Djarfari, ógeðslegri og blóðugri en Smile 1

„Allt sem þú elskaðir við fyrstu myndina gerum við núna tíu sinnum meira af,“ segir leikstjórinn og handritshöfundurinn Parker Finn í kynningarmyndbandi fyrir hrollvekjuna Smile 2 sem kemur í bíó á Íslandi á fimmtudaginn.

Þá segir Finn að myndin verði djarfari, ógeðslegri og blóðugri en síðasta mynd sem frumsýnd var árið 2022 og sló í gegn í miðasölunni.

Smile 2 (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 85%

Poppstjarnan Skye Riley er á leið í tónleikaferð um heiminn en fer að upplifa ógnvænlega og óútskýranlega hluti. Eftir því sem hryllingurinn vex og álagið vegna frægðarinnar eykst neyðist Skye til að horfast í augu við fortíðina til að ná aftur stjórn á lífi sínu. ...

Nær enginn úr fyrri myndinni leikur í þeirri nýju en helstu leikarar eru Naomi Scott, Rosemarie DeWitt, Lukas Gage, Miles Gutierrez-Riley, Peter Jacobson, Ray Nicholson, Dylan Gelula, Raúl Castillo og Kyle Gallner.

Poppstjarnan Skye Riley er á leið í tónleikaferð um heiminn en fer að upplifa ógnvænlega og óútskýranlega hluti. Eftir því sem hryllingurinn vex og álagið vegna frægðarinnar eykst neyðist Skye til að horfast í augu við fortíðina til að ná aftur stjórn á lífi sínu.

Sjáðu kynningarmyndbandið hér fyrir neðan: