Íslenskur hrollur vinsælastur með 10,5 milljónir í tekjur

Íslenska hrollvekjan Ég man þig, sem byggð er á vinsælli bók rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttir, dró rúmlega 6.200 gesti í bíó yfir helgina, en myndin var frumsýnd á föstudaginn síðasta. Greiddur aðgangseyrir á myndina nam rúmum 10,5 milljónum króna. Kvikmyndin skaut þar með vinsælustu mynd síðustu helgar, ofurhetju-ævintýramyndinni Guardians of the Galaxy Vol. 2 ref fyrir rass, en Guardians var önnur vinsælasta myndin þessa helgina.

Þriðja sætið féll svo í hlut Stubbs stjóra, sem fór niður um eitt sæti á milli vikna.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: