Risafrumsýning Hungurleikanna 2

hungerThe Hunger Games: Catching Fire bar höfuð og herðar yfir aðrar bíómyndir þessa helgina hvað varðar aðsókn í íslenskum bíóhúsum, en tekjur af myndinni námu 13,6 milljónum króna á meðan næsta mynd á listanum, Thor: The Dark World, þénaði 1,5 milljónir króna.

Stallone/Schwarzenegger myndin Escape Plan stendur í stað í þriðja sætinu á lista vinsælustu mynda helgarinnar og Free Birds fer upp um eitt sæti, í það fjórða.

Í fimmta sætinu eru svo vísindaskáldsagan Ender´s Game.

Tvær aðrar nýjar myndir eru á lista. Wikileaks myndin The Fifth Estate fór beint í 8. sæti listans og í 13. sætið tyllti sér Stand Up Guys.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

listinn