Trúðar á toppnum!

Það eru engir aðrir en Íslandsvinirnir Frank og Casper í myndinni Klovn Forever sem sitja á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, en myndin, sem er ný á lista, fékk meiri aðsókn en Everest, þó að mjótt hafi verið á munum. Þar með er þriggja vikna óslitinni sigurgöngu Everest á listanum lokið.

klown-lo__full

Í þriðja sæti listans situr myndin sem var í öðru sæti í síðustu viku, Marsbúinn, eða The Martian.  Ein ný mynd til viðbótar er á listanum þessa vikuna. Myndin um Kray glæpatvíburana bresku, með Tom Hardy í hlutverkum beggja tvíburanna, Legend, situr ný í fimmta sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice