Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Brim 2010

(Undercurrent)

Justwatch

Frumsýnd: 1. október 2010

Hafið gefur. Hafið tekur.

95 MÍNÍslenska
Á Edduverðlaununum 2011 hlaut myndin 6 verðlaun, þ.á.m. fyrir bestu mynd og bestu leikkonu í aðalhlutverki (Nína Dögg Filippusdóttir).

Kvikmyndin Brim segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Í innbyrðis átökum og baráttu við náttúröflin þarf þessi sundurleiti hópur að standa... Lesa meira

Kvikmyndin Brim segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Í innbyrðis átökum og baráttu við náttúröflin þarf þessi sundurleiti hópur að standa saman og mæta örlögum sínum í sjóferð sem tekur óvænta stefnu.... minna

Aðalleikarar

Ágætis reynsla
Það hlakkaði í mér þegar ég heyrði að það ætti að fara gera kvikmynd sem myndi gerast um borð í báti á Íslandi. Oftar en ekki eru áhafnir íslenskra fiskiskipa samansafn af furðulegum karakterum og til viðbótar þá hafa þeir yfirleitt mörg vandamál við að stríða -þó að sjálfsögðu séu venjulegir kappar inn á milli.

Kvikmyndin Brim var því eitthvað sem ég fór spenntur að horfa á og voru væntingar mínar miklar um að út úr henni gæti komið, endurspeglun á íslenskri sjómennsku, fræðandi og skemmtileg.

Myndin byrjaði hægt, maður fékk að kynnast karakterum, ég hafði heyrt eitthvað um plottið, stelpa kemur um borð í bát, eftir að maður deyr skyndilega um borð, og bjóst því við einhverri spennu á milli karaktera.

Ég fann aldrei fyrir henni, heldur meira fanst mér lagt upp úr því að sýna karaktera, umhverfi þeirra og innra líf. Sem var ekkert voðalega vel heppnað, ég varð í raun fyrir hálfgerðum vonbrigðum, því karakterarnir voru rosalega vel leiknir og maður fann mikið fyrir þeim, það sem mér fannst vera svo mikill galli var að það mynduðust aldrei neinir neistar á milli þeirra, það var ekkert í gangi, þetta voru bara misheppnaðir gæjar að draga eitthvað smátroll á eftir sér og sýna hvað þeir voru misheppnaðir.

Að sjálfsögðu, dæmi ég ekki fyrir aðra, því margir af mínum vinum sögðu að þetta hefði verið fantagóð mynd, hún hefði lýst aðstæðum um borð í bátum svo vel og sýnt hvernig karakterara má búast við að hitta á gömlum, kvótalausum dall.

Ég hefði viljað sjá meiri sögu, það hefði verið meira spennandi að sjá kannski, stelpuna laumast um borð, þeir hefðu á einhvern hátt haft eitthvað með það að gera hvernig maðurinn dó í seinasta túr og stelpan komist að því og þeir því þvingaðir til að taka ákvörðun sem hefði kannski haft afdrifaríkar afleiðingar, og sérstaklega þar sem skipstjórinn var frændi hennar.

En svo var ekki, myndin bara dó í endanum, þegar kokkurinn stökk útbyrðist og mállausi vélstjórinn slasaðist.

Tæknilega hliðin var ágæt, en ég hefði viljað meira finna fyrir fisknum, sjá hann sprikla, detta ofan í móttökuna.

Ég ætla gefa myndinni, samt plús fyrir að hafa náð að fanga andrúmsloft og þunglyndi sem oft myndast um borð í bátum, og hvernig einangruninn og langir túrar hafa áhrif út fyrir bátinn.

Ég ætla segja þetta gott, ég bíð spenntur eftir sögunni Skipinu, sem mér fannst fantalestur og vona að þar komi spennandi ræma út, þó hún fjalli ekki um veiðimennsku, heldur annarskonar sjómennsku, sem ég hef ekki hundsvit á, ég gef myndinni þrjár gulrætur af fimm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frekar dauður túr
Þó svo að ég hafi ekkert nema jákvæða hluti að segja um Vesturport leikhópinn, þá eru hæfileikar þeirra ekki nógu öflugir til að geta haldið heilli kvikmynd á floti þess að innihaldið sé traust. Brim er í rauninni mynd sem gengur ekki út á nokkurn skapaðan hlut nema kannski að sýna hversu frábæra leikara (og tæknimenn) við íslendingar höfum. Hún reynir að vera lágstemmt drama sem gengur út á persónurnar, en það furðulega er að persónurnar eru flestar svo flatar og einfaldar að maður á erfitt með að tengjast þeim. Sumar fá heldur ekki neina dýpt og það er m.a.s. eins og myndin sé að gera það viljandi til að við sem áhorfendur fyllum sjálf upp í eyðurnar. En það er munur á því að bæta við túlkunum og þurfa að búa til karakterprófílana alveg sjálfur.

Þessi grautþunna saga sem við fylgjumst hér með virðist fókusa sérstaklega á átök, vanlíðu og önnur erfiði. Þarna hefði maður verið kominn með fínasta kokteil að góðu drama hefði myndin einhvers konar högg til að bjóða upp á. Út alla lengdina fannst mér eins og ég væri meira að *fylgjast* með átökunum frekar en að vera partur af þeim, og þar af leiðandi var ég rosalega *útúr* myndinni allan tímann. Mér var orðið svo sama um allt sem var í gangi á skjánum að ég fór meira að dást að tæknivinnslunni og frammistöðunum. Það skiptir líka svo miklu máli að persónurnar hjálpa manni að sogast inn í söguna, en sama hve mikið ég reyndi, þá átti ég skuggalega erfitt með að sýna þeim alvöru áhuga.

Mesta hrósið sem ég get hér gefið fer einmitt til leikaranna, sem gera óvenjulega mikið úr þunnum persónum, eða eins mikið og hægt er allavega. Maður fær þá tilfinningu að þeir vissu hversu ábótavant þær voru og gerðu þess vegna sitt besta til að krydda upp á þær. Annars var ég mest ánægður með Björn Hlyn og Ólaf Egilsson því þeirra persónur voru þær einu sem voru tvíhliða og sympatískar. Gísli Örn, Víkingur Kristjánsson, Ólafur Darri og Ingvar Sigurðsson eru fínir en hlutverkin þeirra eru svo brjálæðislega einhæf að hrósið kemst hvergi upp á hærra stig. Svo er Nína Dögg nokkuð góð sjálf en persónuþróun hennar fer það mikið í taugarnar á mér að það skyggir á frammistöðuna. Við fáum aldrei að vita neitt um hana almennilega eða kynnast henni. Ég held að þarna sé akkúrat ætlast til að við ráðum því sjálf, en mér finnst sú nálgun alls ekki virka fyrir þessa sögu því karakterinn er allan tímann svo áberandi lokaður og fjarlægur að það er nánast móðgun að segja ekki frá meiru en myndin gerir.

Það er erfitt að meta hvort það sé bara efnið sjálft sem misstígur sig eða einfaldlega leikstjórnin. Það vantar alveg kraftinn og umhyggjuna og þegar maður horfir á mynd sem gerir ekkert nema að sína persónur hangandi um í fiskveiðibát er það mjög stór mínus að maður njóti ekki samverunnar með þeim. Mér leiddist þó heldur ekki en það má eiginlega þakka metnaðarfullu útliti fyrir það ásamt flottri kvikmyndatöku, hljóðvinnslu og klippingu.

Vesturport hópurinn á hiklaust betri mynd skilið heldur en þetta.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vesturport gengið klikkar ekki
Brim fjallar um þá togstreitu sem myndast þegar konu er "þröngvað" upp á annars samheldinn hóp groddalegra sjóara á ryðguðum dalli. Ekki bætir það á ástandið að áhöfnin er enn að jafna sig á óhugnanlegum atburðum sem áttu sér stað í síðustu ferð bátsins. Myndin byrjar á að gefa okkur smá innsýn inn í ólík líf þessarra manna, er þeir koma að landi og fylgja föllnum félaga til grafar. Virðist þeim ganga mis erfiðlega að fóta sig í sínu lífi í landi, t.d. er einn þeirra ofsóknarbrjálaður skaphundur, einn hálf þroskaheftur og annar óframfærinn spilafíkill, og fær maður strax á tilfinninguna að þeir eigi best heima á sjónum, enda virðast þessir ólíku karakterar smella ágætlega saman þar. Það reynir þó á samheldni hópsins þegar frænka skipsstjórans, Drífa, fær pláss hins fallna félaga þeirra, en hún kann lítið til sjós. Þegar báturinn lendir svo í stormi og verður vélarvana reynir fyrst á þennan ólíka hóp fólks og hvernig það bregst við undir pressu.
Yfir það heila var ég mjög ánægður með þessa mynd, ég bjóst kannski við aðeins meira sjónarspili af trailernum að dæma (bjóst við einskonar íslenskri Perfect Storm) en í raun snýst myndin meira um persónurnar og þeirra vandamál, heldur en eitthvað sjónarspil, og fannst mér leikararnir standa sig frábærlega, sérstaklega fannst mér standa upp úr Björn Hlynur og Ólafur Egilsson. Nína Dögg, Gísli, Víkingur og Ingvar stóðu sig líka óaðfinnanlega í sínum hlutverkum. Útiatriðin voru flott og fannst mér skemmtilegt hvernig myndatakan um borð í skipinu gerði í því að auka á innilokunarkennd og tilfinningu fyrir þrengslunum um borð. Hljóðvinnsla var líka alveg ágætt og ekkert verið að ofgera tónlistinni eins og gerist of oft í dramamyndum.
Eins og áður sagði fannst mér myndin fín yfir það heila, það sem kannski helst hefði getað bætt hana væri ef hægt væri að fara aðeins betur í sumar persónurnar og gera climax-atriðið aðeins öflugra. En með takmarkað budget og 90 mínútur er auðvitað ekki hægt að koma öllu fyrir. Mæli sterklega með þessari fyrir unnendur íslenskra dramamynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.12.2022

Winslet var í kafi í meira en sjö mínútur

Breska leikkonan Kate Winslet lærði meðal annars að kafa án köfunarbúnaðar fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water sem kemur í bíó á Íslandi 16. desember nk. Winslet fer með hlutverk Ronal í myndinni. Lestu ske...

22.08.2016

Nýtt í bíó - The Shallows

Hákarlatryllirinn The Shallows, með Blake Lively í aðalhlutverki, verður frumsýndur á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Nancy Adams er í sorgarferli eftir dauða móður sinnar. Til að...

22.08.2016

Styttist í mikilvægustu verðlaunin

Tilkynnt verður þann 30. ágúst nk.  hvaða fimm norrænu kvikmyndir eru tilnefndar til hinna eftirsóttu Norrænu kvikmyndaverðlauna. Allar myndirnar verða sýndar á norrænni kvikmyndaveislu í Háskólabíói 15. - 18. septemb...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn