Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Faster 2010

Justwatch

Frumsýnd: 3. desember 2010

Slow Justice is No Justice

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Myndin segir frá fyrrum glæpamanninum Driver sem hefur eytt síðastliðnum tíu árum í fangelsi. Ástæða fangelsisvistarinnar var misheppnað rán, en í því var bróðir hans myrtur á kaldrifjaðan hátt. Nú er Driver hins vegar loks laus úr prísundinni og hefur aðeins eitt verkefni á dagskrá: að hefna fyrir dauða bróðursins. Það verkefni er hins vegar margþætt... Lesa meira

Myndin segir frá fyrrum glæpamanninum Driver sem hefur eytt síðastliðnum tíu árum í fangelsi. Ástæða fangelsisvistarinnar var misheppnað rán, en í því var bróðir hans myrtur á kaldrifjaðan hátt. Nú er Driver hins vegar loks laus úr prísundinni og hefur aðeins eitt verkefni á dagskrá: að hefna fyrir dauða bróðursins. Það verkefni er hins vegar margþætt og flókið og hefur Driver ekki verið frjáls maður lengi áður en hann er kominn með þaulreyndan lögreglumann og ungan og kokhraustan leigumorðingja á eftir sér. Á meðan Driver vinnur í því að tæma hefndarlistann er hann því í lífshættulegum eltingaleik þar sem hann er bæði gerandinn og skotmarkið, úr sitt hvorri áttinni.... minna

Aðalleikarar

kom mér á óvart
Þessi mynd kom mér rosaleg á óvart, ég horfði á trailerinn og var svo spenntur að sjá þessa flottu hasarmynd. En þessi trailer gerði akkúrat það sem hann átti að gera hann seldi sig rétt, þegar þið sáið trailerinn sjáum við Stóran Gaur (the rock) að skjóta fólk keyrandi um á flottum kagga og þetta seldi sig eins á átti að gera. Nafnið á myndinni kom lítið sem ekkert myndinni við! Það eru virkilega 2 ástæður af hverju hún heitir Faster

1. Hann var keyrandi um á flottum bíl 30% myndarinnar

2. það kem eitthver Assassin að reyna drepa Driver (the rock), og segir síðan að driver væri mun Hraðari og betri en hann sjálfur

Hún ætti frekar að heita eitthvað meira í þessa áttina . ps your dead, Revenge, betrayed , eða mitt uppáhald , try not to fall asleep

Svo langar mér aðeins að ræða um Dwayne Johnson (The Rock) hann er góður leikari. Grínleikari , mér fannst hann engan veginn passa í þetta hlutverk það sem eyðilagði þetta fyrir mér var hvað hann er alltaf að vera nota hann í barnamyndir og grínmyndir og svona, þannig ímynd hans sem hasarleiki er ekki að gera sig lengur hjá mér. Ég hef viljað sá Vin diesel, sylvester stallone, Mark Wahlberg þessir mundi passa alla veganna betur að mínu mati það eru líklega fleiri sem komast að en þetta er fyrsta sem mér datt í hug.The rock er gaman leikari stór masaður gaur sem er rosa góður með sig og er alltaf brosandi ekki alltaf grenjandi eða leiður það er virkilega niðurdrepandi að sjá hann svoleiðis.

(SPOILER!!!!)

Svo myndin sjálf þetta virtist sem fínasta hasarmynd hún hafði allt, Stóran masaðan gaur að skjóta fólk,dópista löggu,löggan og leigumorðingi að reyna ná honum,flottir bílar en vantaði samt smá gellur en annars leit þetta vel út. Driver sleppur úr fangelsi eftir 10 ár og fer að elta menn sem drápu bróðir hans. Svo drepur hann fyrsta sem er rosa flottur labbar inn bara og skýtur gaurinn beint i hausinn og labbar í burtu alltof svalt, svo kemur hann að eldri manni og brýtur upp hurðina þar sem sá gamli er búin að gefa ungri telpu eitthvað róandi er með myndavél að taka upp Búúm Skaut hann í hausinn og er alveg skít sama um stelpuna labbar út svo er hann að fara kemur þessi leigumorðingi að reyna drepa hann og driver er kaltur maður tekur byssuni að skítur og labbar að gaurnum svo lætur hann sig hverfa 1,2,3 og farinn og stekkur í bílinn spólar að drullar sér í burtu.Hérna missti ég áhugann eftir 30 mín þá fer að hann að hitta einhverja kjellingu og þau fara bæði að væla og núna er hann orðinn alltof væminn fyrir minn smekk, fer að 3 manninum sem er dyravörður sá sem Skar bróðir hann á háls og þeir fara í hnífa fight þar sem sá svarti á náttúrulega ekki séns í driver(the rock) en hann drepur hann ekki heldur fer hann upp á sjúkrahús náttúrulega í bráðri lífshættu svo loksins þegar driver er að keyra eitthvert fattar hann hversu væminn hann er og fer upp á sjúkrahús og skýtur kvikindið þar sem hann liggur i skurð aðgerð svo er lögga að bíða eftir honum þar byrjar smá skotslagur og svo búið endar kjellingalega þeir fara báðir lifandi í burtu. En svo þegar hann er að keyra hittir hann leigumorðingjann á leiðinni svo fara þeir að keyra eins og brjálaðir menn og svo endar það þannig að driver hafði fullkominn skot til að skjóta kvikindið en skýtur dekkið og hinn skýtur hann í hálsinn.Búið ekkert meira báðir lifandi .. fer ekki meira i myndina eyðileg hana bara fyrir fólki .

(SPOLER ENDAR!!)

Á þessum kafla í myndinni er hún mjög leiðinleg ég var að sofna í bíóinu. Svo varð myndin svo augljós þú vissir alveg hvernig hún mundi enda hvernig næsta atriði, hver lifir af þetta er alltof augljóst þetta er líklega mjög flott handrit en persónulega finnst mér hún hefði átt að gera allt öðruvísi mér finnst Flesst hlutverkinn eru flott allir passa i sitt nema Dwayne Johnson.

Billy Bob Thornton hann var fullkominn sem spillta löggan hann er akkúrat þannig. Dópistalegur og passar vel er fínn leikari og allt

Carla Gugino hún var mjög góð sem kellinga löggan hún er svona þessi týpa mjög saklaus,auðtrúa og stefnir á því sem hún vil

Oliver Jackson-Cohen sem leigumorðinginn hann leikur vel þessa týpu sem þarf alltaf að vera best í öllu og þegar það er orðið best fær það ógeð á því og byrjar í öðru, hann er nú ekki vel þekktur en hann meikar þetta


Nú er tímabært að fara enda þetta

Ég er mikið fyrir hasarmyndir og þá verður þetta vera hardcore hasar þoli ekki væl og drama sérstaklega í svona mynd sem á að vera hörð mér fannst þessi mynd gjörsamlega ömurleg mæli varla með henni ef þú ert mikil Hasar aðdáandi þá er þetta ekki mynd fyrir þig. En fyrir ykkur sem fíla titanic og notebook mæli ég stranglega með henni fyrir ykkur

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Betri en þú heldur
Öruggt er að fyrstu mistökin sem þessi mynd gerir er að bera mjög svo villandi og að mínu mati hálf asnalegan titil. Svona heiti á bíómynd getur varla öðru lofað en hraðskreiðri testósterónveislu þar sem vöðvarnir á Dwayne Johnson fara með aðalhlutverkið og leikhæfileikar hans sitja í aftursætinu.

Jánei! Frekar hefði þessi mynd bara átt að heita Driver, eins og "nafnið" á aðalpersónunni. Annars fara titlar aldrei í taugarnar á mér nema niðurstaðan skili einhverju allt öðru en heitið lofar, eins og hér er augljóslega tilfellið. Þarna er ég hins vegar bara að hugsa um einfalda mainstream-hópinn sem mun kynna sér þessa mynd með akkúrat þessu hugarfari. Titillinn er aukaatriði fyrir mér því ég átti von á heilalausri strákamyndafroðu en fékk í staðinn hráa en á sama tíma yfirdrifna stílsúpu sem er furðulega létt á hasar en nokkuð þung á tilfinningum. Þetta er án efa snjallasta og (dirfist ég að nota þetta orð?) dýpsta mynd vöðvafjallsins, og þó svo að það segi nákvæmlega ekkert, þá segir það ýmislegt um mynd sem ég var í fyrstu tilbúinn til að hata.

Ég get sagt eitt um Johnson. Hann er viðkunnanlegur gaur og ég hef aldrei haft neitt á móti honum. Eina sem hefði mátt laga er hlutverkavalið. Það skilja auðvitað allir að jafnvel stórstjörnum vantar oft pening til að kaupa nýjan tennisvöll eða sundlaug en það er engin afsökun fyrir því að setja eitthvað eins og Race to Witch Mountain og The Tooth Fairy á ferilskránna sína. Þetta mun aldrei þurrkast af. Það er þess vegna vægast sagt hressandi að sjá hann í harðri ofbeldismynd eins og þessari, og hér er hann eldfimur og eiturharður. Hlutverkið krefst ekki margra orða frá honum en kröfurnar eru engu að síður fleiri en maður myndi halda. Maðurinn hefur aldrei verið jafn reiður í bíómynd og maður finnur allan tímann fyrir því. Karakterinn er líka svo athyglisverður og lúmskt dularfullur. Áhorfandinn spyr sig við og við hvort það þykir viðeigandi að halda með honum. Svo koma nokkur "intense" augnablik sem reyna óvænt á svokölluðu leikhæfileika mannsins. Og viti menn, hann stendur sig bara þokkalega!

Það er nettur keimur á myndinni sem minnir óneitanlega á The Good, The Bad and The Ugly (svo er fyndin tilvísun í hana sem ætti alls ekki að fara framhjá neinum nema heyrnarlausum). En þetta þýðir að Johnson er ekki einn að halda söguþræðinum á floti heldur bætast tveir aðrir við (einn er lögga, hinn morðingi - efa að það hafi komið á óvart) og þeir eru leiknir af Billy Bob Thornton og Oliver Jackson-Cohen. Í fyrstu hélt ég að Thornton myndi bara sofa í gegnum þetta hlutverk en hann leggur ágætlega á sig í raun og hlutverkið er engan veginn jafn flatt og fyrstu senurnar gefa til kynna. Cohen aftur á móti er risastórt, spikfeitt spurningarmerki. Karakterinn er svo sérstakur og ferskur að maður ætti að hafa ótrúlega gaman að honum. Cohen er samt aðeins of ýktur og ofleikur hans sveiflast á milli þess að vera skondinn og pirrandi. Það gagnast lítið að minnast á aðra leikara (þrátt fyrir kunnugleg nöfn eins og Carla Gugino, Jennifer Carpenter, Maggie Grace, Tom Berenger, Xander Berkeley og Moon Bloodgood) því það fer ekkert fyrir þeim.

Samt, fyrir utan þessa þrjá ólíku aðalleikara er það stílrúnkið sem er hér fremst í forgrunni. Leikstjórinn George Tillman Jr. reynir eins og hann getur að búa til bræðing af léttri exploitation-mynd og þýðingarmiklum hefndarþriller. Tónlistarnotkunin og klippingarstíllinn lítur út eins og afrakstur þess ef mynd eftir Quentin Tarantino og Tony Scott yrðu skelltar saman í hrærivél. En þó svo að þetta sé kannski fullmikið á pörtum þá kemur þetta aldrei illa út. Ef eitthvað þá er þetta væga tripp í takt við pumpandi reiði Johnsons, sem er endalaust áþreifanleg út alla myndina eins og áður kom fram. Tónlistin var líka oftar en ekki skemmtilega valin, þó svo að mér finnist eitthvað rangt við það að heyra Kenny Rogers-lagið Just Dropped In í bíómynd án þess að myndin sé The Big Lebowski.

Faster hefur hrúgu af kostum en einnig fulla lúku af göllum, og sá stærsti er endirinn. Hann er ófullnægjandi og í heild sinni kraftlaus miðað við áköfu uppbygginguna. Myndin drullar líka alveg upp á bak með því að gefa upp óvæntar upplýsingar alltof snemma og á asnalegum stað. Þetta gjörsamlega slátraði svokallaðri fléttunni í lokin og möguleikanum á því að hún gæti komið á óvart.

Lokaniðurstaðan er svona: Ef þú ert einn af þeim sem telur The Expendables vera einhverja bestu mynd sem þú hefur séð þá áttu eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum með þessa. Ofbeldið stendur fyrir sínu og afþreyingargildið líka en það er auðséð að þessi mynd gæti höfðað betur til kvikmyndanördanna. Sjálfur er ég einnig óður í hefndarmyndir ef þær eru gerðar vel, og Faster er alveg nógu stílísk, klikkuð og óvenjuleg til að hljóta eitt stykki meðmæli frá mér.

7/10 - Rétt svo sleppur

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.11.2020

Klikkaðir kvikmyndatitlar: Hefur þú séð Killer Condom?

Hvað er það sem gerir góðan eða eftirminnilegan bíómyndatitil? Stundum er það einfaldleikinn sjálfur, eitthvað á borð við The Thing eða Alien; titlar sem segja allt sem þarf í einu orði....

27.12.2014

Ný Notebook ástarsaga - Stikla

Metsölubók rithöfundarins Nicholas Spark ( The Notebook ), ástarsagan um tvö pör á mismunandi tímum, The Longest Ride, er á leið á hvíta tjaldið á næsta ári í leikstjórn George Tillman R.  Ferilskrá hans inniheldur m.a...

05.12.2012

Hobbitinn - Fyrstu dómar

Fyrstu dómar gagnrýnenda um fyrstu myndina af þremur um Hobbitann, The Hobbit: An Unexepected Journey, hafa birst á netinu, en þeir eru nokkuð misjafnir. Þó að það sé greinilega margt sem menn heillast af við myndina, þá lýtur gagnrýnin m.a...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn