Bob Marley áfram vinsælastur

Reggí goðsögnin jamaíkanska Bob Marley í kvikmyndinni Bob Marley: One Love er á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Um tvö þúsund manns sáu myndina um síðustu helgi. Í öðru sæti listans, líkt og í vikunni á undan, er fyrrum toppmyndin, gamanmyndin Fullt hús, eftir Sigurjón Kjartansson.

Í þriðja sætinu, ný á lista, er svo teiknimyndin japanska Demon Slayer: To the Hashira Training.

131 sáu Natatorium

Nýja íslenska kvikmyndin Natatorium fór beint í sextánda sæti aðsóknarlistans en 131 greiddu aðgangseyri inn á myndina um síðustu helgi.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: