Dóra hratt áhlaupi risanna

Risarnir í The BFG náðu ekki að stöðva sigurgöngu Leitarinnar að Dóru á íslenska bíóaðsóknarlistanum um helgina, en Leitin að Dóru er nú þriðju vikuna í röð á toppi listans. The BFG er ný í öðru sætinu.

Svipaða sögu er að segja frá Bandaríkjunum, nema þar í landi náði Spielberg myndin The BFG aðeins fjórða sætinu, fyrir neðan Leitina að Dóru, The Legend of Tarzan og The Purge: Election Year.

dory

Þriðja vinsælasta myndin á Íslandi er svo Independence Day: Resurgence.

Þrjár nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni; austurríska Hrollvekjan Goodnight Mommy fór beint í 10. sæti listans, The Other Side er í 19. sæti og Arabian Nights Vol 2 fór beint í 20. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffsi