Everest rís hæst!

Það er engin önnur en Everest, Hollywood stórmynd, Baltasars Kormáks, sem var langvinsælasta mynd helgarinnar hér á landi með 15,5 milljónir íslenskra króna í aðgangseyri. Næsta mynd á lista, toppmynd síðustu viku, Maze Runner 2: The Scorch Trials þénaði 2,7 milljónir í öðru sætinu.

everest_1-620x438

Í þriðja sæti er svo gamall kunningi, Inside Out, sem er búin að vera litlar 14 vikur á lista, og stekkur nú upp um þrjú sæti í það þriðja.

Everest er eina nýja myndin á listanum þessa vikuna.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan, og einnig hér:

boxosofofs