Shazam! sigraði

Íslenskir bíógestir eru greinilega mjög samstíga þeim bandarísku, en ofurhetjumyndin Shazam! fór beint á toppinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum nú um helgina, rétt eins og hún gerði í Bandaríkjunum, á sinni fyrstu viku á lista.

Þegar unglingsstrákur segir Shazam! breytist hann í ofurhetju.

Beint í sannað sætið, rétt eins og í Bandaríkjunum einnig, fór Stephen King hrollvekjan Pet Sematary, í fyrstu atrennu, en toppmynd síðustu viku, Disneymyndin Dumbo, um fílinn fljúgandi, fór niður í þriðja sæti listans.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, ballettdramað Girl.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: