Ofurvinsæl ofurhetja

Þriðju vikuna í röð situr ofurhetjan Shazam! á toppi íslenska bíóaðsóknarlistann í samnefndri mynd, en myndin fjallar um unglingsstrák sem getur breytt sér í gríðarlega öfluga ofurhetju með því einu að segja töfraorðið Shazam!

Vinirnir fá sér gosdrykk.

Þá hafa engar breytingar orðið á öðru sæti listans, en þar situr sem fyrr teiknimyndin Wonder Park, eða Undragarðurinn eins og myndin heitir á okkar ástkæra ylhýra máli. Það er því ekki fyrr en við komum niður að þriðja sæti listans að við sjáum einhverjar breytingar, en þar situr toppmynd bandaríska aðsóknarlistans, The Curse of La Llorona. Auk hennar eru tvær aðrar nýjar myndir á listanum. Beint í fjórða sætið fór teiknimyndin Týndur hlekkur, eða Missing Link, og í það sautjánda fór Yuli.

Sjáðu listann í heild sinni: