Náðu í appið
Shazam! Fury of the Gods

Shazam! Fury of the Gods (2023)

"Oh. My. Gods."

2 klst 10 mín2023

Hér er haldið áfram með sögu unglingsdrengsins Billy Batson en með því að segja töfraorðið SHAZAM breytist hann í fullorðnu ofurhetjuna, Shazam.

Rotten Tomatoes49%
Metacritic47
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Söguþráður

Hér er haldið áfram með sögu unglingsdrengsins Billy Batson en með því að segja töfraorðið SHAZAM breytist hann í fullorðnu ofurhetjuna, Shazam. Í myndinni þurfa Batson og fóstursystkin hans, sem öll geta breyst í ofurhetjur, m.a. að berjast við Dætur Atlasar. Þær hafa yfir vopni að ráða sem eytt getur heiminum.

Aðalleikarar

Vissir þú?

The Furies koma úr grískri goðafræði og eru öll börn Atlasar (sem er einn guðanna sem Shazam sækir ofurkrafta sína til). Hespera heitir í höfuðið á Hesperides, anda sólsetursins, sem ræktaði garð hinna gullnu epla. Hespera er einnig kvenkyns útgáfa af Hesperus, bróður Atlasar og guðs kvöldstjörnunnar Venusar. Kalypso heitir eftir seiðkonu sem sinnti Odysseus á leið hans heim. Anthea er gyðja garða, votlendis, blóma og mannlegrar ástar.
Dætur Atlasar koma ekki fyrir í Shazam! teiknimyndasögunum. Þær eru skapaðar sérstaklega fyrir kvikmyndina.
Dúkkan Annabelle, úr hrollvekjunni Annabelle: Creation frá árinu 2017, sem er einnig eftir leikstjórann David F. Sandberg, sést sitja í stól á skrifstofu barnalæknisins.
Leikstjórinn David F. Sandberg leikur fórnarlamb Kalypso í kvikmyndinni.

Höfundar og leikstjórar

Chris Morgan
Chris MorganHandritshöfundur
Henry Gayden
Henry GaydenHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

New Line CinemaUS
The Safran CompanyUS
DC FilmsUS