Ég man þig komin með 44,4 milljónir í tekjur

Íslenska hrollvekjan Ég man þig er nú þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en tekjur myndarinnar yfir helgina námu tæpum fimm milljónum íslenskra króna. Samtals eru tekjur Ég man þig nú orðnar 44,4 milljónir króna frá frumsýningu.

Myndin hratt þar með áhlaupi nýrrar myndar, geimtryllisins Alien: Covenant, sem fór beint í annað sæti listans. Í þriðja sæti, sína fjórðu viku á lista, sitja svo útverðir alheimsins í Guardians of the Galaxy – Vol 2. 

Tvær nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Fjölskyldumyndin hugljúfa Heiða fór beint í áttunda sætið og gamanmyndin A Few Less Men beint í það níunda.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: