Risaskrímsli tóku áhorfendur með trompi

Risaskrímslin Godzilla og King Kong tóku íslenska bíógesti með trompi um síðustu helgi en kvikmyndin um þessa ólíklegu „vini“ sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.

Myndin ruddi þar með úr vegi teiknimyndinni Kung Fu Panda 4 sem setið hafði á toppinum í þrjár vikur í röð.

Áfram í þriðja sæti listans er Ghostbusters: Frozen Empire en þar eru gamlir og nýir Draugabanar mættir aftur til New York að kljást við nýjar ógnir.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: