Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Social Network 2010

(The Facebook Movie)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. október 2010

You don't get to 500 million friends without making a few enemies

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 95
/100
Vann þrenn Óskarsverðlaun. Fyrir handrit, klippingu og tónlist. Tilnefnd til fimm Óskara til viðbótar, þar á meðal sem besta mynd ársins og Eisenberg sem besti leikari í aðalhlutverki.

Saga um stofnendur samskiptavefsíðunnar Facebook. Haustnótt eina árið 2003, settist Harvard nemandinn og forritunarsnillingurinn Mark Zuckerberg niður við tölvuna sína til að byrja að vinna að nýrri hugmynd. Hugmyndin vex upp í að verða alheims samfélagskerfi, og bylting í samskiptum. Sex árum og 500 milljón "vinum" síðar er Mark Zuckerberg orðinn yngsti... Lesa meira

Saga um stofnendur samskiptavefsíðunnar Facebook. Haustnótt eina árið 2003, settist Harvard nemandinn og forritunarsnillingurinn Mark Zuckerberg niður við tölvuna sína til að byrja að vinna að nýrri hugmynd. Hugmyndin vex upp í að verða alheims samfélagskerfi, og bylting í samskiptum. Sex árum og 500 milljón "vinum" síðar er Mark Zuckerberg orðinn yngsti bandaríski milljarðamæringur í sögunni...en velgengnin hefur líka í för með sér persónuleg og lagaleg vandamál.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

tjah
Þessi mynd er alveg fín en rosalega ofmetin.
það eru allir að tala um að þessi mynd sé algert meistaraverk en hún er bara ágæt afþreying.
Jessie Eisenberg er frekar pirrandi sem Mark Zuckerberg en annars eru hinir leikararnir alveg fínir.
Kannski horfði ég á hana með of miklum væntingum.
Þannig að stillið væntingarnar rétt og fáið góða afþreyingu.
6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rétt sleppur
Ég verð að vera ósammála langflestum með The Social Network. Mér fannst hún ekki svona góð. Það var kannski ekkert galið hjá David Fincher að ætla að kvikmynda uppruna Facebook en ég hefði viljað sjá betri mynd úr þessu. Söguþráðurinn verður ekki athyglisverður fyrr en það fer að líða á seinni hlutann og Jesse Eisenberg er ekki að standa sig, hann gerir sína túlkun á Mark Zuckerberg stirða, yfirborðskennda og pirrandi og ég skil ekki þetta lof sem hann er að fá. Mér fannst samt þessi mynd allt í lagi, mér leiddist ekkert og hún verður ágæt undir lokin en hún á ekki allar þessar viðurkenningar og óskara skilið. Góð tilraun hjá David Fincher og The Social Network fær tvær stjörnur en hún er ekki nærri því eins góð og Fight Club.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Með bestu myndum 2010
Eins og margir aðrir var ég ekkert spennt yfir einhverri mynd um facebook þegar ég heyrði fyrst um The Social Network fyrst. En eftir að hafa séð þessa mynd get ég staðfest að hún sé algjör snilld. Ótrúlegt en satt er hún áhugaverð, fyndin og bara allt annað en maður hélt hún yrði.

Ég verð að vera sammála öðrum kvikmyndagagnrýnendum að David Fincher sé algjör snillingar, hann gerði margar af uppáhalds myndum. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar mjög mismunandi. Það er ekki hægt að flokka þennan leikstjóra undir einhverri týpu af myndum.

The social network er erfitt að segja hvort sé heimildamynd eða ekki. Persónulega vissi ég ekkert um facebook málið og stofnun þess fyrr en ég sá þessa mynd.
Hún fjallar um Mark Zuckerberg og félaga hans þegar þeir stofna samskiptasíðuna facebook af þeirri ástæðu að Mark er í ,,ástarsorg" og er pirraður á að vera ekki í elítunni í Harvard. Félagarnir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir væru að starta og veit enginn enn í dag í hvað facebook stefnir. En í myndinni eru engir vondir gæjar og engir góðir beint heldur vilja persónurnar bara ná sínum vilja í gegn.

Myndin er sett upp í kringum tvö dómsmál gegn Zuckerberg. Annars vegar dómsmál gegn honum af Winklevoss tvíburum sem vildu stofna samskiptasíðu og fengu Mark til liðs við sig en hann bjó til sína eigin síðu í staðinn. Hins vegar dómsmál sem besti vinur hans Eduardo höfðaði gegn honum vegna þáttöku sinnar í facebook fyrirtækinu. Spurningum um málið er svarað með því að fara í gegnum stofnun og fyrsta ár facebook.

