Kung Fu Panda 4 aftur vinsælust í bíó

Po, aðalhetjan í Kung Fu Panda fjögur, sýndi styrk sinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, en myndin er enn vinsælasta kvikmynd landsins og var með 5.800 áhorfendur um síðustu helgi. Í öðru sæti er Dune með 3.200 gesti á sama tímabili.

Í þriðja sæti er svo hin sannsögulega og dramatíska One Life með Anthony Hopkins í aðalhlutverki.

Hinar tvær nýju myndirnar, Arthur the King og Nattevagten 2 fóru beint í sjötta og níunda sæti listans.

Sjáðu íslenska aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: