Risahelgi hjá Avengers hópnum

Marvel ofurhetjukvikmyndin Avengers: Infinity War kom sá og sigraði í íslenskum bíóhúsum um nýliðna helgi, og rakaði saman 22 milljónum í tekjur yfir helgina alla. Í Bandaríkjunum var það sama uppi á teningum, en myndin var sú langmest sótta og er komin með um 300 milljónir bandaríkjadala í tekjur í Bandaríkjunum.

Önnur vinsælasta myndin hér á Íslandi var fjölskyldumyndin Víti í Vestmannaeyjum, en hún hækkar sig um eitt sæti frá vikunni á undan. Pétur kanína fór svo upp um þrjú sæti, úr sjötta sætinu í það þriðja.

Ein önnur ný mynd er á aðsóknarlistanum að þessu sinni, myndin You Were Never Really Here með Joaquin Phoenix í aðalhlutverkinu.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: