Banar í banastuði

Ghostbusters Afterlife, eða Draugabanar Framhaldslíf, sem kemur í bíó á Íslandi á næsta föstudag, kom sá og sigraði í bíóhúsum í Bandaríkjunum um helgina.

Tekjur af sýningum myndarinnar námu um 44 milljónum Bandaríkjadala, en myndin í öðru sæti, Eternals, sem hefur verið í sýningum í meira en tvær vikur, tók inn tæplega ellefu milljónir dala.

Ef Ghostbusters Afterlife er borin saman við frumsýningarhelgi síðustu Draugabanamyndar, Ghostbusters eftir Paul Feig, þá voru tekjur hennar 46 milljónir dollara, eða 53 milljónir dala ef leiðrétt er fyrir verðbólgu.

Þriðja vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina er Clifford the Big Red Dog, sem kemur í bíó 10. desember hér á Íslandi. Myndin hefur fengið nafnið Kátur Stóri Rauði Hundurinn á íslensku.

Sjáðu topp tíu listann hér að neðan: