Hetjuleg frammistaða

Kvikmyndin um andhetjuna Harley Quinn, Birds of Prey, með Margot Robbie í aðalhlutverki, sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna Óskarshelgi. Herramennirnir í The Gentlemen áttu því frekar skamma viðdvöl á toppnum, og þurfa nú að sætta sig við annað sæti listans.

Skrautleg persóna.

Þriðja sætið, rétt eins og í síðustu viku, fellur svo stríðsmyndinni 1917 í skaut, en hún fékk einmitt Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatöku á sunnudaginn.

Fjórar aðrar nýjar myndir eru á listanum auk Birds of Prey. Pólska myndin Psy 3: W imie zasad fer beint í 12. sætið, og í humátt á eftir henni kemur The Informer. Í 25. sætinu sitja svo Vesalingarnir, ný mynd frá Frakklandi. Í því 26. er endurgerðin After the Wedding.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: