Stubburinn vinsælastur

Það er enginn annar en Stubbur stjóri sem slær ofur-bílahasarnum Fast and Furious 8 við í miðasölunni hér á Íslandi nú um helgina, en myndin, sem er ný á lista,  situr nú í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans og hefur naumt forskot á bílatryllinn. Í þriðja sæti er svo gamanmyndin Going in Style.

 

Fjórar aðrar nýjar myndir eru á listanum; spennutryllirinn Unforgettable fer beint í sjöunda sæti listans, danska hasarmyndin Darkland, eða Undirheimar, settist í áttunda sætið, dramað The Shack fór beint í ellefta sæti listans og sjálfur Andri Freyr Viðarsson í Spólað yfir hafið fór ný í 14. sæti listans með 157 þúsund krónur í tekjur yfir helgina.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: