Frostið bítur Hungurleika

catching-fire__131001180911Þakkargjörðardagurinn er í dag í Bandaríkjunum og því löng Þakkargjörðarhelgi framundan, sem er jafnframt mikil bíóhelgi alla jafna.

Miðað við spár þá lítur út fyrir að stórmyndin The Hunger Games: Catching Fire haldi sigurgöngu sinni áfram, en hún sló met um síðustu helgi þegar hún varð aðsóknarmesta mynd í nóvembermánuði frá upphafi. Nýju Disney teiknimyndinni Frozen er einnig spáð góðu gengi og mun líklega bíta frá sér í öðru sætinu.

The Hunger Games er spáð tekjum upp á 100 milljónir Bandaríkjadala yfir þessa löngu helgi, en Frozen í kringum 82 milljónir dala.

frozen__131008000117Um síðustu Þakkargjörðarhelgi voru myndir eins og Twilight Saga og Skyfall í bíó, ásamt Lincoln, Life Of Pi og Wreck It Ralph.

Thor: The Dark World mun líklega skipa þriðja sætið nú um helgina og Delivery Man þénar líklega 20 milljónir dala í fjórða sætinu.

Nýja Jason Statham spennumyndin Homefront, mun svo líklega fylgja þar á eftir með 7 milljónir dala í tekjur.