Hvolpasveit ósigrandi á toppnum!

Ofurmynd Hvolpasveitarinnar heldur áfram að trekkja fólk í bíó en hún er enn á ný lang vinsælasta kvikmyndin í íslenskum bíóhúsum, þriðju vikuna í röð. Ekki einu sinni hrollvekjan Saw X náði að hræða nógu marga í bíó til að velgja hvuttunum undir uggum.

Um 3.800 sáu Hvolpasveitina um helgina samanborið við rúmlega sex hundruð sem sáu Saw X í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans.

Gestir á myndina sem lenti í þriðja sætinu, The Exorcist: Believer, sem var í öðru sæti í síðustu viku, voru rúmlega 530.

Nýja myndin Dumb Money náði aðeins fjórða sæti listans.

80 þúsund séð Barbie

Til gamans má geta þess að Barbie er langtekjuhæsta kvikmyndin í bíó um þessar mundir en hún hefur rakað saman rúmum 134 milljónum króna. Fjöldi áhorfenda er nærri 80 þúsund.

Sjáðu íslenska topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: