Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



I Still Know What You Did Last Summer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að mér finnst þessir amerísku háskólatryllar alveg svakalega ótrúverðugir og leiðinlegir. Þeir eru illa leiknir og handritin fara alltaf yfir trúverðuleikamörkin og hér er engin undantekning.

Ef þið farið út á vídeóleigu og takið eina nýja og fáið eina gamla fría þá er hún ekki þess virði að taka þótt þú fáir hana fría, nema náttúrulega að þú ert að leita að einhverju aðhlátursefni.

Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Englar alheimsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla að byrja að að byrja að segja það að ég er ósammála Erlingi að Ingvar E. Sigurðsson hafi leikið illa í myndinni. Hann lék geðklofa sjúkling frábærlega. Það sást að hann hafði stúderað geðklofa vel áður en hann hóf tökur.

Rammíslensk og áhrifamikil.

Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the Chamber of Secrets er frábær mynd. Hún er drungalegri og ekki jafn barnaleg og forveri hennar. Þið haldið örugglega að ég er svona strákur sem fer í bíó og vill svo ekki viðurkenna að myndin hafi verið léleg. Síður en svo, svo er ekkert sem er lélegt í myndinni. Fyrsta myndin var aðalega kynning á Hogwartsskóla, galdraheiminum og Harry Potter og vinum hans en í þessari mynd er ekkert verið að eiða tíma í að kynna þannig það eru fleiri áhugaverðari atriði. Hún er líka lengri en fyrri myndin. Leikaravalið er frábært, nýjar persónur eins og Gildorey Lockhart,Ginny Weasley,Arthur Weasley(faðir Ron) og Lucius Malfoy koma vel út. Það er erfitt að breyta góðri bók í góða mynd en Chris Columbus tekst það með ágætum. Að mínu mati er þessi mynd betri en sú fyrri því hún er alvarlegri,drungalegri og lengri en samt ekki langdregin.



Þetta er ekki spurning um að fara á myndina heldur hvenær eigi að fara á hana.



Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei