Shazam! (2019)
"If you want to save the world, say the magic word."
Billy Batson er 14 ára munaðarlaus strákur sem í byrjun sögunnar er að flytja inn á sitt sjöunda fósturheimili eftir að hafa verið úthýst af...
Bönnuð innan 9 ára
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Billy Batson er 14 ára munaðarlaus strákur sem í byrjun sögunnar er að flytja inn á sitt sjöunda fósturheimili eftir að hafa verið úthýst af því sjötta vegna slæmrar hegðunar, rétt eins og í hin fimm skiptin. Kvöld eitt þegar hann er á flótta undan strákum sem ætla að berja hann lendir hann í nokkurs konar hliðarveröld þar sem verulega dularfullur galdrakarl gefur honum krafta til að breyta sér í fullorðnu ofurhetjuna Shazam! Til að byrja með hefur Billy/Shazam! ekki nokkra hugmynd um hvaða ofurkröftum hann býr yfir og því síður hvernig hann á að stjórna þeim. Sú þekking kemur auðvitað með reynslunni og ekki seinna vænna því framundan er barátta við hinn hræðilega dr. Thaddeus Sivana ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur




































