Bönnuð innan 16 áraÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Blótsyrði
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Eftir að dr. Rose Cotter verður vitni að skelfilegu atviki sem hendir sjúkling hennar byrjar hún að upplifa undarlega og óhugnanlega – og óútskýranlega – hluti. Rose verður að horfast í augu við slæma hluti úr fortíð sinni eigi hún að sleppa lifandi frá þessum skelfilega nýja veruleika. Hún kemst að því að fjöldi óhugnanlegra dauðsfalla hefur orðið og sameiginlegur þráður virðist tengja þau öll – eitthvað sem ekki er hægt að útskýra, eitthvað sem engin náttúruleg skýring er á. Fjöldi manns hefur látist voveiflega í kjölfar þess að upplifa sama hlutinn. Svo virðist sem allir sem upplifa þennan hlut séu bráðfeigir
Aðalleikarar
Vissir þú?
Þrjátíu sekúndna kitla var sýnd á undan Top Gun: Maverick og Crimes of the Future, og var aðeins sýnd í bíó, ekki á netinu.
Paramount framleiðslufyrirtækið gerði þessa mynd upphaflega sem streymismynd og ætlaði eingöngu að sýna hana á streymisveitu sinni Paramount . En þegar myndin fékk betri viðtökur hjá prufuhópi en búist var við var ákveðið að setja myndina í bíó.
Til að kynna kvikmyndina byrjuðu framleiðendur að setja allskonar fólk á ólíka opinbera staði með hið óþægilega glott myndarinnar, þar á meðal á stórum hafnaboltaleikjum og jafnvel í útsendingu á sjónvarpsþætti ABC, Good Morning America.
Hið óþægilega glottandi fólk klæðist björtum pastel litum á meðan Rose er í dimmum andstæðum litum, sem á að túlka muninn á gleði og sorg.
Höfundar og leikstjórar

Parker FinnLeikstjóri
Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Paramount PlayersUS

Paramount PicturesUS

Temple Hill EntertainmentUS



























