Minions og Maur: Mjótt á munum

minionsLitlu gulu Skósveinarnir, eða Minions, sem í gegnum árhundruðin hafa þráð það heitast í lífinu að þjóna illmennum þessa heims, halda velli á íslenska aðsóknarlistanum, og sitja nú á toppi hans aðra vikuna í röð. Nýjasta Marvel ofurhetjumyndin Ant-Man, sem er ný á lista, náði því ekki að velta þeim úr sessi, þó að ekki hafi munað miklu á myndunum tveimur, eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Í þriðja sæti eru svo strippararnir í Magic Mike XXL. 

Kíktu á listann í heild sinni hér fyrir neðan og þann bandaríska þar fyrir neðan, en Ant-Man hafði betur en Minions í Bandaríkjunum um helgina, öfugt við hér á landi.

boxoffice

boxoffice usa