Það sem er best við útgáfu þessar myndar er klárlega tímasetningin. VIð lifum á facebook öld, þar sem allir láta myndir úr síðasta partíi inn á facebook og kynnast vinum og kærustum þar. Það hafa einhvern veginn allir áhuga á facebook.Eins og alltaf þá stendur David Fincher sig fáranlega vel við gerð þessarar myndar. Það er vel ráðið í myndina. Aðalleikarinn Jesse Eisenberg stendur sig mjög vel í hlutverki Mark og er auðtrúanlegur sem stressaður tölvunördi. Það er ótrúlega ferskt að sjá leikaraliðið í þessari mynd, þetta eru ekki leikarar sem að maður sér alltaf í hverri einustu Hollywood mynd. Þar má nefna Brendu Song, Andrew Garfield og Justin Timberlake (sem sannar sig sem alvöru leikara í þessari mynd).

Hér er á ferð skemmtileg mynd, með áhugaverðum söguþræði, góðri tónlist (sérstaklega skemmtilegt að henda bítlunum inn þarna í lok myndarinnar) og góðum, ferskum, leikörum.
Með betri myndum ársins, must-see!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ein af betri myndum 2010
The Social Network fjallar um Mark Zuckerberg, manninn á bakvið Facebook. Fyrst hugsuðu örugglega flestir að það kæmi ekki vel út að gera mynd þekkta sem Facebook-myndin. En... Útkoman er frábær og The Social Network setur sig á sama stall og Fight Club og Se7en.

Allir, og ég meina allir, standa sig vel og Justin Timberlake kemur skemmtilega á óvart sem hinn hressi Sean Parker. Myndin hoppar oft á milli tímaskeiða og gefur það myndinni ákveðinn stíl sem hjálpar til að gera hana skemmtilegri. Þetta er mynd sem er byggð á samtölum og handritshöfundurinn Aaron Sorkin á svo sannarlega skilið hrós!

Leikstjórnin er frábær og David Fincher sýnir aftur fram á það að hann er einn fremsti leikstjórinn í dag. Tónlistin er virkilega góð og passar vel við lágstemmda tóninn. Klippingin er góð og sömuleiðis takan.

Mæli vel með þessari, áhugaverð fyrir fólk á öllum aldri og svo er hún líka með húmor.

Það er engin spes ástæða af hverju myndin fær ekki 10, en 9 er góð einkunn fyrir góða mynd. 9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bara ef þessi mynd væri kynlíf
Ef að það er eitthvað sem David Fincher kann að gera, þá eru það góðar myndir. Byrjuninn á ferllinum hans var ekkert stórkostlegur (Fuck you Alien 3) en myndin eftir hana varð legendery, myndin Se7en. Svo eftir hana kom drasl, The Game, svo eftir hana kom góður annað legendery dæmi á stóraskjáin, Fight Club, svo kom bara góð spennumynd, The Panic Room, svo komu tvær geðveikt góðar myndir, systkynin Zodiac og The Curious Case of Benjamin Button og núna er komið annað meistaraverk, The Social Network.

Fyrst þegar ég heyrði að þegar var að gera Facebook-mynd (saywhaat?!) þá hló ég. En þegar ég fattaði að David (fokking) Fincher væri að gera hana, þá hló ég ekki eins mikið. Þegar ég sá trailerinn, þá var ég sleginn andlega í andletið með steypreiði, ég varð orðlaus. Sá myndina og ég er pretty much sjokki yfir því hvað þessi þróunarkenning mín um hvað ég hélt að myndin myndi verða varð af.

Kostir og gallar, balblabla, ég hef enga galla að segja um þessa mynd, hef ekkert að koma á framfæri um hvað lélegt sem þessi mynd hefur. Það sem hún og mun alltaf vera og það er awesomness, ekki eins awesome og Incneption, en hún er mjöög nálægt því., ef hún myndi hafa hasar þá myndi hún toppa Inception (Nei djók). Helstu kostirnir eru hvernig hún byggð, tónlistin og leikararnir, hvernig þeir meðhöndla persónurnar.

Persónurnar sjálfar eru rosalega flottar og frekar eftirminnilegar, sérstaklega Justin Timberlake. Anstyggilega djúp persóna, Justin (Bieber xD) Timberlake er maðurinn. Ég hélt fyrst að Eisenberg kunni ekki að leika, mér fannst leika sömu rulluna aftur og aftur eins og Michael Cera, en á sama árinu náðu þeir að sýna sig. Hvernig myndin er byggð reynir mjög mikið á heilan, sem gerir bara myndina einstaka.

Ef það er ehv, þá er þetta ein af betri myndum ársins og þessi mynd mun fá óskarinn fyrir annaðhvort besta klipping, tökur, aðalhlutverkið (Jesse), aukahluberkið (Justin) eða útlit.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn