi. Myndin er vel skrifuð og þó áherslan sé lögð á spennu og eftirvæntingu þá flettast inn í söguna líf fólkisins sem að býr í þorpinu og gefur okkur innsýn inn í þeirra líf. Í myndinni má sjá leikara sem að leikstjórinn hefur notað í fyrri myndum sínum og má þar nefna Joaquin Phoenix sem fer með eitt af aðalhlutverkunum. Myndin er hlaðin gæða leikurum á borð við Adrien Brody, Sigourney Weaver, William Hurt og svo má sjá leikstjórann bregða fyrir. Myndin er í senn spenndandi og full af eftirvæntingum enn einnig alvarleg með léttum húmor. Ég var mjög ánægður með myndina og ég hlakka mikið til að sjá næsta verk meistara M.Night Shyamalan.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei