Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég held að ég fari ekkert í frí á næstunni. Það virðist alltaf enda með einhverjum ósköpum, allavega í þeim bíómyndum sem ég horfi á. Kannski ætti ég að skipta yfir í Disney myndir eða eitthvað. Allavega! Eden Lake er bresk hryllingsmynd í topp klassa. Ungt par ákveður að finna draumastað við vatn til að njóta veðurblíðunnar og svoleiðis. Hópur af unglingum truflar þau og ja...let´s just say ekkert vera að bögga nútíma unglinga. Hlutirnir fara fljótlega úr böndunum og blóðið fer að streyma. Þessi mynd er hröð og brútal þegar hún kemst í gírinn. Maður fær að kynnst helstu persónum vel, en þær eru misjafnlega trúverðugar. Það er tenging við raunveruleikann í þessari mynd sem gerir hana mjög áhrifaríka. Endirinn er auk þess æðislegur. Mæli með þessari fyrir blóðhunda, þið vitið hver þið eruð.
"Follow the blood!"
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
undefined
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
26. mars 2009






