Uppgötvar komu andkrists

Leikstjóri hrollvekjunnar The First Omen, sem komin er í bíó á Íslandi, Arkasha Stevenson, segist hafa verið aðdáandi The Omen myndaflokksins frá unga aldri. Það var því talsverð áskorun fyrir hana að fá það verkefni að gera forsögu upprunalegu myndarinnar frá árinu 1976 og mögulega að fá að breyta sjónarhorninu.

„Þetta er mjög karllæg sería,“ segir hún í samtali við kvikmyndaritið Variety. „Að fá að skoða hana frá sjónarhóli konu var spennandi. Og ég held að myndin hafi sannað gildi sitt því hún kemur fram með eitthvað nýtt.“

The First Omen er sjötta The Omen myndin en síðast sáum við mynd úr seríunni í endurræsingunni árið 2006. Hér fáum við fyrstu aðkomu Stevenson að flokknum en hún hefur leikstýrt sjónvarpsþáttum eins og Channel Zero og Brand New Cherry Flavor. Í myndinni fáum við að kynnast atburðunum sem gerðust áður en Damien litli kemur til sögunnar, drengurinn sem er sjálfur Andkristur.

The Omen (1976)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn7/10

Robert og Katherine Thorn virðast lifa hinu fullkomna lífi. Þau eru hamingjusamlega gift og hann er sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, en það er einungis eitt sem varpar skugga á, þau eiga erfitt með að eignast barn, en langar það heitast af öllu. Þegar Katharine eignast andvana ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir bestu tónlist. Tilnefnd fyrir besta lag í kvikmynd Ave Satani, eftir Jerry Goldsmith.

Fæðing í vændum

Í hrollvekjunni fylgjumst við með Margaret, sem leikin er af Nell Tiger Free, ungri bandarískri konu sem uppgötvar að andkristur sé um það bil að fara að fæðast, þegar hún er við störf í kirkju í Róm á Ítalíu.
Stevenson segir að hún hafi viljað endurskapa ósvikna áttunda áratugs stemmningu.

„Við vildum ekki að að kvikmyndin væri eins og nútíma hrollvekja,“ segir hún. „Það sem var svo sérstakt við hrollvekjur frá áttunda áratugnum var framvindan og áherslan sem lögð var á persónur, bæði í myndinni sem heild, en einnig í leikmynd og hrökkviviðatriðum. Fagufræðilega þá elska ég hvernig kvikmyndavélinni var beitt í fyrstu myndinni. Við vildum byrja frá þeim stað og kalla fram nostalgíu, og sjá hvernig fer að flísast úr huga Margaret og veruleiki hennar byrjar að nötra.“

The First Omen (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9

Ung bandarísk kona er send til Rómar til ævinlangrar þjónustu hjá kirkjunni. Þar kynnist hún myrkraöflum sem láta hana efast um trú sína og hún uppgötvar skelfilegt samsæri sem gæti fætt af sér illskuna endurholdgaða....

Fær mikið út úr hrollinum

Tiger Free, sem leikið hefur áður í Game of Thrones, Too Old to Die Young og Servant segir að mest gaman sé að leika persónur eins og Margaret því þar séu svo mörg eðlislæg viðbrögð sem gaman er að kalla fram í fólki. „Það er gaman að hrista upp í fólki og birta aðstæður sem engir munu væntanlega lenda í á ævinni. Ég fæ mikið út úr þessum hrollvekjuheimi.“

Vill fleiri myndir

Að lokum segir Stevenson að enn sé margt ósagt í seríunni. Hægt sé að gera fleiri myndir og hún sjálf væri alveg til í að taka þátt í því.

„Ég myndi elska að fá að halda áfram að starfa í þessum heimi,“ segir hún. „Það er svo margt sem hægt er að leika sér með í trúarlegum hryllingi. Þetta er risastórt svið. Við svöruðum stórri spurningu í þessari kvikmynd, en um leið vöknuðu svo margar aðrar spurningar,“ segir leikstjórinn að lokum.