Ósnertanleg ofurhetja

DC Comics ofurhetjan Shazam, sem í raun er 15 ára gamall strákur sem breytist í ofurhetju þegar hann segir orðið „Shazam!“, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð.

Shazam með besta vini sínum, en þeir búa saman á fósturheimili.

Í öðru sæti listans er ný mynd, teiknimyndin Wonder Park, og í þriðja sæti er hrollvekjan Pet Sematary sem fer niður um eitt sæti á milli vikna.

Tvær nýjar myndir til viðbótar prýða íslenska bíóaðsóknarlistann þessa vikuna. Önnur þeirra er franska gamanmyndin Ömurleg brúðkaup 2, sem fór beint í sjötta sæti listans, og hin er pólska rómantíska gamanmyndin Miszmasz czyli Kogel Mogel 3, sem fór beint í 11. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: