Hobbiti sterkur á toppnum, Django og Vesalingar byrja vel

Nýjustu mynd Quentin Tarantino, sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju, Django Unchained, tókst ekki að velta Hobbita Peters Jacksons úr sessi í Bandaríkjunum um helgina, en The Hobbit: An Unexpected Journey er efst á aðsóknarlista bíómynda í Bandaríkjunum þriðju vikuna í röð. Það sama má segja um aðra mynd, Les Miserables, eða Vesalingarnir, sem margir hafa beðið eftir, en hún varð sömuleiðis að lúta í gras fyrir Hobbitanum.

Django og Vesalingarnir fengu samt sem áður frábærar viðtökur og góða aðsókn.

Tekjur af Hobbitanum eftir sýningar helgarinnar námu 32,9 milljónum Bandaríkjadala, og eru heildartekjur af myndinni í Bandaríkjunum komnar upp í 222,7 milljónir dala, sem er mjög gott, svo ekki sé meira sagt.

Django Unchained þénaði 30,7 milljónir dala og Les Miserables 28 milljónir, í öðru og þriðja sæti aðsóknarlistans.

Parental Guidance lenti í fjórða sæti eftir helgina með 14,8 milljónir dala í tekjur og nýjasta spennumynd Tom Cruise, Jack Reacher, lenti í fimmta sætinu með 14 milljónir dala í tekjur.

Lesið hérna grein um Hobbitann á kvikmyndir.is og hérna upphitunargrein fyrir Django Unchained. 

Hér að neðan er listi 10 aðsóknarmestu mynda í Bandaríkjunum:

1. The Hobbit: An Unexpected Journey, 32,9 milljónir dala

2. Django Unchained, 30,7 milljónir dala

3. Les Miserables, 28 milljónir dala

4. Parental Guidance, 14,8 milljónir dala

5. Jack Reacher, 14 milljónir dala

6. This is 40, 13,2 milljónir dala

7. Lincoln, 7,5 milljónir dala

8. The Guilt Trip, 6,7 milljónir dala

9. Monsters, Inc. (3D), 6,4 milljónir dala

10. Rise of the Guardians, 4,9 milljónir dala