Vel á annan tug þúsunda sáu Stjörnstríð í bíó um helgina

Það þarf ekki að koma mörgum á óvart, en Star Wars: The Rise of Skywalker var langvinsælasta kvikmyndin hér á Íslandi um síðustu helgi, rétt eins og í Bandaríkjunum, og við sögðum frá hér á síðunni. Rúmlega tólf þúsund og fimmhundruð manns lögðu leið sína í bíó til að sjá myndina, og tekjur voru tæpar 18 milljónir króna.

Toppmynd síðustu tveggja vikna, Jumanji: The Next Level þurfti að lúta í gras, og situr nú í öðru sæti listans. Þá færðist Frozen 2 einnig niður um eitt sæti, úr öðru sætinu niður í það þriðja.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: