Fjórða vika Fegurðar á toppnum

Ævintýrasmellurinn Beauty and the Beast er nú í fjórða skiptið í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans og hafði þar með naumlega betur en Strumparnir, sem sitja í öðru sætinu eftir sýningar helgarinnar.

Ný mynd er síðan í þriðja sætinu, hið sígilda ævintýri Dýrin í hálsaskógi. 

 

Fjórar aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. A Monster Calls fer beint í 13. sæti listans, íslenska myndin Snjór og Salóme situr í því 15., I, Daniel Blake fór beint í 17. sæti listans og Glory er 24. vinsælasta mynd landsins.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: