Náðu í appið

Nýtt á DVD

DramaÆvintýriÆviágrip
Leikstjórn Marc Forster
Julian hefur átt erfitt með að aðlagast nýja skólanum allt síðan honum var vísað úr skóla fyrir að stríða bekkjarbróður með afmyndað andlit. Til að hafa áhrif á líf hans ákveður amma Julians að segja honum hetjusögu sem gerðist þegar hún var ung stúlka í Frakklandi á tímum hersetu Nasista í Seinni heimstyrjöldinni, þegar bekkjarbróðir bjargaði lífi hennar.
Útgefin: 15. nóvember 2024
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Joanna Hogg
Listakona og öldruð móðir hennar horfast í augu við löngu grafin leyndarmál þegar þær snúa aftur til æskuheimilisins, sem nú er hótel þjakað af dularfullri fortíð.
Útgefin: 30. júní 2023
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Stu Yoder
Þegar Marla og litli bróðir hennar eru fyrir einhverja galdra flutt inn í veröld Playmobile þar sem þau breytast sjálf í Playmobilefígúrur hefst ævintýri sem óhætt er að segja að sé engu öðru líkt. Þarna eru hættur við hvert fótmál, en einnig mikil gleði og húmor auk þess sem persónur sögunnar eiga það til að bresta í söng og dans við hin ýmsu tilefni.
Útgefin: 3. janúar 2020
SpennaSpennutryllirVestriÆvintýri
Leikstjórn Adrian Grunberg
Vonir Johns Rambo um að fara að geta tekið því rólega á fjölskyldubúgarðinum fara fyrir lítið þegar ungri frænku hans er rænt af mexíkósku glæpagengi og hann neyðist til að fara til Mexíkó til að frelsa hana úr prísundinni áður en það er of seint.
Útgefin: 20. desember 2019
Gaman
Leikstjórn Gene Stupnitsky
Þrír ellefu ára strákar og skólafélagar lenda í miklum vanda þegar dróni sem þeir „fengu lánaðan“ hjá pabba eins þeirra er klófestur af stúlkunni sem þeir ætluðu að ná myndbandi af að kyssa kærastann. Drónann verða þeir að endurheimta hvað sem það kostar áður en pabbinn uppgötvar að hann er horfinn. Good Boys er lauflétt og fjörug mynd um uppátæki þeirra Max, Lucasar og Thors sem eru að uppgötva ýmislegt sem þeir vissu ekki um heim þeirra fullorðnu. Þegar Max er boðið í „kossapartí“ þar sem talsverðar líkur eru á að hann þurfi að kyssa stelpu í fyrsta sinn fyllist hann miklum kvíða því hann kann ekki að kyssa og er því dauðhræddur um að verða að athlægi í partíinu. Til að öðlast nauðsynlega þekkingu á hvernig maður ber sig við tekur hann fyrrnefndan dróna pabba síns traustataki til að taka upp kossaflens kærustupars á táningsaldri. Nú þarf hann ásamt félögum sínum, þeim Lucasi og Thor, að finna leið til að ná drónanum af stelpunni sem hefur hann í sinni vörslu, en það reynist hægara sagt en gert ...
Útgefin: 13. desember 2019
GamanDramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Lorene Scafaria
Hustlers fjallar um nokkrar konur sem dönsuðu á háklassa súlustöðum í New York á árunum eftir aldamótin síðustu og löðuðu m.a. að sér karlmenn sem unnu á Wall Street og óðu margir hverjir í peningum á þeim tíma. En svo kom hrunið!
Útgefin: 13. desember 2019
SpennaÆvintýri
Leikstjórn David Leitch
Tveimur árum eftir atburðina í The Fate of the Furious þurfa erkióvinirnir Luke Hobbs og Deckard Shaw að leggja persónulega óvild sína hvors í annars garð til hliðar og snúa þess í stað bökum saman í baráttu við sameiginlegan óvin þeirra, og reyndar alls mannkyns, hinn gríðarlega öfluga Brixton Lore. Að auki kynnumst við nú systur Deckhards, Hattie, sem er heldur ekkert lamb að leika sér við, og bræðrum Lukes sem einnig eru hver öðrum öflugri. Saman leggur þessi vaski hópur til atlögu við hinn genabreytta Brixton Lore sem er ekki bara öflugur og snjall heldur ræður yfir her hryðjuverkamanna.
Útgefin: 5. desember 2019
GamanRómantíkÆvintýriSöngleikurTónlist
Leikstjórn Danny Boyle
Yesterday fjallar um tónlistarmanninn Jack Malik sem er alveg að gefast upp á að hafa í sig og á með tónlist þegar hann verður kvöld eitt fyrir bíl og missir meðvitund. Þegar hann vaknar er hann kominn inn í einhvers konar hliðarveröld þar sem Bítlarnir voru ekki til og enginn þekkir tónlist þeirra – nema hann. Þetta leiðir fljótlega til þess að Jack verður heimsfrægur og eftirsóttur, bæði af aðdáendum og tónlistarútgefendum. En ekki er allt gull sem glóir.
Útgefin: 31. október 2019
Teiknað
Leikstjórn Ben Stassen
Rex er einn af nokkrum konunglegu hundum Elísabetar Englandsdrottningarog nýtur ekki bara þeirra forréttinda að búa í Buckingham-höll heldur er hann uppáhaldshundur hennar hátignar. Dag einn kemur Donald Trump forseti Bandaríkjanna í heimsókn ásamt eiginkonu sinni og tíkinni Mitzi sem fær þegar augastað á Rex. Þar með setur hún í gang atburðarás sem á eftir að leiða Rex í miklar ógöngur – sem gætu þó orðið að gæfu hans.
Útgefin: 18. október 2019
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chris Renaud
Hér heldur sagan af Max og vinum hans í gæludýraheimum áfram, og við fáum að fylgjast með leynilegu lífi þeirra, eftir að eigendurnir fara til vinnu eða skóla á hverjum degi. Þær breytingar verða á högum Max að eigandi hans, Katie, er nú gift og á barn. Í sveitaferð með fjölskyldunni hittir Max hund á bóndabæ sem heitir Rooster, sem skýtur honum skelk í bringu. Á sama tíma reynir Gidget að bjarga uppáhaldsleikfangi Max úr íbúð fullri af köttum, og Snowball reynir að frelsa hvíta tígrisdýrið Hu úr fjölleikahúsi.
Útgefin: 10. október 2019
GamanÆvintýriFjölskyldaSöngleikurTeiknað
Leikstjórn Kelly Asbury
Ljótubrúðurnar búa í Ljótabæ þar sem þær una ágætlega við sitt. Það á eftir að breytast dálítið þegar nokkrar þeirra leggja land undir fót og uppgötva að hinum megin við stóra fjallið þeirra er annar bær, Fullkomnibær, þar sem allar brúðurnar eru fullkomnar en ekki ljótar eins og þær sjálfar. En eins og oft hefur verið sagt þá felst fegurðin ekki í útlitinu heldur því sem innra með brúðunum býr ...
Útgefin: 6. september 2019
Gaman
Leikstjórn Chris Addison
Tvær konur, önnur í lágklasssa og hin í háklassa, sem hafa sérhæft sig í svikum og prettum taka höndum saman um að svindla hressilega á forríkum mönnum og fá þá til að gefa sér hluta af auðæfum sínum. Allt gengur upp eins og í sögu þar til tæknifrömuðurinn og milljarðamæringurinn Thomas stígur inn í myndina og veldur því að ýmislegt byrjar að fara úrskeiðis.
Útgefin: 29. ágúst 2019
RómantíkDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Þau Will og Stella eru ungt fólk sem þjáist af hinum arfgenga sjúkdómi Cystic Fibrosis sem á íslensku hefur verið kallaður slímseigjusjúkdómur og er enn sem komið er ólæknandi. Þau kynnast á sjúkrahúsi þar sem þau sækja hin ýmsu meðferðarúrræði og á milli þeirra kvikna rómantískar tilfinningar. Þau komast ekki hjá því að horfa til vandamálanna við sambandið sem eru af margvíslegum toga, þ. á m. það að þeim er bannað að koma nær hvort öðru en sem nemur fimm fetum. Það setur að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn auk þess sem ýmislegt annað við þennan sjúkdóm, sem á árum áður dró fólk yfirleitt til dauða, skerðir allar framtíðarhorfur þeirra. En sem fyrr lætur ástin ekki að sér hæða ...
Útgefin: 23. ágúst 2019
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Chad Stahelski
Það bíða margir spenntir eftir þriðju myndinni um leigumorðingjann John Wick sem í lok myndar númer tvö neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst varð að nánast hver og einn einasti leigumorðingi í heimi myndi innan klukkustundar hefja leit að honum í því skyni að drepa hann til að geta innheimt þær 14 milljónir dollara sem settar hafa verið honum til höfuðs. „Winston. Segðu þeim, segðu þeim öllum, að hver sem kemur, hver sem það er, að ég muni drepa hann. Að ég muni drepa þau öll,“ voru lokaorð Johns Wick þegar við skildum við hann síðast, aðeins klukkustund áður en hann yrði réttdræpur í augum leigumorðingja heimsins. Þessi þriðji kafli sögunnar hefst innan þessarar sömu klukkustundar sem er einnig sá tími sem John hefur til að undirbúa sig undir það sem verða vill. Sá undirbúningur felst auðvitað helst í því að verða sér úti um vopn og skotfæri í miklu magni, enda mun ekki veita af. Og nú er bara að sjá hvernig John reiðir af og hvort honum takist að sleppa lifandi frá þeim hasar sem framundan er ...
Útgefin: 15. ágúst 2019
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Richard Finn, Tim Maltby
Ísbjörninn viðkunnanlegi Nonni norðursins sem bjargaði málunum í fyrstu myndinni um hann og vini hans snýr hér aftur til að taka við gulllyklinum að New York þar sem hann er hetja og heiðursgestur. En skjótt skipast veður í lofti og áður en varir er Nonni kominn á kaf í ný vandamál sem hann verður að leysa. Þeir sem gaman höfðu af fyrri myndinni um Nonna munu örugglega hafa gaman af endurkomu hans þar sem hann þarf ekki bara enn á ný að sanna hvers hann er megnugur heldur tekur ásamt félögum sínum á Norðurpólnum þátt í íshokkíleik aldarinnar!
Útgefin: 15. ágúst 2019
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chris Butler
Hlekkur er forsöguleg vera sem er mitt á milli þess að vera api og maður, þ.e. hann lítur út fyrir að vera api, en er í raun maður. Sem stendur býr hann einn og yfirgefinn í skógi en trúir því að ef hann getur fengið landkönnuðinn og lávarðinn Lionel Frost til að aðstoða sig muni hann finna ættingja sína í hinum þjóðsögulega dal Sjangrí-La þar sem tíminn er sagður hafa staðið kyrr. Lionel skorast ekki undan áskoruninni frekar en öðrum og verður að sjálfsögðu mjög hissa þegar hann kemst að því að bréfið er frá herra Hlekk, hinum týnda hlekk í þróunarsögu mannsins, sem biður hann um aðstoð við að finna ættingja sína. Að sjálfsögðu er Lionel til í það og ásamt hinni röggsömu Adelinu leggja þeir Hlekkur upp í ævintýralega langferð í leit að Sjangrí-La ...
Útgefin: 25. júlí 2019
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Jordan Peele
Wilson-hjónin Gabe og Adelaide eru í fríi og á leið í afslöppun á ströndina ásamt börnum sínum tveimur, Zoru og Jason, þar sem þau ætla að hitta vini og taka því rólega í nokkra daga. Sú áætlun fer þó fyrir lítið þegar vægast sagt dularfullir tvífarar þeirra fara að gera þeim lífið leitt og breyta áætlun þeirra úr því að hafa það náðugt í æsispennandi baráttu fyrir lífinu. Enginn veit hvaðan þessi illa útgáfa af Wilson-fjölskyldunni kemur og því síður hvað henni gengur til, en það má bóka að eftir að þau Gabe, Adelaide, Jason og Zora átta sig á alvöru málsins munu þau snúast til varnar ...
Útgefin: 25. júlí 2019
Teiknað
Eftir að Sjóðríkur dettur niður úr tré og fótbrotnar þar sem hann var að ná í mistiltein með hinni gullnu sigð tilkynnir hann bæjarbúum að það sé tími til kominn fyrir hann að draga sig í hlé og að finna þurfi yngri seiðkarl til að elda töfradrykkinn sem komið hefur í veg fyrir að Rómverjar hertaki Gaulverjabæ. Að sjálfsögðu þurfa þeir Ástríkur og Steinríkur að fara í málið.
Útgefin: 6. júní 2019
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Josie Rourke
Saoirse Ronan og Margot Robbie leika hér þær Maríu Stúart Skotadrottningu annars vegar og hins vegar Elísabetu 1. Englandsdrottningu, en þær háðu afdrifaríka baráttu um völdin yfir Bretlandseyjum um miðja sextándu öld. Myndin er byggð á bókinni Queen of Scots: The True Life of Mary Stuart eftir John Guy sem kom út árið 2004 og lýsti eins og titilinn ber með sér fyrst og fremst lífi Maríu Stúart sem var fædd árið 1542 og var réttborin drottning Skota. Hún ólst þó að mestu upp í Frakklandi þar sem hún giftist aðeins sextán ára að aldri verðandi konungi Frakka, Francis II, sem tók nokkrum mánuðum síðar við konungdóminum og lést svo nokkrum mánuðum eftir það. Átján ára að aldri var María því bæði orðin ekkja og drottning Frakklands auk þess að vera eins og áður segir réttborin drottning Skota. Á þessum tíma gerðu bæði Frakkar og Englendingar tilkall til yfirráða í Skotlandi og lögðu Frakkar hart að Maríu að taka undir kröfur þeirra. Það vildi hún hins vegar ekki gera og ákvað að fara frekar til Skotlands og taka þar við völdum sem drottning Skota. Hún giftist aftur en varð ekkja skömmu síðar í annað sinn þegar eiginmaður hennar var myrtur. Í hönd fóru róstusamir tímar þar sem einkalíf Maríu var á milli tannanna á fólki eftir að hún giftist í þriðja sinn enda töldu margir að hún hefði sjálf ákveðið að láta myrða eiginmann sinn til að geta gifst morðingjanum. Og þegar María ákvað síðan að gera tilkall til ensku krúnunnar hófst mögnuð barátta milli hennar og frænku hennar, Elísabetar 1. Englandsdrottningar.
Útgefin: 29. maí 2019
GamanDrama
Leikstjórn Neil Burger
Eftir að smáglæpamanninum Dell Scott er sleppt úr fangelsi á skilorði þarf hann að sýna fram á að hann sé að leita sér að vinnu til að eiga ekki á hættu að vera settur inn aftur. Sú viðleitni landar honum starfi hjá auðkýfingnum Philip Lacasse sem þarf á umönnun að halda þar sem hann er lamaður. Vandamálið er að Dell hefur hvorki menntunina til að sinna þessu starfi né nokkra hæfileika til þess heldur - eða hvað? Það óvænta gerist hins vegar að á milli þeirra byrjar að þróast innilegt vinasamband sem á eftir að gera líf þeirra beggja betra því báðir hafa þeir af miklu að miðla þótt lífshlaup þeirra hafi verið ólík fram að þeim tímapunkti þegar þeir hittast í fyrsta skipti ...
Útgefin: 29. maí 2019