Hröðuðu sér beint á toppinn

Bílatryllirinn Fast and Furious 8 kom sá og sigraði í íslenskum bíóhúsum, sem og erlendum, nú um helgina, en myndin rauk beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans með tæpar átta milljónir króna í tekjur hér á landi. Þar með lauk fjögurra vikna sigurgöngu Beauty and the Beast, sem situr nú í fjórða sæti listans.

Í öðru sæti listans er teiknimyndin Dýrin í hálsaskógi, sem fer upp um eitt sæti á milli vikna. Í þriðja sæti eru svo strumparnir bláu, í Strumparnir og gleymda þorpið. 

Þrjár nýjar myndir til viðbótar við Fast and Furious 8 eru á listanum. Í fimmta sæti er gamanmyndin Going in Style, í því 24. er Velkomin til Noregs og Safari fer svo beint í 28. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni!