Ekkert haggar Everest

Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, gefur ekkert eftir og heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð. Aðsóknin á myndina var rösklega tvöfalt meiri en á myndina í öðru sætinu, teiknimyndina Hótel Transylvanía 2, sem var frumsýnd um helgina.

Í þriðja sæti er önnur ný mynd, spennumyndin Sicario, sem er með tónlist eftir Jóhann Jóhannsson. 

EVERest

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum. Í fjórða sæti er gamanmyndin The Intern með Anne Hathaway og Robert De Niro, og í níunda sæti er myndin um skáksnillinginn Bobby Fischer, Pawn Sacrifice, en myndin var að hluta til tekin upp hér á landi.

Kíktu á listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice