Gagnrýni eftir:
From Hell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er líklega sá eini sem er skrifa hérna dóm sem veit eitthvað um málið, þetta er grunnpunktur sem ég þarf að færa fram vegna þess að gagnrýni mín er mjög lituð af því. Plottið stenst engann veginn, þetta er gömul samsæriskenning sem var víst gerð að teiknimyndasögu og myndin byggð á henni. Ef þið viljið lesa um málið þá er góð grein á http://www.crimelibrary.com/jack/jackmain.htm (varið ykkur samt á myndunum ef þið viljið ekki sjá raunverulegan óhugnað). Ég hefði viljað fá mynd sem kannaði raunverulega þá sem voru grunaðir, sýndi hvernig þetta var, í þessarri mynd var ekki bara skáldað í eyðurnar heldur yfir staðreyndir. Myndin hins vegar er góð að mörgu leyti, London er óhugnaleg, Johnny er skemmtilegur og Robbie líka.
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég sá myndina fyrst 17. des en þurfti eiginlega að sjá hana aftur áður en ég treysti mér til að skrifa dóm um hana. Ég er Tolkienaðdáandi, ekki einn af þeim sem hefur lesið allt sem hann skrifaði heldur bara LotR og Hobbit. Í fyrsta lagi verð ég að segja að þetta er flottasta mynd sem gerð hefur verið en hver veit hvað það mun standa lengi. Hins vegar rifjast upp fyrir manni Jurassic Park sem var á sínum tíma það flottasta sem maður hafði séð, sú mynd treysti á brellurnar til þess að skyggja á veika sögu, Fellowship of the Ring er ekki af því taginu. Sagan er að sjálfsögðu góð enda grunnurinn frábær, það hefði að sjálfsögðu verið auðvelt að klúðra þessu en svo fór ekki. Breytingarnar á sögunni eru nokkrar og maður saknar nú sumra atriða og persóna en í allt var þetta vel heppnað. Stærsti gallinn er líklega hve lítið maður fær að vita um þær persónur sem skipa Föruneytið en líklega hefði það verið ómögulegt án töluverðrar lengingar á myndinni. Þetta er ein besta mynd allra tíma, farið nú og lesið bækurnar.
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef lesið allar bækurnar, bara að taka það fram. Myndin í stuttu máli virðist í stuttu máli ganga út á það að sýna nærmynd af stráknum og sýna að honum finnst allar tæknibrellurnar jafn flottar og okkur eða þá til að sýna að honum fannst brandararnir ofsalega fyndnir. Það er hugsanlegt að hafi verið meira í myndinni en eftir á þá er það þetta sem stendur í hæst í minningunni, NÆRMYND. Væmni er galli númer tvö sem ég vill nefna, of mikið af væmni og ekki nógu mikið af hræðslu, Voldemort nær ekki að hræða mann almennilega, hann er ómerkilegur og smávægilegur. Galli þrjú er að þeir vissu ekkert hverju úr bókinni þeir ættu að sleppa þannig að þeir slepptu engu, myndin er of löng að mínu mati og mín spurning er hvað ætla þeir að gera ef þeir kvikmynda bók númer 4 sem er miklu lengri? Ætla þeir að hafa myndina 7 klukkutíma? Það var margt sem mátti sleppa. Hins vegar þá var myndin ekkert slæm í heild og örugglega miklu skemmtilegri fyrir krakka.
Snow White and the Seven Dwarfs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd. Meistaraverk, fyndin og yndisleg, frábær skemmtun fyrir alla. Áhugaverð staðreynd: Stúlkan sem var fyrirmyndin að Mjallhvíti var íslensk að uppruna.
Conspiracy Theory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd sem er upp á sitt besta á meðan Mel Gibson er að rúlla út úr sér samsæriskenningum um hitt og þetta, myndin hefði samt ekki átt að taka sig svona alvarlega, hún hefði virkað betur sem gamanmynd.
Loose Cannons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Líklega lélegasta mynd beggja aðalleikaranna, hörmungarmynd sem inn í dregst einhver nasistaklámmynd og aðrar heimskar þvælur. Þetta er ekki mynd sem er svo vitlaus að hún er fyndin, það var sárt að horfa á þetta, misnotkun á hæfileikum.
Dick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er mynd sem á lítið erindi til Íslendinga, maður verður að þekkja svo til Watergate hneykslisins til að fatta skopstælingarnar og tilvísanirnar sem koma þarna fram. Sum atriði eru þó ágæt en þetta er aðallega fyrir þá sem fylgdust með málunum á sínum tíma.
Animal House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd sem oft hefur verið hermt eftir, oftast illa. Bræðrafélag í háskóla í Bandaríkjunum er fullt af fyllibyttum, dópistum og fólki sem yfirleitt hefur minni áhuga á lærdómnum en skemmtunum. Rektorinn vill þá burt og fær til þess aðstoð óvinabræðrafélags. Þetta er í stuttu máli heimskuleg gamanmynd, oft fyrirsjáanlegt en alveg ægilega fyndin. John Belushi fer sérstaklega á kostum. Takið eftir Kevin Bacon og Tom Hulce (Amadeus).
Back to the Future Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þriðja myndin í Back to the Future seríunni er alveg frábær, töfrarnir eru á sínum stað. Horfið á seríuna í gegn, munið að mynd nr 2 geldur mikið fyrir það að hún hefur ekki almennilegan endi heldur leiðir inn í þessa. Þessi gerist í Villta Vestrinu og tvífarar vina okkar úr hinum myndunum eru til staðar ásamt öðrum skemmtilegum persónum.
Mumford
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meinlaus og einföld gamanmynd sem rennur ljúflega í gegn, verður aldrei of sykursæt. Undarlegur sálfræðingur hefur góð áhrif á þá bæjarbúa sem taka honum ekki af of mikilli tortryggni. Það hefði verið gaman að fá meira af Jason Lee sem sérvitra og einmana tölvunördinn.
Englar alheimsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þann fyrsta janúar (minnir mig) árið 2000 fór ég í bíó en óvænt var búið að taka af dagskrá þá mynd sem ég ætlaði að sjá og í staðinn var byrjað að sýna Engla Alheimsins, ég tók þá ákvörðun sem er ólík mér og fór á Englana í staðinn, ég er enginn sérstakur aðdáandi íslenskra mynda, hafði ekki lesið bókina, er ekki aðdáandi Friðriks Þórs og hafði í raun ekki heyrt neitt mikið um myndina. Myndin náði að snerta mig og það er líklega stærsta hrós sem ég get gefið. Þessi mynd er náttúrulega sérstök af því hve persónuleg hún er, handritshöfundurinn skrifaði bókina um bróður sinn og leikstjórinn þekkti líka aðalpersónuna. Þegar Sigur Rós flutti Dánarfregnir og Jarðarfarir fann maður til tilfinnninga sem ekki koma oft fram hjá manni í bíói, þvílíkur lokapunktur á mynd.
Mallrats
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd Kevin Smith er oft dæmd á þeirri forsendu að hún hafi floppað en slíkt er náttúrulega vitleysa, hún var tekinn úr bíó eftir eina og hálfa viku en þegar hún kom út á video skilaði hún hagnaði, það kemur gæðum myndarinnar hins vegar ekkert við. Hér fáum við í fyrsta skipti að sjá Jason Lee í mynd eftir Kevin Smith (í raun í fyrsta stóra hlutverkinu sínu) og hann tekur myndina með trompi, handrit KS er eins og skrifað fyrir hann. Hér fáum við að kynnast Jay og Silent Bob betur, persónan Silent Bob þróast og verður Harpo Marx nútímans. Það eina sem pirrar mig við þessa mynd er léleg frammistaða leikkonunnar sem leikur kærustu TS. Snilldarmynd. [Þó myndin hafi komið út á eftir Clerks þá á hún að gerast daginn áður en Clerks gerist]
The Jerk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrsta aðalhlutverk Steve Martin er mikið til byggt standupefni hans, persónan er frekar ýkt en snilld Steve er óumdeilanleg. Þetta er sagan af Navin R. Johnson sem fer út í lífið til verða eitthvað, eina vandamálið er að hann er fáviti. Þetta er bara heimskuleg gamanmynd sem virkar vegna þess að Steve Martin er frábær. Myndin er sú fyrsta af nokkrum myndum sem Martin gerði með leikstjóranum Carl Reiner.
All of Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er glæpur að missa af þessarri mynd, Steve Martin er algerlega upp á sitt besta hérna sem maður sem fyrir slysni fær sál ríkrar snobbkellingar í sig. Til gamans má geta að ef þið finnið upprunalegu útgáfu myndarinnar á myndbandi þá er íslenski textinn einhver sá hræðilegasti sem ég hef séð, meðal annars er musician þýtt sem spilari en ekki tónlistarmaður. Steve Martin giftist seinna Victoriu Tennant sem leikur Terry í myndinni.
The Lonely Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Steve Martin leikur Larry Hubbard sem er einmana náungi. Myndin er aðallega stór brandari um hvað menn er vonlausir einir og sér. Charles Grodin er frábær sem besti vinur hans sem hefur reynsluna af því að vera einmana og kennir honum hvernig á að lifa af. Takið eftir brandaranum sem var síðan stolið í Waynes World 2.
The Man with Two Brains
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klikkaðasta gamanmynd Steve Martin fjallar um heilaskurðlækni sem heitir Dr. Michael Hfuhruhurr. Hann fellur fyrir sjúklingi sínum sem Kathleen Turner leikur en þrátt fyrir fegurð hennar þá er hún langt frá því að vera góð fyrir hann. Dr. Michael Hfuhruhurr fer til Austurríkis og kynnist þar öðrum brengluðum heilaskurðlækni og hans rugluðu tilraunum.
Dead Men Don't Wear Plaid
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær gamanmynd en sérstaklega áhugaverð fyrir þá sem hafa horft á gamlar spennumyndir. Steve Martin leikur einkaspæjara sem rannsakar dularfullt morð og er í leiðinni klipptur inn í fjölmargar gamlar myndir, það er þvílík snilld hvernig þetta passar saman og hvernig söguþráður meikar ennþá einhvern sens eftir að hafa blandast fjölmörgum öðrum myndum. CLEANING WOMAN!
Pennies from Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er stórundarleg mynd, hún gerist í kreppunni miklu og fjallar um mann sem selur nótnablöð með vinsælustu dægurlögunum, hann dreymir um meira og reglulega koma draumaatriði með gömlum lögum undir þar sem ánægja og gleði ríkja í algerri mótsögn við drungalegt líf fólksins.
¡Three Amigos!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þrír aular sem leika aðalhlutverk í kvikmyndaseríu á tímum þöglu myndanna fara til Mexíkó þar sem þeir halda að þeir eigi að leika fyrir almúgan en komast seint og síðar meir að því að þeir eiga að berjast við raunverulegan óþokka. Aðalleikararnir eru allir í stuði að fjölmörg snilldaratriði sem fá mann til að hlæja aftur og aftur.
Little Shop of Horrors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kvikmynd sem er gerð eftir söngleik sem er gerður eftir kvikmynd. Rick Moranis leikur plöntuaðdáanda sem ræktar stórundarlega plöntu sem hefur undarlegan matarsmekk. Söngvamynd með algerum hápunkti þegar tveir af bestu gamanleikurum þessa tíma, Bill Murray og Steve Martin, leika saman í einu atriði.
Roxanne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nútímaútgáfa af Cyrano de Bergerac með Steve Martin í aðalhlutverki. Snilldarmynd, algert möst. C. D. Bales er slökkviliðstjóri í smábæ, hann fellur fyrir stjörnufræðingnum Roxanne sem hins vegar hefur meiri áhuga á nýjum aðstoðarmanni C. D. sem er heimskur en sætur.
Parenthood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Aðgengilegasta mynd Steve Martin ætti að höfða jafnt til allra. Saga af stórfjölskyldu sem glímir við fjölmarga erfiðleika og það sem gerir myndina frábæra er að hún er að miklu leiti ekta en er samt fyndin. í kjölfar myndarinnar kom sjónvarpsþáttaröð sem var sýnd á RÚV á sínum tíma, aðrir leikarar léku í henni: David Arquette lék hlutverk Keanu Reeves, Leonardo DiCaprio lék hlutverk Joaquin Phoenix og Ed Begley Jr. lék hlutverk Steve Martin. Hér gefst líka eitt af fáum tækifærum að sjá Tom Hulce (Amadeus) í góðri mynd.
My Blue Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rick Moranis og Steve Martin saman á ný veit á gott og já það virkar. Steve Martin leikur mafíósa sem er í vitnaverndinni og endar í smábæ í Kalíforníu. Eitthvað gengur honum illa að halda sig réttu megin við lögin og lendir hann þá í útistöðum við saksóknarann sem er leikin af Joan Cusack. Rick Moranis leikur FBI manninn sem á að hafa umsjón með Steve og breytist mikið við það. Það sem gerir þessa mynd ótrúlega góða er frammistaða Steve sem ítalskættaðan mafíósa, þetta er svo ólíkt því sem hann hefur áður gert.
L.A. Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Óður Steve Martins til heimabæjar síns er án vafa besta mynd hans, rugl húmor með tilvísunum í Hamlet og Makbeð, ómótstæðileg. Því miður var þessi mynd upphaf að niðursveiflu í ferli hans. Ég veit ekki hve oft maður þarf að horfa á þessa mynd til að ná öllum bröndurunum, fjölmargir frægir leikarar koma fram í gestahlutverkum.
Small Time Crooks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sorglegt þegar er verið að frumsýna mynd eftir Woody Allen ári eftir að hún var frumsýnd úti, í millitíðinni er hann búin að gera aðra mynd sem er búið að sýna úti, hvað er að?! Ég keypti þessa mynd á DVD fyrir svona þrem mánuðum frekar en að bíða eftir að hún kæmi í bíó hérna. Ég finn fyrir svo mikilli vakningu á snilld Allen á Íslandi en því miður eru kvikmyndahúsin að rústa því með sorglegri frammistöðu í sýna myndir hans, þær koma alltaf ári á eftir. Small Time Crooks er ekki snilld á Allen mælikvarða en er samt fyndin gamanmynd um smáþjófa sem slysast til að slá í gegn. Hugh Grant breytir hér skemmtilega til og leikur hálfgerðan skíthæl, Allen sjálfur er ekki beinlínis í aðalhlutverki hér en þó mikilvægasta persónan á eftir Tracey Ullman.
The Princess Bride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ævintýramynd sem gerir grín að öllum venjum og hefðum í slíku, alger snilld. Þetta er mynd um Buttercup og vinnumanninn sem er ástfangin af henni, Buttercup er rænt áður en hún á að giftast kónginum og sagan fjallar um eftirmála þess.
The Big Chill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd um kynslóðina sem ætlaði að breyta heiminum eftir að draumarnir eru horfnir. Gamlir vinir eyða helgi saman eftir að einn úr vinahópnum fremur sjálfsmorð, mikil sjálfskoðun fer fram, fyndin og áhugaverð mynd með stórkostlegum leikurum. Kevin Costner lék vininn sem framdi sjálfsmorð í nokkrum atriðum sem voru klippt úr, hann sést samt í byrjun myndarinnar (að vísu ekki andlitið).
Rosencrantz and Guildenstern Are Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tvær aukapersónur úr Hamlet fá að njóta sín. Snilldarleikur hjá Oldman og Roth ásamt snilldarhandriti gera þessa mynd þess virði að horfa á hana, hún er samt mjög öðruvísi.
Annie Hall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd Allen er byggð á sambandi hans við Diane Keaton sem leikur eiginlega sjálfa sig hér. Myndin hefur fjölmarga frábæra punkta þar sem atriði með Christopher Walken er líklega áhugaverðast fyrir aðra en Allen aðdáendur. Ein af þessum must see myndum.
A Night at the Opera
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein af allra bestu myndum kvikmyndasögunnar, Marx bræðurnir eru í þvílík snilld. Myndin fjallar um óperusöngvara sem er að reyna að slá í gegn og ná ástum óperusöngkonu með hjálp Marx bræðranna. Groucho er ein mesti snillingur sem hefur komið fram í kvikmynd, atriðið sem fer fram í klefa hans í skipinu er líklega fyndnasta atriði kvikmyndasögunnar. Hve margar af gamanmyndum nútímans gæti staðið svona vel 66 árum eftir að þær komu út? Must See mynd.
Deconstructing Harry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allen leikur hér rithöfund sem berst við að halda lífi sínu í skorðum, fólk úr fortíðinni ásækir hann, einnig persónur úr bókum hans. Þessi mynd er alger Allen, þeas Woody leikur þessa erkitýpu sínu eins vel og hægt er og það er fjölmargt sem rihöfundurinn og Allen sjálfur eiga sameiginlegt.
Trading Places
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég veit ekki hvað ég var gamall þegar ég sá þessa mynd fyrst, 6-7 ára kannski, ég elskaði hana þá og ég elska hana meira þegar ég skil alla brandarana. Dan Aykroyd og Eddie Murphy eru hér saman upp á sitt fyndnasta í sögu af róna og auðkýfingi sem skipta um stað í þjóðfélaginu. Frábær mynd og það er góð hugmynd að horfa síðan á Coming to America á eftir.
Sid and Nancy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það að sjá Gary Oldman leika Sid Vicious er nógu góð ástæða til að sjá þessa mynd. Sid Vicious var bassaleikari Sex Pistols, Nancy Sprungen var kærastan hans og þetta er saga þeirra. Á köflum er myndin ógeðsleg, sérstaklega af því hún er svo raunveruleg. Sjaldan hefur leikari leikið betur en Gary Oldman hér. Courtney Love leikur aukahlutverk í myndinni.
Immortal Beloved
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin fjallar um leyndardómin á bak við bréf sem Beethoven skildi eftir sig, í því tala hann um sína ódauðlegu ást sem er ekki skilgreind frekar, þessi mynd byggir á kenningum leikstjórans um hverja var talað þar um, fáir fræðimenn eru sammála niðurstöðu hans en það breytir því ekki að myndin er frábær og að vanda er Gary Oldman frábær. Sumir hafa haldið fram að ódauðlega ást Beethoven hafi verið ritari hans (karlmaður) sem er ein aðalpersónan í myndinni.
The Fisher King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jeff Bridges leikur fyrrverandi útvarpsstjörnuna Jack Lucas sem er kominn eiginlega yfirum, drekkur of mikið og getur í raun ekki horft framan í viðskiptavini myndbandaleigunnar sem hann á að vinna hjá. En þá kemur til sögunnar Parry sem Robin Williams leikur, hann er róni með sorgarsögu á bakinu sem fyrir tilvjun samtvinnast fortíð Jacks, þeir enda saman í leit að ást, framtíð og hinu heilaga grali.
Romeo Is Bleeding
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Spilltur lögreglumaður er ásóttur úr öllum áttum. Þessi mynd byggir eiginlega bara á Gary Oldman, það er reynsla að horfa á þessa mynd.
A View to a Kill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein af verstu Bond myndunum, besta Bondlagið samt. Upphafsatriðið er magnað samt en eftir það hverfur þetta alveg, Cristopher Walken er sóað.
Stripes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bill Murray og Harold Ramis léku saman í Ghostbusters en fyrst kom þessi brilliant mynd um tvo letihauga sem ganga í herinn af því þeir hafa ekkert betra að gera, plottið er langsótt og hálfgert Kalda Stríðs Bandaríkin eru frábær en manni er sama af því gamanið virkar svo vel.
Spaceballs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Star Wars, Star Trek, Planet of the Apes (þær gömlu) eru meðal þeirra mynda sem er gert grín að hérna. Bill Pullman leikur hér Han Solo, nei fyrirgefið Lone Star, sem er geimkúreki, hann fær það verkefni að bjarga prinsessunni Vespu frá hinum illa Dark Helmet. Stórfyndin mynd með fjölmörgum frábærum gamanleikurum. Besta seinnitíma mynd Mel Brooks.
Look Who's Talking Too
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Pain, The Horror, Look who's talking var fín en hvernig fóru þeir að því að gera svona hörmulega framhaldsmynd? Travolta upp á sitt versta, þetta langt sökk hann niður.
Seems Like Old Times
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gamanmynd um mann (Chevy Chase) sem er á flótta undan löggunni og leitar til fyrrverandi eiginkonu sinnar sem er lögfræðingur (Goldie Hawn), því miður er eiginmaður hennar saksóknari (Grodin). Hann reynir að sanna sakleysi sitt með hjálp sinnar fyrrverandi á meðan hann reynir að komast undan eiginmanni hennar.
Doc Hollywood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Michael J. Fox gerir niður grindverk í nær hverri einustu mynd sinni, í þessarri mynd verður það til þess að hann endar sem læknir í smábæ í Bandaríkjunum. Sæt gamanmynd sem verður ekki of væmin, Woody Harrelson er fyndin í aukahlutverki sem smábæjartryggingarsali.
Awakenings
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sönn saga af lækni sem gerir tilraunir sem verða til þess að hópur fólks sem hefur verið í dái í áratugi kemst aftur til meðvitundar. Robin Williams leikur lækninn og Robert de Niro er sjúklingurinn sem hann tengist. Stórkostleg mynd með frábærum leikurum, dramatísk og fyndin.
Highlander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Best er að líta á þessa mynd sem stórt tónlistarmyndband fyrir Queen, frábær tónlist, frábær frammistaða hjá Connery, Lambert og Clancy Brown. Lambert er ódauðlegur maður sem reynir að komast af, Connery er lærifaðir hans og Brown er annar ódauðlegur maður sem er að eltast við þá. Einhvert fyndnasta leikaraval ef miðað er við þjóðerni, Frakki leikur Skota og Skoti leikur Egypta.
Amadeus
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nýstárleg sýn á líf Mozarts, frábær leikur bæði hjá Tom Hulce sem Mozart og hjá hjá F. Murray Abraham sem erkifjanda hans. Frábær mynd, óhugnaleg og heillandi. Tónlistin er að sjálfsögðu frábær.
Chasing Amy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Á tímum klisjukenndra rómantískra gamanmynda þá kemur þessi frumlega mynd frá Kevin Smith um mann (Ben Affleck) sem fellur fyrir lesbíu (Joey Lauren Adams). Flækjur hefjast þegar vinur hans (Jason Lee) byrjar tilraunir sínar til að grafa undan sambandi þeirra. í forgrunninum er erfitt ástarsamband og í bakgrunninum eru stórkostlegar aukapersónur. Jason Lee er í toppformi að vanda og á sérstaklega snilldar atriði með Dwight Ewell.
Dogma
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kevin Smith náði að móðga alla fyrirfram með þessarri mynd, Disney neyddi Miramax til að hætta við að dreifa henni, myndin er samt gríðarlega jákvæð í garð trúarbragða. Jay og Silent Bob eru hér í stærra hlutverki en áður og það er aðalkostur hennar.
Clerks.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd sem braut allar reglur um hvernig myndir þurfa að vera til að slá í gegn, myndin fjallar um Dante sem vinnur í smábúð og þarf að fást við viðskiptavini og félaga sinn sem vinnur í myndbandaleigu við hliðina. Kevin Smith tók þessa mynd að mestu leiti upp á nóttunni í búð sem hann sjálfur vann í, hann vann reyndar líka á myndbandaleigunni. Gerð fyrir smápeninga sem fengust með því að selja teiknimyndablaðasafn Smith, lán frá vinum og vandamönnum og líka með greiðslukortum. Stórfyndin mynd sem virkar þó að leikurinn sé ekki alltaf sem bestur hjá sumum aukapersónunum. Til gamans má geta að Kevin ætlaði ekki að leika Silent Bob heldur Randall, hann hætti síðan við á síðustu stundu þar sem hann treysti sér ekki til að vera bæði leikstjóri og einn aðalleikarinn.
A Fish Called Wanda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilldarmynd um þjófagengi sem reynir að komast upp með demantarán. John Cleese er lögfræðingur þeirra, Palin er stamandi dýravinur, Kevin Kline er aðalkosturinn. Hann leikur geðsjúkling sem vitnar sífellt í Nietzsche án þess að skilja nokkuð hvað heimspekingurinn átti í raun við.
Muppets from Space
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Er Gunzo geimvera? Samkvæmt þessarri mynd þá er hann það en í raun þá var hann upphaflega hrægammur. Ekki eins frábær og aðrar prúðuleikaramyndir en samt alveg þess virði að horfa á.
Silverado
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Óvenjulegur vestri frá Kasdan, fyndinn og áhugaverður. Frábærir leikarar og skemmtileg saga.
Hollow Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin byrjar ágætlega en snýst upp í algera vitleysu og greinilegt að enginn vissi hvenær nóg var komið. Frábærar tæknibrellur en stundum finnst manni að myndin sé afsökun fyrir tæknibrellunum í stað þess að tæknibrellurnar séu til að styðja myndina.
Big Daddy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágæt gamanmynd en ekkert meira en það. Getur Adam Sandler ekki gert mynd án þess að gretta sig og tala með asnalegri rödd?
Ruthless People
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
DeVito leikur mann sem hefur fengið nóg af eiginkonu sinni og verður því ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar henni er rænt af vonlausum mannræningjum. Fín afþreying en ekki vera að búast við miklu af henni. Bill Pullman sem fjárkúgari er frábær skemmtun.
The Cable Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ekki fyrir alla og ég veit um fleiri sem hata hana en elska. Jim Carrey leikur geðsjúkling sem hefur horft aðeins of mikið á sjónvarp en vill aðallega eignast vin, hvað sem það kostar.
The Dead Pool
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég held að þetta sé eina Dirty Harry myndin sem ég hef séð og það var aðallega forvitnin að sjá Jim Carrey í aukahlutverki sem rokkstjarna, myndin sjálf var síðan bara ágætis skemmtun.
Dragnet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hanks og Aykroyd eru fyndnir í þessarri gamanmynd sem byggir á gömlum framhaldsþáttum sem hétu sama nafni. Fjölmörg fyndin atriði er í þessarri mynd er því miður missir myndin vindin á tímabili en nær sér þó aftur.
Election
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín svört gamanmynd sem virkar því miður ekki eins vel og hún hefði getað gert.
Batman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Keaton sem Batman er fullkominn, Nicholsson sem Jokerinn er líka fullkominn, því miður eru aukapersónurnar ekki alltaf alveg jafn vel leiknar, Kim Basinger sker sig þar sérstaklega úr hópnum með ósannfærandi leik. En í heild þá er þetta frábær sýn á persónuna Batman og Gothamborg.
Ed Wood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd um leikstjóra sem var ekki að láta smáu né stóru atriðin koma í veg fyrir að hann gerði myndir sem féllu að hans einstöku sýn. Allir leikararnir standa sig vel og þegar þið eruð búin að horfa á þessa þá er gott að kíkja á upprunalegu myndir Wood sem eru frábærar.
Neighbors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvernig var eiginlega hægt að gera svona leiðinlega mynd með svona góðum leikurum? Forðist, Forðist.
1941
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki hefði maður búist við svona mynd frá Spielberg en hér er geggjuð gamanmynd um múgæsingu í Kalíforníu eftir árásina á Pearl Harbour. Vitleysa og geðveiki með frábærum leikurum, gengur stundum of langt. Það hjálpar líklega mikið til að þekkja til eldri mynda Spielberg og líka sögu Seinni Heimstyrjaldarinnar.
Coal Miner's Daughter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þó ég sé áhugalaus um viðfangsefnið (Lorettu Lynn sveitasöngkonu) þá var þetta ágætismynd um ævi hennar. Eitt atriði um skilgreiningu á orðinu horny er óendanlega fyndið.
Jay and Silent Bob Strike Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Clerks var fyrst, síðan kom Mallrats, Chasing Amy fylgdi og Dogma var númer fjögur. Fimmta myndin, síðasta myndin, í hinni svokölluðu Jersey Trilogy var því miður vonbrigði, hún var ekki hin algera snilld sem Kevin Smith hefur sýnt í hinum myndunum, leiðindakafli um stelpuklíku er sérstaklega asnalegur. En annars er myndin fín skemmtun, mikið af skemmtilegum tilvísunum í hinar myndirnar og Star Wars og annað sem tilheyrir. Það var sorglega lítið af Jason Lee þó hann hafi verið í tveim hlutverkum. Þrjár stjörnur eru líklega örlæti af minni hálfu sem aðdáanda.