Gagnrýni eftir:
Íslenski draumurinn0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Íslenski draumurinn fjallar um líf ungs manns sem leikinn er af Þórhalli Sverrissyni. Þessi maður lendir í erfileikum en nær að endanum að leysa vandamál sem glímdi við. Myndatakan var ekki góð miðað við söguþráðinn, það var alveg óþarfi að láta vélina hristast svona mikið. Þórhallur fær eina stjörnu fyrir sannfærandi leik og söguþráðurinn eina fyrir að vera frumlegur en allt hitt tókst ekki vel upp.
Englar alheimsins0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Íslensk kvikmyndagerð er sífellt að þróast. Englar alheimsins er merki um það að við getum verið jafngóðir ef ekki betri en önnur lönd til þess að búa til kvikmyndir. Ég held að þessi mynd eigi eftir að ná jafn langt og Börn Náttúrunnar ef ekki lengra. Myndin sjálf var mjög góð að mínu mati. Það er mjög erfitt að koma bók yfir á kvikmyndatjaldið en að þessu sinni tókst það mjög vel. Ingvar stóð sig mjög vel miðað við hvað þetta var erfitt hlutverk. Þessi mynd kemur manni til þess að hugsa um lífið. Friðrik Þór er sannkallaður meistari.

