Borgarastríðið braut sér leið á toppinn

Dystópían Civil War eftir Alex Garland (Ex Machina, Annihilation, 28 Days Later) fór ný beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og sló þar með við Godzilla x Kong – The New Empire sem hrapaði niður í fjórða sæti listans eftir tvær vikur á toppinum.

Kvikmyndir.is fór að sjá Civil War og mælir sterklega með henni enda er hún áminning um hrylling stríðsátaka og veitir ákveðna innsýn í veröld stríðsfréttaritara.

Í öðru sæti er hin sívinsæla teiknimynd Kung Fu Panda 4 en hún hefur verið í sex vikur í bíó.

Þriðja sætið féll svo í skaut Amy Winehouse en myndin um hana, Back to Black, er ný á lista.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: