Heiðursmenn heilluðu

Heiðursmennirnir hans Guy Ritchie í The Gentlemen voru vinsælasta kvikmyndin um nýliðna helgi í bíóhúsum landsmanna, en myndin sendi toppmynd síðustu tveggja vikna, Bad Boys for Life niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans.

Heiðursmenn.

Þriðja sætið féll svo hinni margverðlaunuðu 1917 í skaut.

Tvær nýjar kvikmyndir auk Gentlemen, bættust í bíóhúsin um helgina. Annarsvegar er það teiknimyndin Köflótta ninjan, sem fór rakleitt í sjötta sæti aðsóknarlistans og hinsvegar er það gamanmyndin Like að Boss, sem tyllti sér í það níunda.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: